Cuba Gooding Jr. samdi rétt fyrir upphaf nauðgunarréttarhalda Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2023 14:27 Cuba Gooding Jr. í dómsal árið 2020. Hann átti að mæta aftur í dómsal í dag vegna ásökunar um nauðgun. AP/Alec Tabak Bandaríski leikarinn Cuba Gooding Jr. hefur gert samkomulag við konu sem sakaði hann um að hafa nauðgað sér fyrir um áratug. Réttarhöld í málinu áttu að hefjast í dag en leikarinn hafði neitað sök. AP fréttaveitan segir að nokkrum mínútum áður en kviðdómendaval átti að hefjast hafi komið í ljós að samkomulag hefði náðst. Ekki hefur verið gefið upp hvað samkomulagið felur í sér en konan hafði farið fram á sex milljónir í miskabætur. Uppfært: Upprunalegu fréttina, sem fjallaði um að réttarhöldin myndu hefjast í dag, má finna hér að neðan. Réttarhöldin í máli bandaríska leikarans Cuba Gooding Jr. hefjast í dag. Hann hefur verið sakaður um að nauðga konu á hóteli í New York fyrir um áratug en leikarinn neitar sök. Hann segist hafa haft mök við konuna með samþykki hennar, eftir að þau hittust á veitingastað í borginni. Konan heldur því fram að hún hafi hitt leikarann í Manhattan og hann hafi fengið hana til að fara með sér á hótel, þar sem hann hafi ætlað að skipta um föt. Hún segir hins vegar að þegar þau hafi komið þangað hafi hann nauðgað henni. Eins og áður segir neitar Cuba Gooding Jr. ásökununum og lögmenn hans segja að konan hafi stærst sig af því að hafa sængað hjá frægum leikara, eftir umrætt kvöld. Nafn konunnar hefur ekki komið fram hingað til, en AP fréttaveitan segir að hún verði að opinbera það þegar réttarhöldin hefjast. Konan hefur farið fram á sex milljónir dala í skaðabætur. Cuba Gooding Jr. hefur staðið frammi fyrir fjölmörgum ásökunum um kynferðisbrot, káf og annars konar óviðeigandi hegðun, samkvæmt frétt AP. Leikarinn játaði í fyrra að hafa þuklað á konu í New York árið 2019 og að hafa kysst konu gegn vilja hennar á skemmtistað í borginni árið 2018. Sjá einnig: Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Dómarinn í málarekstrinum sem hefst í dag hefur leyft lögmönnum konunnar að kalla konur sem Cuba Gooding Jr. hefur játað að hafa brotið á að bera vitni. Bandaríkin MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
AP fréttaveitan segir að nokkrum mínútum áður en kviðdómendaval átti að hefjast hafi komið í ljós að samkomulag hefði náðst. Ekki hefur verið gefið upp hvað samkomulagið felur í sér en konan hafði farið fram á sex milljónir í miskabætur. Uppfært: Upprunalegu fréttina, sem fjallaði um að réttarhöldin myndu hefjast í dag, má finna hér að neðan. Réttarhöldin í máli bandaríska leikarans Cuba Gooding Jr. hefjast í dag. Hann hefur verið sakaður um að nauðga konu á hóteli í New York fyrir um áratug en leikarinn neitar sök. Hann segist hafa haft mök við konuna með samþykki hennar, eftir að þau hittust á veitingastað í borginni. Konan heldur því fram að hún hafi hitt leikarann í Manhattan og hann hafi fengið hana til að fara með sér á hótel, þar sem hann hafi ætlað að skipta um föt. Hún segir hins vegar að þegar þau hafi komið þangað hafi hann nauðgað henni. Eins og áður segir neitar Cuba Gooding Jr. ásökununum og lögmenn hans segja að konan hafi stærst sig af því að hafa sængað hjá frægum leikara, eftir umrætt kvöld. Nafn konunnar hefur ekki komið fram hingað til, en AP fréttaveitan segir að hún verði að opinbera það þegar réttarhöldin hefjast. Konan hefur farið fram á sex milljónir dala í skaðabætur. Cuba Gooding Jr. hefur staðið frammi fyrir fjölmörgum ásökunum um kynferðisbrot, káf og annars konar óviðeigandi hegðun, samkvæmt frétt AP. Leikarinn játaði í fyrra að hafa þuklað á konu í New York árið 2019 og að hafa kysst konu gegn vilja hennar á skemmtistað í borginni árið 2018. Sjá einnig: Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi Dómarinn í málarekstrinum sem hefst í dag hefur leyft lögmönnum konunnar að kalla konur sem Cuba Gooding Jr. hefur játað að hafa brotið á að bera vitni.
Bandaríkin MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira