Rukka sjö hundruð krónur fyrir aðgang að gámasvæðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júní 2023 13:01 Frá gámasvæðinu í Árborg. Vísir/Magnús Hlynur Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14. Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Gjaldið verður tekið af öllum sem koma á gámasvæði Áborgar að Víkurheiði á Selfossi frá og með 1. júlí. Sjö hundruð krónur fyrir hverja komu, og mögulega hærra gjald, eftir því hverju er verið að henda. Formaður bæjarráðst Árborgar segir breytingar með nýjum lögum hafa knúð sveitarfélögin til að bregðast við. „Sem hluti af því að halda þessu svokallaða sorphirðugjaldi, sem hver og einn íbúi er rukkaður um í gegnum fasteignagjöldin, lágu, þá verður fyrsta skrefið að borga þegar hent er,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og formaður umhverfisnefndar. Þó verður ekki rukkað neitt komugjald þegar verið er að henda úrgangi sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir. Þannig verður áfram hægt að mæta á svæðið með fullan bíl af bylgjupappa, losa sig við hann og keyra í burtu, allt án þess að borga, svo dæmi sé tekið. Bragi vonar að gjaldið muni ekki verða til þess að fólk hætti að mæta á gámasvæðið til að flokka rusl og bendir á að umræðan um umhverfismál og mikilvægi þeirra sé háværari en nokkru sinni fyrr. Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs Árborgar og formaður umhverfisnefndar bæjarins.Vísir „En það er kannski með þessar reglur eins og annað að þú þarft auðvitað að bregðast við. Við erum að læra helling á þessu ári, hvernig best er að útfæra þetta og vinna þetta.“ Að undanförnu hafa komið upp tvö flokkunartengd mál sem hafa farið hátt í umræðunni. Annars vegar myndband af sorphirðumanni tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl og hins vegar fréttir af því að mjólkurfernur sem flokkaðar eru hér á landi séu brenndar erlendis, en ekki endurunnar. Bragi segist skilja gremju fólks yfir flokkunarmálum. „Við erum lítið land og vel upplýst, þannig að þegar eitthvað svona gerist á einum stað þá hefur það eðlilega áhrif á fleiri fleiri stöðum.“ Fréttin var uppfærð klukkan 14:14.
Árborg Umhverfismál Neytendur Tengdar fréttir Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23 „Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. 2. júní 2023 22:23
„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. 2. júní 2023 10:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent