Telur tilefni til að ítreka tíu af ellefu úrbótatillögum frá 2018 Atli Ísleifsson skrifar 5. júní 2023 14:53 Eftuirlit Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda er sagt yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Vísir/Vilhelm Matvælaráðuneytið og eftir atvikum Fiskistofa hafa ekki brugðist með viðunandi hætti við úrbótatillögum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2018 varðandi eftirlit stofnunarinnar með vigtun sjávarafla, brottkasti og samþjöppun aflaheimilda. Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“ Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar kemur fram að nauðsynlegar úrbætur hafi ekki náð fram að ganga og flestir þeirra veikleika sem Ríkisendurskoðun hafi fjallað um séu enn til staðar. Ríkisendurskoðun kynnti skýrsluna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. „Ríkisendurskoðun telur tilefni til að ítreka í heild eða að hluta 10 af 11 úrbótatillögum sem stofnunin lagði fram í skýrslu sinni árið 2018. Eftirlit Fiskistofu með vigtun afla og brottkasti er enn takmarkað og vísbendingar eru um að umfang brottkasts hafi verið vanmetið. Fiskistofa hefur ekki tekið upp verklag sem tryggir að yfirráð tengdra aðila yfir aflahlutdeildum séu könnuð með markvissum og reglubundnum hætti. Stofnunin skortir greinargóða yfirsýn um bein og óbein tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi,“ segir á vef Ríkisendurskoðunar. Er núverandi eftir Fiskistofu með samþjöppun aflaheimilda yfirborðskennt og mjög veikburða enda skorti stofnunina enn greinargóða yfirsýn um tengsl aðila í íslenskum sjávarútvegi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.Vísir/Vilhelm Samdi við Samkeppniseftirlitið Í skýrslunni segir að í október 2022 hafi Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra samið um það við Samkeppniseftirlitið að það yrði ráðist í athugun á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. „Samhliða er stefnt að auknu samstarfi stofnana á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitsins, Fiskistofu, Skattsins og Seðlabanka Íslands. Vinnan beinist einkum að því að auka gagnsæi og bæta stjórnsýslu á sviði eftirlits með stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Gert er ráð fyrir að Samkeppniseftirlitið skili matvælaráðuneyti skýrslu eigi síðar en í árslok 2023 þar sem m.a. verða kortlögð eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið úthlutað ákveðnu umfangi aflaheimilda sem og áhrifavald eigenda sjávarútvegsfyrirtækja í gegnum beitingu atkvæðisréttar og stjórnarsetu í fyrirtækjum. Matvælaráðherra hefur skipað fjóra starfshópa sem hafa það hlutverk að fjalla um áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Bráðabirgðatillögur þeirra liggja nú fyrir en gert er ráð fyrir að hóparnir skili lokatillögum í maí 2023. Ráðherra hyggst nýta sér þessa vinnu við gerð nýrra heildarlaga um stjórn fiskveiða eða eftir atvikum nýrra laga um auðlindir hafsins á árinu 2024.“
Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira