36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 12:35 Lágafellslaug, paradís margra barnafjölskyldna og fólks sem kann að meta innrauða saunu, er lokuð frá og með deginum í dag. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00
Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26