36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2023 12:35 Lágafellslaug, paradís margra barnafjölskyldna og fólks sem kann að meta innrauða saunu, er lokuð frá og með deginum í dag. Vísir/Vilhelm Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sundlaugar í 29 sveitarfélögum er lokað og meðal þeirra eru svo til allar sundlaugar á suðvesturhorni landsins ef frá er talin Reykjavík, Seltjarnarnes og Akranes. Vinsælar barnalaugar á borð við Kópavogslaug og Lágafellslaug í Mosfellsbæ eru lokaðar og sömu sögu er að segja um sundlaugar í Árborg, Ölfusi, Reykjanesbæ, Grindavík, Borgarnesi, Snæfellsnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi svo dæmi séu tekin. Sundlaugin í Vestmannaeyjum er að hlut skipuð sumarstarfsfólki svo þar er skertur opnunartími að sögn Freyju Steingrímsdóttur, upplýsingafulltrúa BSRB. Sömu sögu er að segja um Eyjafjörð þar sem sundlaugarnar eru lokaðar en þar er líklega að finna vinsælustu rennibraut landsins hjá ungu kynslóðinni. Á Akureyri er þjónusta ferilbíla verulega skert og ganga strætisvagnar ekki. Íþróttahús á Akureyri eru lokuð en það gildir um fjölmörg íþróttahús í sveitarfélögunum sem verkfallið nær til. Til dæmis Ásgarður í Garðabæ þar sem íþróttaæfingar liggja fyrir vikið niðri. Gatna- og stígaframkvæmdir á Akureyri frestast að því er fram kemur á heimasíðu Akureyrar. Freyja segir verkfallsaðgerðir ná til 69 leikskóla og til viðbótar ungbarnadeilda nokkurra leikskóla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru dæmi um að foreldrar tvíbura í leikskólum með skerta starfsemi þurfi að mæta með annað barnið fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Sem fyrr segir hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni og því fullkomlega óljóst hvenær verkfalli lýkur.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00 Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með degi hverjum Formaður BSRB segir reiði meðal félagsfólks stigmagnast með hverjum deginum. Ekki standi til að þyggja samning sem Samband íslenskra sveitarfélaga býður sem hljóðar upp á 50 til 60 þúsund hækkun lægstu launa. 5. júní 2023 12:00
Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5. júní 2023 10:26