„Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“ Stefán Árni Pálsson og Aron Guðmundsson skrifa 4. júní 2023 19:00 Freyr Alexanderson hefur gert magnaða hluti hjá Lyngby Vísir/Getty Freyr Alexandersson þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, sem í gær vann kraftaverk sem tekið var eftir í Danmörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir afrek gærdagsins vera það stærsta á sínum þjálfaraferli. Hann hafði ávallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ómögulegt. „Mér líður rosalega vel í dag, nú er þetta búið að renna upp fyrir mér,“ segir Freyr í viðtali við Stöð 2. „Ég var rosalega ruglaður í gær og átti erfitt með að meðtaka þetta á vellinum eftir leik. Það rann eiginlega ekki upp fyrir mér fyrr en seint í nótt þegar ég var kominn heim og í morgun sem þetta rann almennilega upp fyrir mér. Mér líður alveg ótrúlega vel.“ Lyngby hefur þurft að kynnast botnsætinu í dönsku úrvalsdeildinni allt of vel og þegar að staðan var sem verst var liðið sextán stigum frá öruggu sæti í deildinni. Höfðu fáir trú á þessu „Þetta var seint í vetur en einhverra hluta vegna hafði ég alltaf trú á þessu en þurfti að sama skapi að leggja á mig mikla vinnu bara til að halda trúnni.“ „Ég hélt mér við staðreyndir og hafði tæra sýn á stefnu okkar, hvernig við vildum gera þetta en það voru fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu á svörtustu tímunum. Nú hafa þeir einstaklingar, til að mynda stjórnarmenn mínir, opnað sig um það.“ Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik gærdagsinsVísir/Getty En hvernig útskýrirðu það að þið hafið náð að bjarga ykkur frá falli að lokum? „Ég á svolítið erfitt með það að vera einhver snillingur í þessu og benda nákvæmlega á það hvað það var. En ef ég tala fyrst um staðreyndirnar þá skoðaði ég alla undirliggjandi þætti leiksins eftir fyrri hluta tímabilsins hjá þessum liðum sem enduðu síðan á því að falla. Hjá þessum liðum, sérstaklega Horsens, stefndi ekkert í þeirra leik í það að þeir myndu ná í jafnmörg stig á seinni hluta tímabilsins líkt og þau gerðu fyrir jól. Á sama tíma spiluðum við miklu betur en við fengum stig fyrir. Ég hafði því ákveðnar staðreyndir á bak við mig að ef við myndum halda áfram að gera hitt og þetta sem var gott í okkar leik þá á einhverjum tímapunkti hljóta þeir að hætta að verða heppnir og við að verða eitthvað heppnir. Þetta jafnast alltaf út á endanum.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Vildi losa um neikvæða orku Þá losaði Freyr sig við leikmenn sem honum fannst ekki hafa trú á verkefninu. „Leikmenn sem voru farnir að hugsa um sjálfan sig. Ekki næstum því allir af þeim leikmönnum sem fóru voru þó með þannig þankagang. Sumir voru hreinlega bara seldir af því að við fengum góðan pening fyrir þá. En það voru jú nokkrir leikmenn sem ég lét hreinlega fara til þess að losa um neikvæða orku og fá góða orku inn í hópinn í staðinn.“ Og það er alveg ljóst í huga Freys hvar þetta afrek stendur á hans þjálfaraferli til þessa. „Þetta er mitt stærsta afrek sem þjálfari, á því liggur enginn vafi. Þetta er mjög stórt og ég er mjög stoltur af mér sjálfum, starfsliðinu mínu sem og leikmönnum. Þetta hefur verið ævintýri líkast.“ Alfreð Finnbogason hefur verið á mála hjá Lyngby á yfirstandandi tímabili Íslendingarnir alvöru karakterar Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá Lyngby. Þeir Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson. „Allir þessir þrír leikmenn eru með ákveðið hugarfar sem ég horfði mjög sterkt í þegar að ég tók þá. Hugarfar þeirra hefur smitast út í leikmannahópinn. Þeir eru leiðtogar á sinn eigin hátt, eru mjög vinnusamir og það síðan fyrir utan hæfileikana sem þeir búa yfir inn á vellinum. Þetta eru alvöru karakterar og það hefur klárlega smitað út frá sér í leikmannahópinn.“ Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
„Mér líður rosalega vel í dag, nú er þetta búið að renna upp fyrir mér,“ segir Freyr í viðtali við Stöð 2. „Ég var rosalega ruglaður í gær og átti erfitt með að meðtaka þetta á vellinum eftir leik. Það rann eiginlega ekki upp fyrir mér fyrr en seint í nótt þegar ég var kominn heim og í morgun sem þetta rann almennilega upp fyrir mér. Mér líður alveg ótrúlega vel.“ Lyngby hefur þurft að kynnast botnsætinu í dönsku úrvalsdeildinni allt of vel og þegar að staðan var sem verst var liðið sextán stigum frá öruggu sæti í deildinni. Höfðu fáir trú á þessu „Þetta var seint í vetur en einhverra hluta vegna hafði ég alltaf trú á þessu en þurfti að sama skapi að leggja á mig mikla vinnu bara til að halda trúnni.“ „Ég hélt mér við staðreyndir og hafði tæra sýn á stefnu okkar, hvernig við vildum gera þetta en það voru fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu á svörtustu tímunum. Nú hafa þeir einstaklingar, til að mynda stjórnarmenn mínir, opnað sig um það.“ Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik gærdagsinsVísir/Getty En hvernig útskýrirðu það að þið hafið náð að bjarga ykkur frá falli að lokum? „Ég á svolítið erfitt með það að vera einhver snillingur í þessu og benda nákvæmlega á það hvað það var. En ef ég tala fyrst um staðreyndirnar þá skoðaði ég alla undirliggjandi þætti leiksins eftir fyrri hluta tímabilsins hjá þessum liðum sem enduðu síðan á því að falla. Hjá þessum liðum, sérstaklega Horsens, stefndi ekkert í þeirra leik í það að þeir myndu ná í jafnmörg stig á seinni hluta tímabilsins líkt og þau gerðu fyrir jól. Á sama tíma spiluðum við miklu betur en við fengum stig fyrir. Ég hafði því ákveðnar staðreyndir á bak við mig að ef við myndum halda áfram að gera hitt og þetta sem var gott í okkar leik þá á einhverjum tímapunkti hljóta þeir að hætta að verða heppnir og við að verða eitthvað heppnir. Þetta jafnast alltaf út á endanum.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Vildi losa um neikvæða orku Þá losaði Freyr sig við leikmenn sem honum fannst ekki hafa trú á verkefninu. „Leikmenn sem voru farnir að hugsa um sjálfan sig. Ekki næstum því allir af þeim leikmönnum sem fóru voru þó með þannig þankagang. Sumir voru hreinlega bara seldir af því að við fengum góðan pening fyrir þá. En það voru jú nokkrir leikmenn sem ég lét hreinlega fara til þess að losa um neikvæða orku og fá góða orku inn í hópinn í staðinn.“ Og það er alveg ljóst í huga Freys hvar þetta afrek stendur á hans þjálfaraferli til þessa. „Þetta er mitt stærsta afrek sem þjálfari, á því liggur enginn vafi. Þetta er mjög stórt og ég er mjög stoltur af mér sjálfum, starfsliðinu mínu sem og leikmönnum. Þetta hefur verið ævintýri líkast.“ Alfreð Finnbogason hefur verið á mála hjá Lyngby á yfirstandandi tímabili Íslendingarnir alvöru karakterar Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá Lyngby. Þeir Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson. „Allir þessir þrír leikmenn eru með ákveðið hugarfar sem ég horfði mjög sterkt í þegar að ég tók þá. Hugarfar þeirra hefur smitast út í leikmannahópinn. Þeir eru leiðtogar á sinn eigin hátt, eru mjög vinnusamir og það síðan fyrir utan hæfileikana sem þeir búa yfir inn á vellinum. Þetta eru alvöru karakterar og það hefur klárlega smitað út frá sér í leikmannahópinn.“
Danski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira