Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2023 14:37 Elva segir rekstur Plié listdansskólans ekki ganga upp án stuðnings hins opinbera. Plié/Getty Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. Elva segir rekstrarformið á listdansskólum á Íslandi gríðarlega krefjandi. Til dansiðkunar þurfi stórt rými og þá sé leigan orðin há. Án styrkja frá ríki eða sveitarfélagi sé reksturinn erfiður. „Það eru allir listdansskólar á landinu að ströggla,“ segir hún. Í Facebook færslu Plié listansskólans sem birtist í gær kemur fram að skólahaldið gangi ekki upp meðan skólinn njóti ekki stuðnings hins opinbera. „Af því að við erum að kenna listgrein fáum við enga styrki frá hvorki ríki né sveitarfélagi,“ segir Elva. Hún segir það hafa verið flott skref þegar ríkið fór að styrkja tónlistarskólana. Þá segist hún vona að umræðan nái til stjórnvalda svo að eitthvað verði gert til þess að létta undir með listdansskólum. „Við megum ekki segja upp leigusamningnum okkar, komumst ekki út fyrr en 2025 og þar af leiðandi er í raun ekkert annað hægt að gera en að skila inn félaginu, verða gjaldþrota.“ Elva segir 600-1000 iðkendur stunda listdansnám við skólann ár hvert. „Þetta eru allt krakkar sem eru hræddir um að skólinn þeirra verði ekki til eftir sumarfrí,“ segir hún. „Útlitið er hræðilegt.“ Aðspurð segir hún að framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega vera í hættu. „Við vonum að við getum byrjað upp á nýtt á öðrum stað en það er náttúrlega krefjandi og kostar mikið,“ segir hún. Ballett Dans Íþróttir barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. 10. apríl 2023 11:30 Viðræður um framhald listdanskennslu Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður. 29. nóvember 2005 08:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Elva segir rekstrarformið á listdansskólum á Íslandi gríðarlega krefjandi. Til dansiðkunar þurfi stórt rými og þá sé leigan orðin há. Án styrkja frá ríki eða sveitarfélagi sé reksturinn erfiður. „Það eru allir listdansskólar á landinu að ströggla,“ segir hún. Í Facebook færslu Plié listansskólans sem birtist í gær kemur fram að skólahaldið gangi ekki upp meðan skólinn njóti ekki stuðnings hins opinbera. „Af því að við erum að kenna listgrein fáum við enga styrki frá hvorki ríki né sveitarfélagi,“ segir Elva. Hún segir það hafa verið flott skref þegar ríkið fór að styrkja tónlistarskólana. Þá segist hún vona að umræðan nái til stjórnvalda svo að eitthvað verði gert til þess að létta undir með listdansskólum. „Við megum ekki segja upp leigusamningnum okkar, komumst ekki út fyrr en 2025 og þar af leiðandi er í raun ekkert annað hægt að gera en að skila inn félaginu, verða gjaldþrota.“ Elva segir 600-1000 iðkendur stunda listdansnám við skólann ár hvert. „Þetta eru allt krakkar sem eru hræddir um að skólinn þeirra verði ekki til eftir sumarfrí,“ segir hún. „Útlitið er hræðilegt.“ Aðspurð segir hún að framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega vera í hættu. „Við vonum að við getum byrjað upp á nýtt á öðrum stað en það er náttúrlega krefjandi og kostar mikið,“ segir hún.
Ballett Dans Íþróttir barna Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. 10. apríl 2023 11:30 Viðræður um framhald listdanskennslu Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður. 29. nóvember 2005 08:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. 10. apríl 2023 11:30
Viðræður um framhald listdanskennslu Viðræður standa nú yfir á milli menntamálaráðuneytisins og aðila um framhald á listdanskennslu í landinu. Ekki fæst upp gefið hver sá aðili er en ljóst er að fagið verður áfram kennt þrátt fyrir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður. 29. nóvember 2005 08:00