Maður verður reiður Arinbjörn Sigurgeirsson skrifar 3. júní 2023 15:00 Ísland hefur marga kosti, meðal annars fallega náttúru og gott fólk. Ókostir Íslands eru meðal annars óstöðugt veður, hátt verðlag, lausung og jafnvel spilling í stjórnarháttum og hagstjórn, með áberandi virðingarleysi gagnvart hinum almenna borgara og fjárhagslegu sjálfstæði hans. Nýjasta alvarlega dæmið er stýrivaxtaokrið samkvæmt peningastefnunefnd Seðlabankans og þar með háir útlánavextir bankanna – sem eru mörgum lántökum mjög erfiðir núna. Möguleikar í stöðunni – hvernig má minnka peningamagn í umferð og draga úr verðbólgu? Hvaða betri leiðir en ofurháir stýrivextir eru í stöðunni? Skyldusparnaður, þrepaskiptur, á alla landsmenn. Sparnaðurinn renni inn á bundna reikninga í eigu hvers greiðanda, reikninga sem geta verið verðtryggðir eða eins og hver vill. Bundnir, þar til verðbólga hefur gengið niður, þá losaðir í áföngum, ásamt vöxtum og verðbótum, til dæmis í sama takti og yfir sama tíma og sparnaðarféð rann inn á reikningana, til að vekja ekki verðbólguna aftur. Kostir skyldusparnaðar eru að hann leggst á alla, en ekki bara þá sem skulda – þannig að virknin verður mun víðtækari og meiri til að minnka peningamagnið í umferð, án þess að vera jafn hár og aukavextirnir eru núna. Ég tel þetta besta kostinn, hann tæki til allra, og betri en verðbólguskattar, því hver einstaklingur, ætti þessa fjármuni sem lagðir væru til hliðar, en ekki ríkið eða nú bankarnir, eins og úrelta stýrivaxtaðferðin í dag innifelur. Það er grundvallarmunur og gerir þessa aðferð bæði nútímalega og aðlaðandi.Háttvirtur fjármálaráðherra hefur sagt þetta skoðunar virði. En svo hefur ekki heyrst neitt meira. Bindiskylda á fé bankanna, festa meira í Seðlabankanum - dregur úr peningamagni í umferð. Sérstakur þrepaskiptur verðbólguskattur, í ríkissjóð – auka tímabundinn tekju- og fjármagnstekjuskattur. Hann nýtist þá til niðurgreiðslu skulda ríkisins og mögulega til eflingar samneyslunnar, svo sem heilbrigðiskerfis, vegakerfis, löggæslu og fleira. Virkar svipað og skyldusparnaðurinn, nema peningar fara frá greiðanda og til ríkisins, í staðinn fyrir að sparnaðurinn væri áfram eign greiðandans.Ríkum einstaklingum finnst ábyggilega óréttlátt að fá á sig skyldusparnað, eða sérstaka verðbólguskatta. En hvaða réttlæti eða jöfnuður er nú, þegar bara hluti landsmanna er ,,mjólkaður“ með háum stýrivöxtum og bankavöxtum af íbúðarlánum, til að ná niður verðbólgu, fyrir alla? En skuldlausir sleppa? Húsaleiguþak. Horfa má til dæmis til Danmerkur, um fyrirkomulag húsaleigumála, þroskað kerfi. Öflugt og gegnsætt verðlagseftirlit, þrýstingur á alla um að lækka eða hækka ekki verð og gjöld. Verðlagshömlur - hömlur á verðhækkanir á vörum og þjónustu á einka- og opinberum markaði. Þess utan er ítrekað búið að lofa eða gefa vilyrði um mikilvægar breytingar, fyrir bæði kosningar og kjarasamninga. Fella húsnæði úr út vísitölu neysluverðs. Sem hefði leitt til mun minni opinberrar verðbólgu og þar með mun minni hækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána. Og mun minni hækkunar stýrivaxtanna svakalegu. Þetta loforð er enn ekki búið að efna. Hvers vegna? Hverra og hvaða hagsmunir geta nú staðið í vegi fyrir því, fjármálaráðherra og forsætisráðherra? Verðtrygging lána - ítrekað búið að ræða og gefa vilyrði fyrir að takmarka, stytta eða banna verðtryggð lán algerlega. Það er ekki enn búið. Bann við verðtryggingu lána verður til mikillar einföldunar á lánamarkaði og mun skapa mun meiri þrýsting á lægri vexti lána almennt, mun spara fólki mikið, því þrátt fyrir fagurgala margra hagsmunagæsluaðila um svo lága greiðslubyrði, eru þetta mun dýrari lán á heildina litið, flókin og ógeðsleg lán sem margir skilja illa eða ekki hvernig virka í raun. Fyrir fólk með verðtryggð lán, í langvarandi verðbólgu, er framtíðarstaðan skelfileg, fjárhæð lánanna lengst af hækkandi, áþekkt og mjög löng snara, lítil eignamyndun og erfitt að losna frá. Til að fyrirbyggja misskilning upplýsist að ég á ekki persónulegra hagsmuna að gæta, skuldlaus síðustu ár eftir minnkun fasteigna og fleira, hvílíkur léttir. Leiðinlegt er samt fyrir mig, almennt jákvæða manninn, að sökkva mér ofan í svona neikvæð viðfangsefni, í sólinni og góða veðrinu á Spáni. En ég get ekki staðist að láta í mér heyra, reyna að hafa áhrif, því skyldmenni, vinir og tugþúsundir Íslendinga eru með skuldir og vexti og ég vil því reyna að bæta okkar íslenska samfélag. Staðan Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti 13 sinnum! Án sýnilegs árangurs! Við höfum reglur um jafnræðissjónarmið – að allir séu jafnir fyrir lögunum – en núverandi aðgerðir lenda bara á hluta fólks, bara þeim sem skulda, lítið jafnræði í því. Til aðeins ólíks samanburðar hefur Pútín, hinn óvinsæli forseti Rússlands, lagst í víking inn í Úkraínu, án augljósra eða auðskiljanlegra markmiða, rústað eignum og fólki – stríðs-hryðjuverk. Seðlabankinn hamast með stýrivaxtavopnið, markmiðið að draga úr verðbólgu – enginn sýnilegur árangur en sama aðferðin samt reynd 13 sinnum – sumir telja þetta áráttuhegðun og jafnist á við geðveiki. Það má jafna þessari ýktu aðgerð við ,,fjárhagsleg hryðjuverk“ gagnvart íslenskum fasteignaeigendum sem skulda íbúðalán. Fasteignirnar sem slíkar eru ekki eyðilagðar, andstætt við Úkraínu – en margar fasteignir á Íslandi munu að óbreyttu renna frá eigendum og til banka og því tapast eigendum, eins og í Úkraínu. Dæmi: Fyrir tæplega tveimur árum keypti einstaklingur íbúðarfasteign, með góðri útborgun og óverðtryggðu 44 m.kr. láni með breytilegum vöxtum. Greiðslubyrði um 180.000 krónur á mánuði. Svo hófst dansinn, verðhækkanir og verðbólga í þjóðfélaginu, og Seðlabankinn brást við með hefðbundnu en að sumu leyti úreltu vopni í breyttum heimi. 13 stýrivaxtahækkanir, með markmið um að minnka verðbólgu, án sjáanlegs árangurs, nema verðlag ýmist stendur í stað eða hækkar bara. Nú er greiðslubyrðin um 340.000 krónur og verður líklega tvöföld, eða meira, þegar fram eru komin áhrif nýjustu 1,25% stýrivaxtahækkunarinnar sem verður samtals 1,5% hjá Landsbankanum. Sem sagt um 100% hækkun greiðslubyrði, frá 180.000 í 360.000 krónur á innan við tveimur árum – verður kannski enn meira, miðað við ,,hótanir“ Seðlabankastjóra, um ,,tveggja stafa tölu stýrivaxta“. Hvernig á þessi einstaklingur að geta staðið undir þessu – og haldið andlegri og líkamlegri heilsu? Eða allir hinir, venjulegir íslenskir einstaklingar og fjölskyldur með börn. Þetta er algjörlega galið. En getur hann þá ekki bara selt eignina? Það er ekki hlaupið að því. Breytt fyrirmæli Seðlabankans um lægra veðsetningarhlutfall og miklu hærri vaxta- og greiðslubyrði af lánum, vegna verðbólgustýrivaxtanna, gera að verkum að fæstir geta fengið greiðslumat til að kaupa fasteignir sem henta þeim. Þannig að um leið og eigendum er gert erfitt og ómögulegt að standa í skilum með skuldir sínar, geta þeir ekki selt, því fæstir geta keypt. Því má segja að eigendur séu í sjálfheldu, komist hvorki aftur á bak né áfram, og fasteignir þeirra séu því á ,,færibandinu“ sem liggur í áttina inn í bankana – eignirnar færist stig af stigi, hægt en ákveðið, í áttina að bönkunum. Kunnugleg saga, endurtekin? Bankarnir geta þá síðar selt vildarvinum eignirnar. – Hagnaður rennur til bankanna og eigenda þeirra – sem ætla má að sé í boði fjármálaráðherra – sem ekki fæst til að samþykkja breytingar á lögum um lán – svo sem að fella húsnæðislið út úr neysluverðsvísitölu, sem notuð er til verðtryggingar lána, né að banna verðtryggingu lána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Eða gera Seðlabankanum mögulegt að nota aðrar aðferðir en stýrivexti í baráttu bankans við vindmyllur, nei, ég meina við verðbólguna ógurlegu. Til dæmis þrepaskiptan skyldusparnað. Og forsætisráðherra, verkstjóri ráðherranna, bregst ekki heldur við. Í stjórnarskrá segir meðal annars: Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. En kannski telst áhætta um að fjöldinn tapi íbúðarhúsnæði sínu ekki mikilvæg, í augum þingmanna, ráðherra, Seðlabankastjóra eða annarra slíkra á ofurlaunum, sem fá launahækkanir á silfurfati – jafnvel þótt þau fylgi ekki alveg vísitölu? Grunur læðist að fólki um að markmiðið sumra ráðamanna, meðvitað eða af gáleysi, sé að svipta fólk fjármunum og fasteignum sínum. – Ná að láta fyrst sem mest af peningum fólksins renna til banka og eigenda þeirra, í formi óumsamdra ofurvaxta? Og svo að svipta sem flesta fasteignum sínum – færa þær bönkunum sísvöngu og græðgisvæddu, og þaðan á silfurfati til vildarvina stjórnenda og annarra nafn- og andlitslausra aðila? Þetta eru alvarleg orð – en hvernig er annars hægt að líta á þetta, þegar horft er á stefnu- og aðgerðaleysi stjórnarþingmanna, ráðherra og ríkisstjórnar, sem benda bara á Seðlabankann. Þeir sem stóðu fjárhagslega uppréttir í upphafi og hafa síðan fengið fjárhagslegt högg eftir högg og liggja nú – hættið að sparka í þá. Hættið að nota þessar úreltu aðferðir, að reyna að ná verðbólgu niður eingöngu með hærri vöxtum á þá sem skulda og hafa hvort sem er ekki efni á öðru en að borga, en aðrir betur efnum búnir og skuldlausir geta áhyggjulaust leikið sér að vild. Beitið þess í stað öðrum, vægari og almennari aðgerðum, sem beinast jafnar að öllum og eru við hæfi hvers og eins efnamanns. Allt eru þetta mannanna verk (eins og líka gömlu húsin á eyðibýlunum sem við sjáum svo fallega í sjónvarpinu) – og enginn í áhrifastöðum virðist vera að gera neitt sem máli skiptir til að breyta samfélaginu til góðs. Maður verður reiður. Heyrst hafa og upp í hugann koma orðin Landsdómur, útlegð - eins og á fyrri öldum, loforð stjórnvalda fyrir kosningar og kjarasamninga og svikin loforð, sérhagsmunagæsla í stað almannahagsmuna, rannsóknarblaðamennska – Kveikur, siðblinda og raunveruleikafirring ráðamanna. Hvaða og hverra hagsmuni eru ráðherrar að vernda? Hvers vegna ganga málin svona fyrir sig? – Annað ,,hrun“ á þessari öld, gagnvart fólkinu. Og fjölmargir búnir að vara stjórnvöld við. Svo gæti virst að núverandi fjármálaráðherra virðist vera leyft að gæta fyrst og fremst hagsmuna ættingja, vina og annarra hagsmunaaðila, ríkra og voldugra, og það sé þá í skjóli forsætisráðherra, sem láti þetta þá átölulaust, en almenningur megi á meðan ,,éta það sem úti frýs“. Í samtölum virðast flestallir vantreysta heilindum sumra ráðherra, með þeim rökstuðningi að þeir séu ekki að hugsa um hagsmuni fjöldans, bara fárra. Traustið í þjóðfélaginu er víða laskað eða horfið, því miður. Margt fólk treystir ekki bönkum, ekki Alþingi, ekki ráðherrum, ríkisstjórn eða Seðlabanka. Mál gegn fyrrum forsætisráðherra var rekið og dæmt í Landsdómi eftir hrunið. Í dóminum kemur fram að halda eigi ráðherrafundi, þar sem einstakir ráðherrar og ríkisstjórn í heild fer yfir mikilvæg mál og mótar og fylgir eftir stefnu sem meðal annars Seðlabanki og aðrir eiga að framfylgja. Hvar er slík stefna í dag – hvers vegna eru ráðherrarnir áhrifa- og ábyrgðarlausir í þessu sambandi? Er kominn tími á að til dæmis forsætis- og fjármálráðherra verði ákærðir og Landsdómur kallaður saman – til að taka fyrir ákærur um það sem virðist í fjarlægð vera algert stefnu- og aðgerðaleysi í þágu fjárhagslegra hagsmuna almennings í landinu? Velta má fyrir sér með Alþingi, ríkisstjórn, dómstóla – og önnur stærri og minni kerfi og stofnanir ríkis og sveitarfélaga. Til hvers eru þessar einingar í samfélaginu? Hvert er hlutverkið? Að gæta kerfisins og sérhagsmunaaðila? Eða kannski að gæta hagsmuna almennings?Ríkið og kerfi þess er fyrir fólkið í landinu, þannig er það alveg frá upphafi, þegar fólk kom sér saman um að kjósa sér fulltrúa til að fara með sín sameiginlegu mál – fólkið er EKKI fyrir þessi kerfi. Og í leiðinni má þá koma inn á græðgi, þó hún sé ekki beint viðfangsefni greinarinnar – að sumt fólk dragi að sér og sölsi undir sig meira en það fólk getur nokkru sinni notað á æviskeiði sínu – á kostnað þeirra sem hvorki fá eða hafa nóg til að lifa og njóta sómasamlegs lífs. Hvers vegna er þessi mikla og víðtæka græðgisvæðing og misskipting á Íslandi? 14 milljarðar ganga á milli kynslóða innan sömu fjölskyldu – aðrir einstaklingar eiga ekki í sig og á – hvar er jafnræðið – hver gætir hagsmuna hverra? Íslendingar eru þungir til að rísa upp og mótmæla, þannig að það hafi áhrif. Einn viðmælandi sagði nýlega að honum kæmi ekki á óvart, þótt einhver úr hópi almennings tæki sig til einhvern daginn, færi út og legði að velli einhvern af þeim fulltrúum sem eiga að vera að vera að sinna málum fyrir fólkið, en gera það ekki svo séð verði. Einhver illa svikinn í hópi almennings muni springa. Þá fyrst, verði kannski brugðist við – og stjórnmálafólk og stjórnendur stofnana fari að taka á vandamálunum og vinna vinnuna sína. Ætli Seðlabankastjóri og ráðherrar þurfi að fara að fá lífverði? Nema blaðinu verði snúið við og málin leyst út frá hagsmunum almennings en ekki bara bankanna og þeirra ríku? Í Frakklandi, Ísrael og víðar mótmælir almenningur iðulega þannig að eftir er tekið. Ég tel að íslenska leiðin til ,,byltingar“ þyrfti að vera í gegnum stéttarfélögin og samtök þeirra, auk hagsmunasamtaka heimila, leigjenda, neytenda og sjálfsagt fleiri – og allir þessir aðilar fá mína hvatningu. Stéttarfélögin og samstarfsaðilar, helst í sem mestri sameiningu, myndu lista upp þær breytingar og aðgerðir sem horfa til almannaheilla, byrja til dæmis á því sem búið er að gefa vilyrði um og lofa – og svíkja – jafnvel ítrekað – leggja þær kröfur formlega fram og krefjast efnda hverrar þeirrar fyrir tiltekinn dag. Og ef loforðin yrðu ekki efnd – að skipuleggja þá verkföll – skæruverkföll eða allsherjarverkföll, til dæmis fyrsta virkan dag í mánuði og svo framvegis, þar til staðið yrði við hlutina og einstakir þættir í þjóðfélaginu færðust til betri vegar, öllum almenningi og samfélaginu í heild til heilla. Nóg er að geta ekki stýrt stundum óblíðu veðrinu – en úrelt mannanna verk eiga ekki að þurfa að þvælast fyrir, þegar allir með almannahagsmuni í huga sjá að þar eru bara nauðsynleg verk að vinna. Þetta gæti til dæmis verið í formi ,,borgaralegrar óhlýðni“ – kannski hægagangs í vinnu eða taka mið af kvennafrídeginum árangursríka á sínum tíma, þegar konur lögðu niður vinnu, fjölmenntu á baráttufund og gerðu sig sýnilegar. Þessi aðferð hentar Íslendingum. Í stjórnarskránni og öðrum grunnreglum þjóðfélagsins eru reglur um að engan megi svipta eignum sínum, nema fullt verð komi fyrir. Og fjöldinn hefur nú orðið fyrir algerum forsendubresti. Fólk samdi um lánaskilmála og greiðsluáætlanir, en svo er komið algerlega aftan að fólkinu, með lánakjör sem það samdi aldrei um og fengi líklega alls ekki greiðslumat fyrir í dag. Fólk gat ekki reiknað með svona hamförum – eða fjárhagslegum hryðjuverkum Og fólkið er í innikróaðri stöðu, í sjálfheldu, getur ekki selt, því kaupendur fá ekki greiðslumat og geta ekki veðsett eignina nægilega. Fólk er þannig fast með eignirnar og ræður ekki til lengdar við greiðslubyrðina – peningar og fasteignir stefna til bankanna, enn eina ferðina. Reglur eru um að ekki megi almennt leggja á skatta afturvirkt – hvers vegna má þá koma svona aftan að fólki með gjörbreytt lánskjör? Hliðaráhrif – mögulega Vilja ráðamenn landsins endilega fá upp landflótta? – Að ungt og eldra fólks fari bara? – Þegar fólk sér ekki framtíð í þessum aðstæðum – ófögur framtíðarsýn. Leiti þangað sem húsnæðislán eru viðráðanleg? Lág og fyrirsjáanleg greiðslubyrði. Eða að fyrirtækin flytji sig úr landi? Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað mikið. Auðvelt er að sjá fyrir sér líkleg tengsl – að þegar fjölskyldur eru í þröngri fjárhagslegri stöðu verði kveikiþráðurinn styttri. Meiri fíkniefnanotkun? Mögulega fleiri sjálfsmorð? Þegar fólk sér illa til sólar – sér takmarkaða birtu fram undan? Til staðar eru stefna og áætlanir um byggingu 35.000 íbúða á nokkrum árum, til að skaffa fólki íbúðir og freista þess að lækka verð fasteigna. En hvað – þessar einhæfu aðgerðir Seðlabankans, svona háir vextir af íbúðalánum og lækkað hámarks-veðsetningarhlutfall, gera að verkum að sárafáir fá samþykkt greiðslumat – þannig að almennt getur fólk ekki keypt íbúðir – og þá geta verktakar ekki byggt íbúðirnar. Þannig að metnaðarfull uppbyggingaráætlunin er í uppnámi. Og hvenær á þá að byggja margar íbúðir, til að svara eftirspurn? Og um leið til að svara eftirspurn eftir leiguíbúðum, sem fyrir liggur að er margföld miðað við framboð. – Dæmi um 300 fjölskyldur sem leita eftir lausri íbúð og bara ein fær. Hvílík endaleysa og vitleysa er þetta allt? Og meira og minna allt í boði stjórnarmeirihlutans á Alþingi og ríkisstjórnarinnar, sem getur ekki markað og framfylgt stefnu um aðgerðir til að leiðrétta hlutina – og skaffa Seðlabankanum til dæmis heimild til að nota skyldusparnaðarverkfærið í stað háu stýrivaxtanna. Ekki þarf eða má takmarka fasteignaviðskipti svona, enda eru þau nauðsynleg í opnu og heilbrigðu samfélagi. Fella bara fasteignir út úr vísitölu neysluverðs, enda eru fasteignir ekki neysla, heldur fjárfesting til lífstíðar. Fasteignir eru ekki í sama flokki og mjólk, grænmeti og kjöt – sem er dagleg NEYSLUvara. Nú geta nánast bara þeir ríku keypt fasteignir, þeir sem ekki þurfa greiðslumat eða lán, – fáar eignir á hærra verði – það hækkar neysluvísitöluna upp – og verðtryggðu lánin hækka. Óþarfi og bull. Verðbólga getur lækkað, án hárra stýrivaxta, samkvæmt reynslu annarra þjóðfélaga og seðlabankastjóra þeirra. Hún getur gengið yfir, því það eru alltaf sveiflur í bæði náttúrunni (dæmi rjúpnastofninum) og í mannanna kerfum og skipulagi, þar með talið gengi og verðlagi. Þessir ofurstýrivextir og vextir bankanna á grunni þeirra, hafa nefnilega líka áhrif á fyrirtæki og verðlagningu þeirra á vörum og þjónustu – hærri stýrivextir geta sem sagt verið verðbólguhvetjandi – á sama hátt og læknislyf er gott í hóflegum skömmtum, en getur með ofskömmtun farið að vinna gegn heilsu sjúklingsins og jafnvel orðið lífshættulegt. Alþingi, ráðherrar, ríkisstjórn og Seðlabanki. Takið bara saman höndum samkvæmt lögsögu ykkar, um leiðir og lausnir sem virka, eru sem skaðlausastar og mismuna ekki þeim sem misjafnt standa. En annars, stéttarfélög og aðrir – skýrar kröfur um umbætur og síðan, ef og þegar þarf, borgaraleg óhlýðni – skæruverkföll og annar þrýstingur til að ná fram sanngjörnum, réttmætum og nauðsynlegum breytingum í samfélaginu. Höfundur er prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Seðlabankinn Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ísland hefur marga kosti, meðal annars fallega náttúru og gott fólk. Ókostir Íslands eru meðal annars óstöðugt veður, hátt verðlag, lausung og jafnvel spilling í stjórnarháttum og hagstjórn, með áberandi virðingarleysi gagnvart hinum almenna borgara og fjárhagslegu sjálfstæði hans. Nýjasta alvarlega dæmið er stýrivaxtaokrið samkvæmt peningastefnunefnd Seðlabankans og þar með háir útlánavextir bankanna – sem eru mörgum lántökum mjög erfiðir núna. Möguleikar í stöðunni – hvernig má minnka peningamagn í umferð og draga úr verðbólgu? Hvaða betri leiðir en ofurháir stýrivextir eru í stöðunni? Skyldusparnaður, þrepaskiptur, á alla landsmenn. Sparnaðurinn renni inn á bundna reikninga í eigu hvers greiðanda, reikninga sem geta verið verðtryggðir eða eins og hver vill. Bundnir, þar til verðbólga hefur gengið niður, þá losaðir í áföngum, ásamt vöxtum og verðbótum, til dæmis í sama takti og yfir sama tíma og sparnaðarféð rann inn á reikningana, til að vekja ekki verðbólguna aftur. Kostir skyldusparnaðar eru að hann leggst á alla, en ekki bara þá sem skulda – þannig að virknin verður mun víðtækari og meiri til að minnka peningamagnið í umferð, án þess að vera jafn hár og aukavextirnir eru núna. Ég tel þetta besta kostinn, hann tæki til allra, og betri en verðbólguskattar, því hver einstaklingur, ætti þessa fjármuni sem lagðir væru til hliðar, en ekki ríkið eða nú bankarnir, eins og úrelta stýrivaxtaðferðin í dag innifelur. Það er grundvallarmunur og gerir þessa aðferð bæði nútímalega og aðlaðandi.Háttvirtur fjármálaráðherra hefur sagt þetta skoðunar virði. En svo hefur ekki heyrst neitt meira. Bindiskylda á fé bankanna, festa meira í Seðlabankanum - dregur úr peningamagni í umferð. Sérstakur þrepaskiptur verðbólguskattur, í ríkissjóð – auka tímabundinn tekju- og fjármagnstekjuskattur. Hann nýtist þá til niðurgreiðslu skulda ríkisins og mögulega til eflingar samneyslunnar, svo sem heilbrigðiskerfis, vegakerfis, löggæslu og fleira. Virkar svipað og skyldusparnaðurinn, nema peningar fara frá greiðanda og til ríkisins, í staðinn fyrir að sparnaðurinn væri áfram eign greiðandans.Ríkum einstaklingum finnst ábyggilega óréttlátt að fá á sig skyldusparnað, eða sérstaka verðbólguskatta. En hvaða réttlæti eða jöfnuður er nú, þegar bara hluti landsmanna er ,,mjólkaður“ með háum stýrivöxtum og bankavöxtum af íbúðarlánum, til að ná niður verðbólgu, fyrir alla? En skuldlausir sleppa? Húsaleiguþak. Horfa má til dæmis til Danmerkur, um fyrirkomulag húsaleigumála, þroskað kerfi. Öflugt og gegnsætt verðlagseftirlit, þrýstingur á alla um að lækka eða hækka ekki verð og gjöld. Verðlagshömlur - hömlur á verðhækkanir á vörum og þjónustu á einka- og opinberum markaði. Þess utan er ítrekað búið að lofa eða gefa vilyrði um mikilvægar breytingar, fyrir bæði kosningar og kjarasamninga. Fella húsnæði úr út vísitölu neysluverðs. Sem hefði leitt til mun minni opinberrar verðbólgu og þar með mun minni hækkunar höfuðstóls verðtryggðra lána. Og mun minni hækkunar stýrivaxtanna svakalegu. Þetta loforð er enn ekki búið að efna. Hvers vegna? Hverra og hvaða hagsmunir geta nú staðið í vegi fyrir því, fjármálaráðherra og forsætisráðherra? Verðtrygging lána - ítrekað búið að ræða og gefa vilyrði fyrir að takmarka, stytta eða banna verðtryggð lán algerlega. Það er ekki enn búið. Bann við verðtryggingu lána verður til mikillar einföldunar á lánamarkaði og mun skapa mun meiri þrýsting á lægri vexti lána almennt, mun spara fólki mikið, því þrátt fyrir fagurgala margra hagsmunagæsluaðila um svo lága greiðslubyrði, eru þetta mun dýrari lán á heildina litið, flókin og ógeðsleg lán sem margir skilja illa eða ekki hvernig virka í raun. Fyrir fólk með verðtryggð lán, í langvarandi verðbólgu, er framtíðarstaðan skelfileg, fjárhæð lánanna lengst af hækkandi, áþekkt og mjög löng snara, lítil eignamyndun og erfitt að losna frá. Til að fyrirbyggja misskilning upplýsist að ég á ekki persónulegra hagsmuna að gæta, skuldlaus síðustu ár eftir minnkun fasteigna og fleira, hvílíkur léttir. Leiðinlegt er samt fyrir mig, almennt jákvæða manninn, að sökkva mér ofan í svona neikvæð viðfangsefni, í sólinni og góða veðrinu á Spáni. En ég get ekki staðist að láta í mér heyra, reyna að hafa áhrif, því skyldmenni, vinir og tugþúsundir Íslendinga eru með skuldir og vexti og ég vil því reyna að bæta okkar íslenska samfélag. Staðan Seðlabankinn hefur nú hækkað stýrivexti 13 sinnum! Án sýnilegs árangurs! Við höfum reglur um jafnræðissjónarmið – að allir séu jafnir fyrir lögunum – en núverandi aðgerðir lenda bara á hluta fólks, bara þeim sem skulda, lítið jafnræði í því. Til aðeins ólíks samanburðar hefur Pútín, hinn óvinsæli forseti Rússlands, lagst í víking inn í Úkraínu, án augljósra eða auðskiljanlegra markmiða, rústað eignum og fólki – stríðs-hryðjuverk. Seðlabankinn hamast með stýrivaxtavopnið, markmiðið að draga úr verðbólgu – enginn sýnilegur árangur en sama aðferðin samt reynd 13 sinnum – sumir telja þetta áráttuhegðun og jafnist á við geðveiki. Það má jafna þessari ýktu aðgerð við ,,fjárhagsleg hryðjuverk“ gagnvart íslenskum fasteignaeigendum sem skulda íbúðalán. Fasteignirnar sem slíkar eru ekki eyðilagðar, andstætt við Úkraínu – en margar fasteignir á Íslandi munu að óbreyttu renna frá eigendum og til banka og því tapast eigendum, eins og í Úkraínu. Dæmi: Fyrir tæplega tveimur árum keypti einstaklingur íbúðarfasteign, með góðri útborgun og óverðtryggðu 44 m.kr. láni með breytilegum vöxtum. Greiðslubyrði um 180.000 krónur á mánuði. Svo hófst dansinn, verðhækkanir og verðbólga í þjóðfélaginu, og Seðlabankinn brást við með hefðbundnu en að sumu leyti úreltu vopni í breyttum heimi. 13 stýrivaxtahækkanir, með markmið um að minnka verðbólgu, án sjáanlegs árangurs, nema verðlag ýmist stendur í stað eða hækkar bara. Nú er greiðslubyrðin um 340.000 krónur og verður líklega tvöföld, eða meira, þegar fram eru komin áhrif nýjustu 1,25% stýrivaxtahækkunarinnar sem verður samtals 1,5% hjá Landsbankanum. Sem sagt um 100% hækkun greiðslubyrði, frá 180.000 í 360.000 krónur á innan við tveimur árum – verður kannski enn meira, miðað við ,,hótanir“ Seðlabankastjóra, um ,,tveggja stafa tölu stýrivaxta“. Hvernig á þessi einstaklingur að geta staðið undir þessu – og haldið andlegri og líkamlegri heilsu? Eða allir hinir, venjulegir íslenskir einstaklingar og fjölskyldur með börn. Þetta er algjörlega galið. En getur hann þá ekki bara selt eignina? Það er ekki hlaupið að því. Breytt fyrirmæli Seðlabankans um lægra veðsetningarhlutfall og miklu hærri vaxta- og greiðslubyrði af lánum, vegna verðbólgustýrivaxtanna, gera að verkum að fæstir geta fengið greiðslumat til að kaupa fasteignir sem henta þeim. Þannig að um leið og eigendum er gert erfitt og ómögulegt að standa í skilum með skuldir sínar, geta þeir ekki selt, því fæstir geta keypt. Því má segja að eigendur séu í sjálfheldu, komist hvorki aftur á bak né áfram, og fasteignir þeirra séu því á ,,færibandinu“ sem liggur í áttina inn í bankana – eignirnar færist stig af stigi, hægt en ákveðið, í áttina að bönkunum. Kunnugleg saga, endurtekin? Bankarnir geta þá síðar selt vildarvinum eignirnar. – Hagnaður rennur til bankanna og eigenda þeirra – sem ætla má að sé í boði fjármálaráðherra – sem ekki fæst til að samþykkja breytingar á lögum um lán – svo sem að fella húsnæðislið út úr neysluverðsvísitölu, sem notuð er til verðtryggingar lána, né að banna verðtryggingu lána til einstaklinga og minni fyrirtækja. Eða gera Seðlabankanum mögulegt að nota aðrar aðferðir en stýrivexti í baráttu bankans við vindmyllur, nei, ég meina við verðbólguna ógurlegu. Til dæmis þrepaskiptan skyldusparnað. Og forsætisráðherra, verkstjóri ráðherranna, bregst ekki heldur við. Í stjórnarskrá segir meðal annars: Ráðherrafundi skal halda um nýmæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. En kannski telst áhætta um að fjöldinn tapi íbúðarhúsnæði sínu ekki mikilvæg, í augum þingmanna, ráðherra, Seðlabankastjóra eða annarra slíkra á ofurlaunum, sem fá launahækkanir á silfurfati – jafnvel þótt þau fylgi ekki alveg vísitölu? Grunur læðist að fólki um að markmiðið sumra ráðamanna, meðvitað eða af gáleysi, sé að svipta fólk fjármunum og fasteignum sínum. – Ná að láta fyrst sem mest af peningum fólksins renna til banka og eigenda þeirra, í formi óumsamdra ofurvaxta? Og svo að svipta sem flesta fasteignum sínum – færa þær bönkunum sísvöngu og græðgisvæddu, og þaðan á silfurfati til vildarvina stjórnenda og annarra nafn- og andlitslausra aðila? Þetta eru alvarleg orð – en hvernig er annars hægt að líta á þetta, þegar horft er á stefnu- og aðgerðaleysi stjórnarþingmanna, ráðherra og ríkisstjórnar, sem benda bara á Seðlabankann. Þeir sem stóðu fjárhagslega uppréttir í upphafi og hafa síðan fengið fjárhagslegt högg eftir högg og liggja nú – hættið að sparka í þá. Hættið að nota þessar úreltu aðferðir, að reyna að ná verðbólgu niður eingöngu með hærri vöxtum á þá sem skulda og hafa hvort sem er ekki efni á öðru en að borga, en aðrir betur efnum búnir og skuldlausir geta áhyggjulaust leikið sér að vild. Beitið þess í stað öðrum, vægari og almennari aðgerðum, sem beinast jafnar að öllum og eru við hæfi hvers og eins efnamanns. Allt eru þetta mannanna verk (eins og líka gömlu húsin á eyðibýlunum sem við sjáum svo fallega í sjónvarpinu) – og enginn í áhrifastöðum virðist vera að gera neitt sem máli skiptir til að breyta samfélaginu til góðs. Maður verður reiður. Heyrst hafa og upp í hugann koma orðin Landsdómur, útlegð - eins og á fyrri öldum, loforð stjórnvalda fyrir kosningar og kjarasamninga og svikin loforð, sérhagsmunagæsla í stað almannahagsmuna, rannsóknarblaðamennska – Kveikur, siðblinda og raunveruleikafirring ráðamanna. Hvaða og hverra hagsmuni eru ráðherrar að vernda? Hvers vegna ganga málin svona fyrir sig? – Annað ,,hrun“ á þessari öld, gagnvart fólkinu. Og fjölmargir búnir að vara stjórnvöld við. Svo gæti virst að núverandi fjármálaráðherra virðist vera leyft að gæta fyrst og fremst hagsmuna ættingja, vina og annarra hagsmunaaðila, ríkra og voldugra, og það sé þá í skjóli forsætisráðherra, sem láti þetta þá átölulaust, en almenningur megi á meðan ,,éta það sem úti frýs“. Í samtölum virðast flestallir vantreysta heilindum sumra ráðherra, með þeim rökstuðningi að þeir séu ekki að hugsa um hagsmuni fjöldans, bara fárra. Traustið í þjóðfélaginu er víða laskað eða horfið, því miður. Margt fólk treystir ekki bönkum, ekki Alþingi, ekki ráðherrum, ríkisstjórn eða Seðlabanka. Mál gegn fyrrum forsætisráðherra var rekið og dæmt í Landsdómi eftir hrunið. Í dóminum kemur fram að halda eigi ráðherrafundi, þar sem einstakir ráðherrar og ríkisstjórn í heild fer yfir mikilvæg mál og mótar og fylgir eftir stefnu sem meðal annars Seðlabanki og aðrir eiga að framfylgja. Hvar er slík stefna í dag – hvers vegna eru ráðherrarnir áhrifa- og ábyrgðarlausir í þessu sambandi? Er kominn tími á að til dæmis forsætis- og fjármálráðherra verði ákærðir og Landsdómur kallaður saman – til að taka fyrir ákærur um það sem virðist í fjarlægð vera algert stefnu- og aðgerðaleysi í þágu fjárhagslegra hagsmuna almennings í landinu? Velta má fyrir sér með Alþingi, ríkisstjórn, dómstóla – og önnur stærri og minni kerfi og stofnanir ríkis og sveitarfélaga. Til hvers eru þessar einingar í samfélaginu? Hvert er hlutverkið? Að gæta kerfisins og sérhagsmunaaðila? Eða kannski að gæta hagsmuna almennings?Ríkið og kerfi þess er fyrir fólkið í landinu, þannig er það alveg frá upphafi, þegar fólk kom sér saman um að kjósa sér fulltrúa til að fara með sín sameiginlegu mál – fólkið er EKKI fyrir þessi kerfi. Og í leiðinni má þá koma inn á græðgi, þó hún sé ekki beint viðfangsefni greinarinnar – að sumt fólk dragi að sér og sölsi undir sig meira en það fólk getur nokkru sinni notað á æviskeiði sínu – á kostnað þeirra sem hvorki fá eða hafa nóg til að lifa og njóta sómasamlegs lífs. Hvers vegna er þessi mikla og víðtæka græðgisvæðing og misskipting á Íslandi? 14 milljarðar ganga á milli kynslóða innan sömu fjölskyldu – aðrir einstaklingar eiga ekki í sig og á – hvar er jafnræðið – hver gætir hagsmuna hverra? Íslendingar eru þungir til að rísa upp og mótmæla, þannig að það hafi áhrif. Einn viðmælandi sagði nýlega að honum kæmi ekki á óvart, þótt einhver úr hópi almennings tæki sig til einhvern daginn, færi út og legði að velli einhvern af þeim fulltrúum sem eiga að vera að vera að sinna málum fyrir fólkið, en gera það ekki svo séð verði. Einhver illa svikinn í hópi almennings muni springa. Þá fyrst, verði kannski brugðist við – og stjórnmálafólk og stjórnendur stofnana fari að taka á vandamálunum og vinna vinnuna sína. Ætli Seðlabankastjóri og ráðherrar þurfi að fara að fá lífverði? Nema blaðinu verði snúið við og málin leyst út frá hagsmunum almennings en ekki bara bankanna og þeirra ríku? Í Frakklandi, Ísrael og víðar mótmælir almenningur iðulega þannig að eftir er tekið. Ég tel að íslenska leiðin til ,,byltingar“ þyrfti að vera í gegnum stéttarfélögin og samtök þeirra, auk hagsmunasamtaka heimila, leigjenda, neytenda og sjálfsagt fleiri – og allir þessir aðilar fá mína hvatningu. Stéttarfélögin og samstarfsaðilar, helst í sem mestri sameiningu, myndu lista upp þær breytingar og aðgerðir sem horfa til almannaheilla, byrja til dæmis á því sem búið er að gefa vilyrði um og lofa – og svíkja – jafnvel ítrekað – leggja þær kröfur formlega fram og krefjast efnda hverrar þeirrar fyrir tiltekinn dag. Og ef loforðin yrðu ekki efnd – að skipuleggja þá verkföll – skæruverkföll eða allsherjarverkföll, til dæmis fyrsta virkan dag í mánuði og svo framvegis, þar til staðið yrði við hlutina og einstakir þættir í þjóðfélaginu færðust til betri vegar, öllum almenningi og samfélaginu í heild til heilla. Nóg er að geta ekki stýrt stundum óblíðu veðrinu – en úrelt mannanna verk eiga ekki að þurfa að þvælast fyrir, þegar allir með almannahagsmuni í huga sjá að þar eru bara nauðsynleg verk að vinna. Þetta gæti til dæmis verið í formi ,,borgaralegrar óhlýðni“ – kannski hægagangs í vinnu eða taka mið af kvennafrídeginum árangursríka á sínum tíma, þegar konur lögðu niður vinnu, fjölmenntu á baráttufund og gerðu sig sýnilegar. Þessi aðferð hentar Íslendingum. Í stjórnarskránni og öðrum grunnreglum þjóðfélagsins eru reglur um að engan megi svipta eignum sínum, nema fullt verð komi fyrir. Og fjöldinn hefur nú orðið fyrir algerum forsendubresti. Fólk samdi um lánaskilmála og greiðsluáætlanir, en svo er komið algerlega aftan að fólkinu, með lánakjör sem það samdi aldrei um og fengi líklega alls ekki greiðslumat fyrir í dag. Fólk gat ekki reiknað með svona hamförum – eða fjárhagslegum hryðjuverkum Og fólkið er í innikróaðri stöðu, í sjálfheldu, getur ekki selt, því kaupendur fá ekki greiðslumat og geta ekki veðsett eignina nægilega. Fólk er þannig fast með eignirnar og ræður ekki til lengdar við greiðslubyrðina – peningar og fasteignir stefna til bankanna, enn eina ferðina. Reglur eru um að ekki megi almennt leggja á skatta afturvirkt – hvers vegna má þá koma svona aftan að fólki með gjörbreytt lánskjör? Hliðaráhrif – mögulega Vilja ráðamenn landsins endilega fá upp landflótta? – Að ungt og eldra fólks fari bara? – Þegar fólk sér ekki framtíð í þessum aðstæðum – ófögur framtíðarsýn. Leiti þangað sem húsnæðislán eru viðráðanleg? Lág og fyrirsjáanleg greiðslubyrði. Eða að fyrirtækin flytji sig úr landi? Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað mikið. Auðvelt er að sjá fyrir sér líkleg tengsl – að þegar fjölskyldur eru í þröngri fjárhagslegri stöðu verði kveikiþráðurinn styttri. Meiri fíkniefnanotkun? Mögulega fleiri sjálfsmorð? Þegar fólk sér illa til sólar – sér takmarkaða birtu fram undan? Til staðar eru stefna og áætlanir um byggingu 35.000 íbúða á nokkrum árum, til að skaffa fólki íbúðir og freista þess að lækka verð fasteigna. En hvað – þessar einhæfu aðgerðir Seðlabankans, svona háir vextir af íbúðalánum og lækkað hámarks-veðsetningarhlutfall, gera að verkum að sárafáir fá samþykkt greiðslumat – þannig að almennt getur fólk ekki keypt íbúðir – og þá geta verktakar ekki byggt íbúðirnar. Þannig að metnaðarfull uppbyggingaráætlunin er í uppnámi. Og hvenær á þá að byggja margar íbúðir, til að svara eftirspurn? Og um leið til að svara eftirspurn eftir leiguíbúðum, sem fyrir liggur að er margföld miðað við framboð. – Dæmi um 300 fjölskyldur sem leita eftir lausri íbúð og bara ein fær. Hvílík endaleysa og vitleysa er þetta allt? Og meira og minna allt í boði stjórnarmeirihlutans á Alþingi og ríkisstjórnarinnar, sem getur ekki markað og framfylgt stefnu um aðgerðir til að leiðrétta hlutina – og skaffa Seðlabankanum til dæmis heimild til að nota skyldusparnaðarverkfærið í stað háu stýrivaxtanna. Ekki þarf eða má takmarka fasteignaviðskipti svona, enda eru þau nauðsynleg í opnu og heilbrigðu samfélagi. Fella bara fasteignir út úr vísitölu neysluverðs, enda eru fasteignir ekki neysla, heldur fjárfesting til lífstíðar. Fasteignir eru ekki í sama flokki og mjólk, grænmeti og kjöt – sem er dagleg NEYSLUvara. Nú geta nánast bara þeir ríku keypt fasteignir, þeir sem ekki þurfa greiðslumat eða lán, – fáar eignir á hærra verði – það hækkar neysluvísitöluna upp – og verðtryggðu lánin hækka. Óþarfi og bull. Verðbólga getur lækkað, án hárra stýrivaxta, samkvæmt reynslu annarra þjóðfélaga og seðlabankastjóra þeirra. Hún getur gengið yfir, því það eru alltaf sveiflur í bæði náttúrunni (dæmi rjúpnastofninum) og í mannanna kerfum og skipulagi, þar með talið gengi og verðlagi. Þessir ofurstýrivextir og vextir bankanna á grunni þeirra, hafa nefnilega líka áhrif á fyrirtæki og verðlagningu þeirra á vörum og þjónustu – hærri stýrivextir geta sem sagt verið verðbólguhvetjandi – á sama hátt og læknislyf er gott í hóflegum skömmtum, en getur með ofskömmtun farið að vinna gegn heilsu sjúklingsins og jafnvel orðið lífshættulegt. Alþingi, ráðherrar, ríkisstjórn og Seðlabanki. Takið bara saman höndum samkvæmt lögsögu ykkar, um leiðir og lausnir sem virka, eru sem skaðlausastar og mismuna ekki þeim sem misjafnt standa. En annars, stéttarfélög og aðrir – skýrar kröfur um umbætur og síðan, ef og þegar þarf, borgaraleg óhlýðni – skæruverkföll og annar þrýstingur til að ná fram sanngjörnum, réttmætum og nauðsynlegum breytingum í samfélaginu. Höfundur er prófarkalesari.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun