„Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll þá fer allt á hvolf“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 12:10 Varaformaður BSRB segir samstöðu meðal félagsfólks sterkari en nokkru sinni. Vísir/Ívar Fannar Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf, komi til allsherjarverkfalls sem boðað hefur verið til eftir helgi. Hann segir afar áhættusamt fyrir viðsemjendur að neyða þau út í slíkar aðgerðir. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46