„Það verða margir með Jónsdóttir á bakinu“ Sindri Sverrisson skrifar 2. júní 2023 22:00 Sveindís Jane Jónsdóttir með góðum hópi fólks sem studdi við bakið á henni á Emirates-leikvanginum í Lundúnum þegar Wolfsburg sló Arsenal út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Stór hópur Íslendinga er mættur til Hollands til þess að styðja sérstaklega við bakið á Sveindísi Jane Jónsdóttur þegar Wolfsburg mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á morgun. Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Leikurinn fer fram í Eindhoven og er löngu orðið uppselt, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, og ljóst að eftirvæntingin er mikil. Sveindís er þó með báða fætur á jörðinni en fagnar því að fá góðan stuðning síns fólks, rétt eins og þegar hún átti stóran þátt í að slá út Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Það eru mjög margir að koma frá Íslandi. Ég er mjög ánægð að geta sagt að það koma 30-40 manns sem tengjast mér, vinir og fjölskylda. Mér finnst það geggjað að ég fái þennan stuðning,“ segir Sveindís í viðtali við Vísi. Vísir fékk þessa mynd frá tengdamóður Sveindísar, Guðjónínu Sæmundsdóttur, senda frá Hollandi en alls verða 30-40 Íslendingar á leiknum sérstaklega til að styðja Sveindísi. Í íslenska hópnum eru meðal annars mamma og pabbi Sveindísar, bróðir hennar, kærasti og tengdafjölskylda, auk vina. „Þetta er bara geggjað. Geggjaður stuðningur og það verða nokkuð margir með „Jónsdóttir“ á bakinu í stúkunni,“ segir Sveindís brosmild. Sveindís Jane á flugi í leik gegn Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Hún er þó með báða fætur á jörðinni fyrir úrslitaleikinn á morgun.Getty Þrátt fyrir að vera rétt að verða 22 ára gömul hefur Sveindís þegar marga fjöruna sopið og virðist ekki kippa sér mikið upp við það að spila til úrslita í sterkustu félagsliðakeppni í heimi. Á leiðinni í úrslitaleikinn skoraði hún og lagði upp mark gegn Arsenal í undanúrslitunum og heillaði þjálfara enska félagsins. „Það yrði náttúrulega klikkað“ Sveindís á því svo sannarlega heima á stærsta sviðinu, sem hún verður nú önnur íslenskra knattspyrnukvenna til að spila á, á eftir Söru Björk Gunnarsdóttur, þrátt fyrir ungan aldur. „Mér finnst ég ekkert vera það ung lengur. Þetta er bara geggjað og vonandi fæ ég þá bara að gera þetta oftar. Ég hugsa þetta þannig frekar, að þetta sé í fyrsta sinn en ekki síðasta [sem ég spila úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu]. Ég vil hugsa um þetta sem venjulegan leik og ekki pæla í því hversu stór hann er, en úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er það stærsta sem þú getur tekið þátt í og mér finnst það geggjað gaman,“ segir Sveindís. En hvaða þýðingu hefði það fyrir hana að vinna keppnina? „Það yrði náttúrulega klikkað. Það voru allir ofboðslega ánægðir með að við skulum vera komnar í úrslitaleikinn en mér finnst betra að hugsa um að við getum unnið Meistaradeildina, ekki það að við séum búnar að vinna okkur eitthvað inn. Við eigum enn eftir að vinna úrslitaleikinn og höfum ekkert unnið fyrr en við gerum það. Mig langar bara að vinna þennan leik.“ Úrslitaleikur Wolfsburg og Barcelona hefst klukkan 14 á morgun að íslenskum tíma og hægt verður að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira