„Ódauðlegt myndband“ vegna þess að kerfið var ekki tilbúið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 10:27 Myndbandið hefur vakið upp margar spurningar um tilgang með flokkun sorps. Jón Þórir segir að verið sé að innleiða nýtt kerfi en það taki tíma. Skjáskot, Vísir/Vilhelm Myndband sem sýnir sorphirðumenn í Kópavogi tæma mismunandi flokkunartunnur í sama bíl hefur vakið nokkra furðu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir flokkunarkerfið ekki að fullu komið af stað. „PR-lega séð hefði ábyggilega verið betra að losa á sitthvorum bílnum út af svona myndböndum, sem eru ódauðleg. En kerfið er ekki lagt af stað,“ segir Jón Þórir um myndbandið sem hefur verið í dreifingu á TikTok og birt var á vefmiðlinum hun.is í gær. Eftir að hafa séð myndbandið hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna heimilunum er gert að flokka rusl sem sé síðan sett í saman bíl og blandast þar. Jón Þórir segir hins vegar að innleiðing kerfisins sé enn þá í gangi og fyrir næstu losun ættu þeir íbúar sem fengið hafa tunnurnar að fá aðskilda tæmingu. „Kerfið er ekki búið að innleiða og það er ekki búið að gefa út fyrir dagatal fyrir sérsöfnun. Sérsöfnun á bláum tunnum, fyrir pappír, pappa og plast, hefst ekki fyrr en eftir hálfan mánuð,“ segir hann. „Við fylgjum enn þá gamla kerfinu fyrsta hálfa mánuðinn. Það var því ein losun sem var á gamla mátann.“ Fólk fékk ílát en kerfið ekki tilbúið Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það er Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Jón Þórir segir að í gær hafi verið byrjað að losa pappír, pappa og plast aðskilið í Garðabæ og Mosfellsbæ. Dreifing á ílátum hófst fyrir um tíu dögum en innleiðingin á öllu svæði félagsins mun taka átta vikur í heildina. Fyrir næstu losun verði kerfið komið á að hluta í Kópavogi og í öllum bænum eftir um sex vikur. Þá eiga allir íbúar Kópavogs að vera komnir með fjóra flokka sorps sem verða sóttir á aðskildum bílum og búin til verðmæti úr því. Umtalsverð verðmæti í flokkun Jón Þórir fullvissar fólk um að það sé mikill tilgangur með flokkun sorps. Umtalsverð verðmæti séu í því. „Bráðlega getum við hætt að urða ruslið í Álfsnesi. Við búumst við því að útflutningur á pappír, pappa og plasti geti aukist um þrjátíu prósent við þessa flokkun hjá okkur. Það eru nokkur hundruð skipagámar á ári,“ segir hann. Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi. Kópavogur Sorphirða Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Sjá meira
„PR-lega séð hefði ábyggilega verið betra að losa á sitthvorum bílnum út af svona myndböndum, sem eru ódauðleg. En kerfið er ekki lagt af stað,“ segir Jón Þórir um myndbandið sem hefur verið í dreifingu á TikTok og birt var á vefmiðlinum hun.is í gær. Eftir að hafa séð myndbandið hafa margir velt því fyrir sér hvers vegna heimilunum er gert að flokka rusl sem sé síðan sett í saman bíl og blandast þar. Jón Þórir segir hins vegar að innleiðing kerfisins sé enn þá í gangi og fyrir næstu losun ættu þeir íbúar sem fengið hafa tunnurnar að fá aðskilda tæmingu. „Kerfið er ekki búið að innleiða og það er ekki búið að gefa út fyrir dagatal fyrir sérsöfnun. Sérsöfnun á bláum tunnum, fyrir pappír, pappa og plast, hefst ekki fyrr en eftir hálfan mánuð,“ segir hann. „Við fylgjum enn þá gamla kerfinu fyrsta hálfa mánuðinn. Það var því ein losun sem var á gamla mátann.“ Fólk fékk ílát en kerfið ekki tilbúið Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Það er Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ. Jón Þórir segir að í gær hafi verið byrjað að losa pappír, pappa og plast aðskilið í Garðabæ og Mosfellsbæ. Dreifing á ílátum hófst fyrir um tíu dögum en innleiðingin á öllu svæði félagsins mun taka átta vikur í heildina. Fyrir næstu losun verði kerfið komið á að hluta í Kópavogi og í öllum bænum eftir um sex vikur. Þá eiga allir íbúar Kópavogs að vera komnir með fjóra flokka sorps sem verða sóttir á aðskildum bílum og búin til verðmæti úr því. Umtalsverð verðmæti í flokkun Jón Þórir fullvissar fólk um að það sé mikill tilgangur með flokkun sorps. Umtalsverð verðmæti séu í því. „Bráðlega getum við hætt að urða ruslið í Álfsnesi. Við búumst við því að útflutningur á pappír, pappa og plasti geti aukist um þrjátíu prósent við þessa flokkun hjá okkur. Það eru nokkur hundruð skipagámar á ári,“ segir hann. Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi.
Yfirlýsing frá Íslenska gámafélaginu Í myndbandi sem gengur á samfélagsmiðlum af sorphirðu Íslenska gámafélagsins í Kópavogi sést hvar sótt er í einn bíl pappír, pappi og plast. Réttu verklagi er fylgt við söfnunina. Í mörgum sveitarfélögum er unnið að aðgreiningu á pappír og plasti og á það við um Kópavog líka. Unnið er að innleiðingu þess kerfis og hluti af því er aðgreining í tunnur. Að auki fer svo fram flokkun hjá Íslenska gámafélaginu. Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins: „Við erum afar stolt af faglegu flokkunar- og endurvinnsluferli okkar. Ef rýnt er í myndbandið sem fór í umferð sést að ekki er verið að sækja almennan úrgang, heldur það efni sem áður fór í græntunnuna, sem víða þekkist.“ Gert er ráð fyrir að innleiðingu á nýju flokkunarkerfi í Kópavogi verði lokið innan átta vikna og verður þá sérsöfnun á úrgangsflokkunum fjórum sem undir eru, plastumbúðum, pappír og pappa, matarleifum og blönduðum úrgangi.
Kópavogur Sorphirða Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Sjá meira