Áfram í Sádi Arabíu og segir deildina efni í eina þá bestu Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 23:31 Ronaldo er ánægður hjá Al-Nassr. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo hefur gefið út að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr á næsta tímabili og segir að deildin í Sádi Arabíu gæti orðið ein af fimm bestu deildum í heimi. Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“ Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Cristiano Ronaldo gekk til liðs við Al-Nassr í lok desember eftir að hafa yfirgefið Manchester United. Síðan hann flutti sig yfir til Sádi Arabíu hafa sífellt farið af stað orðrómar um hann muni snúa aftur til Evrópu fyrir næsta tímabil. Nú hefur Ronaldo hins vegar staðfest að hann ætli sér að vera áfram hjá Al-Nassr. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við félagið á sínum tíma og rennurinn samningurinn út sumarið 2025. Cristiano Ronaldo has confirmed his intention to remain in the Saudi Pro League (SPL) next season and says the division has the potential to be one of the top five leagues in the world.More from @GuillerRaihttps://t.co/OnqYXwoPnM— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) June 1, 2023 Ronaldo segist vera ánægður í Sádi Arabíu og segir að deildin geti þróast enn frekar. „Deildin er mjög sterk,“ sagði Ronaldo í viðtali við heimasíðu Saudi Pro League. „Ég held að það séu mörg tækifæri til staðar til að vaxa. Það er samkeppni í deildinni og hér eru mjög góð lið, mjög góðir arabískir leikmenn. Hins vegar þarf að bæta innviðina.“ „Ég er ánægður hérna og vill halda áfram hérna, ég mun halda áfram hérna. Ef þeir halda áfram að gera það sem þeir vilja hérna, þá tel ég að Sádiarabíska deildin gæti orðið ein af fimm sterkustu deildum heims á næstu fimm árum.“ Aðstoðar félagið í uppbyggingunni Persónulegur þjálfari Ronaldo, Ricardo Regufe, hefur verið að skoða möguleika Al-Nassr á að styrkja bæði leikmannahóp og þjálfarateymi félagsins. Þá veitir Ronaldo félaginu ráðgjöf í uppbygginu Al Nassr Sports City. Ronaldo var fjarverandi þegar Al-Nassr vann 3-0 sigur á Al-Fateh á miðvikudag. Hann á við meiðsli að stríða en á fyrsta tímabili sínu með félaginu skoraði hann fjórtán mörk í sextán leikjum. Al-Nassr lauk keppni í öðru sæti, fimm stigum á eftir Al-Ittihad og voru sömuleiðis slegnir úr keppni í undanúrslitum bikarsins. Ronaldo viðurkennir að hann hafi gert ráð fyrir að vinna titil á tímabilinu en segist vongóður að ná því markmiði á næsta ári. „Ég held að við munum bæta okkur mikið á næsta tímabili. Á síðustu fimm til sex mánuðum hefur liðið vaxið, deildin sömuleiðis og öll liðin.“ „Stundum tekur þetta tíma. Ef þú hefur trú þá er allt hægt. Ég bjóst við að vinna eitthvað á þessu tímabili en við gerðum það ekki, en ég er mjög bjartsýnn og öruggur um að hlutirnir munu breytast til hins betra.“
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira