„Ég var eina barnið í dalnum sem átti tannbursta“ Íris Hauksdóttir skrifar 3. júní 2023 07:00 Sigurður Einarsson er elsti starfandi tannsmiður landsins. Vísir/Vilhelm Sigurður Einarsson er elsti starfandi tannsmiður landsins en hann hefur unnið sem slíkur í rúm sextíu ár og hlaut nýverið heiðursverðlaun á áttatíu ára afmæli sínu. Hann þakkar skólakerfinu fyrir að hafa leitt sig inn á þessa braut en hann var síendurtekið rekinn úr skóla sem barn og unglingur. Spurður fyrir hvað segir Sigurður það hafi verið mest fyrir ekki neitt. „Í þá tíð voru skólastjórar alltaf karlkyns og afsöluðu sér allri ábyrgð á að krökkum sem hafði verið vísað úr skóla kæmust að annarstaðar. Í dag er þetta mjög breytt. Það veit ég frá fyrstu hendi því dóttir mín er starfandi kennari,“ segir Sigurður og heldur áfram. Evrópa í molum eftir seinni heimstyrjöldina „Mér voru því um tíma allar dyr lokaðar þangað til að ég sá auglýsingu í blaði þar sem óskað var eftir nema í tannsmíði. Ég ákvað að slá til og komst í læri hjá Bjartmari Péturssyni tannlækni. Þetta var árið 1959. Um það leyti fluttist maður hingað til lands, ungur amerískur fyrrverandi hermaður, Marteinn að nafni. Hann átti íslenska konu sem hafði auðvitað ítök í komu hans hingað til lands. Sigurður þakkar íslenska skólakerfinu fyrir að hafa ratað á braut tannsmíðanna.Vísir/Vilhelm Sjálfur var hann menntaður í tannsmíðum í Flórída en erfitt reyndist að öðlast atvinnuréttindi hér á landi. Hann vann því sem garðyrkjumaður á elliheimilinu Grund. Það var eina vinnan sem hann fékk hér þrátt fyrir að vera þrælmenntaður. Þekking og menntun í tannsmíðum var talsvert lengra komin þar ytra á þessum tíma en hérlendis þar sem Evrópa var í molum eftir seinni heimstyrjöldina. Ameríka stóð mun sterkari fótum og var talsvert lengra á veg komin þegar kom að þessum fræðum.“ Heppin að fá upplýsingar beint í æð frá Bandaríkjunum Þannig bar fundum þeirra Sigurðar og Marteins fyrst saman. „Það var í gegnum Bjartmar tannlækni sem hafði kjark til að berjast fyrir atvinnuleyfi þessa mikla hæfileikamanns á sínu sviði. Hann bar í raun alla ábyrgð á honum.“ Þekking á tannsmíðum var talsvert lengra komin í Bandaríkjunum en í Evrópu á þeim tíma sem Sigurður lagði stund á fagið.Vísir/Vilhelm Spurður um muninn á tannsmíðum og tannlækningum segir Sigurður hann liggja í grunninn á bóklegri og verklegri þekkingu. „Við vorum heppin að fá allar nýjustu upplýsingar þarna beint í æð frá Bandaríkjunum í gegnum Martein bæði hvað varðar vinnubrögð og efnisfræði. Tannlæknar verða að vera fullburða á bókina en við betri þegar kemur að verklegu hliðinni.“ Gífurleg framþróun Tannsmíðaskóli Íslands var stofnaður árið 1963, ári á eftir útskriftartíma Sigurðar sem ákvað þó að framlengja nám sitt um eitt ár og verða því einn af fyrstu nemendunum sem útskrifuðust frá þessum nýstofnaða skóla. „Í dag eru sirka sex nemendur að útskrifast þaðan árlega en þetta er orðið mjög akademískt nám. Allt annað en þegar ég var þarna þegar verkþekkingin var í gjörónýtu ástandi í Evrópu öfugt við Bandaríkin sem sluppu við alla eyðilegginguna sem Evrópa þurfti að þola. Að sama skapi opnuðust þarna tímamót í allar áttir fyrir tannsmíðum á Íslandi. Framþróunin er gífurleg undanfarin ár sem sést best í tölvutækninni. Sigurður ungur að árum við störf sín.aðsend Ég er það fullorðinn að ég tók á sínum tíma meðvitaða ákvörðun um að halda mig bara við gömlu vinnubrögðin því að mínu mati er enn stuðst við þau. Kannski mun það hverfa einhvern tímann en ekki alveg strax. Það er þó sífellt meira fræst og skannað og framfarir unga fólksins gríðarlegar.“ Hugsaði til fallinna félaga Sjálfur var Sigurður heiðraður á dögunum í kjölfar áttræðisafmælis síns og segist í kjölfarið bæði hrærður og stoltur. „Það var afskaplega ánægjulegt að fá þennan heiður en á sama tíma var mér hugsað til margra þeirra sem fallnir eru frá og hefðu átt þennan heiður skilinn. Ekki síst Marteins sem var svo mikill frumkvöðull og kenndi mér svo mikið. Sigurður starfar mest megnis við tannsmíðar heima hjá sér undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Við komu sína til Íslands tók téður Donald L. Martin upp nafnið Marteinn Jónsson en í þá daga var það lögskylda að taka upp íslenskt nafn. Hann var skilgreindur ítalskur Svíi enda ekkert til sem hét Bandaríkjamaður á þessum tíma, þeir voru skilgreindir sem indíánar í þá daga.“ Íslendingar voru sóðar á þessum tíma „Amma reyndist mér gríðarlegur innblástur en hún fór til Bandaríkjanna að læra hjúkrun árið 1915 þegar fyrri heimstyrjöldin stóð sem hæst. Móðurbróðir hennar var skipstjóri og sigldi með hana til Skotlands. Hann borgaði svo farið fyrir hana til New York ásamt fleiru. Hún hafði undirbúið umsóknarferlið talsvert fyrr með bréfasendingum en útskrifaðist árið 1918 sem hjúkrunarfræðingur og flutti í kjölfarið aftur heim til Íslands. Þaðan sprettur þessi heilsurækt að vilja hugsa vel um tannhirðuna. Móðuramma Sigurðar reyndist honum gríðarlega vel. Hér er hún stödd í fermingarveislu Sigurðar.aðsend. Nú er ég orðinn áttræður og enn með allar mínar tennur. Ég þakka því alfarið henni ömmu minni sem var, eins og komið hefur fram, hjúkrunarfræðingur og átti tannbursta sem voru illfáanlegir á þeim tíma hér á landi. Þegar ég fór í sveit átta ára gamall með tannburstann minn vissi fólk almennt ekkert hvað þetta var. Ég var eina barnið í dalnum með tannbursta. Fólk hirti almennt ekkert um tennurnar á þessum tíma og var komið með gervitennur kornungt en þetta hefur auðvitað breyst. Höfuðatriðið í þessu öllu saman er að hugsa frá blautu barnsbeini vel um tennurnar sínar. Halldór Laxness skrifaði margar greinar og hélt erindi fyrir almenning um þetta sama efni rétt eins og amma, það er að segja um hreinlæti í samkomuhúsum. Íslendingar voru bara sóðar á þessum tíma,“ segir Sigurður og hlær. „Amma fer þarna út í miðri heimstyrjöld. Kafbátar allt í kring. Hún var alltaf mín fyrirmynd. Hún ól mig svo að segja upp en við erum sex systkini, fimm enn á lífi.“ Hugrökk og mikil fyrirmynd Amman umrædda , Guðný Jónsdóttir, er móðuramma Sigurðar en hún var kornung, innan við tvítugt, þegar hún lagði í langferð yfir hafið að læra hjúkrun. „Hún var ótrúlega hugrökk og mikil fyrirmynd fyrir mig í gegnum lífið. Hún var lengi vel gift presti og alþingismanni. Þegar hún var þrítug, þá þriggja barna móðir, skildu leiðir hennar og þáverandi eiginmannsins, sem fátítt var á þeim tíma. Presturinn, afi minn, hafði verið sendur í sveit að sinna ekkju sem hafði misst manninn sinn í hafið. Hann huggaði hana svo vel og rækilega að þau amma skildu í kjölfarið. Afi var efnaður maður en í þá tíma áttu mennirnir allt. Konurnar fengu börnin og rúm fyrir þau, í góðu falli borð svo þau gætu matast saman en allt annað fékk maðurinn. Þannig voru lögin.“ Held áfram á meðal eftirspurnin er enn til staðar Spurður hvort hann hafi sjálfur verið heppinn í ástum svarar Sigurður óhikandi. „Sem betur fer á ég konu og hef átt hana óskaplega lengi. Við giftum okkur 1963 og höfum verið saman allar götur síðan. Við áttum stórbrúðkaupsafmæli í febrúar síðastliðnum. Eigum þrjú börn saman og helling af barna- og barnabarnabörnum. Við erum ofsalega rík.“ Sigurður segist ætla að vinna eins lengi og eftirspurnin leyfir.Vísir/Vilhelm En hvað ætlar þú að vinna lengi? „Ég segi oft að á meðal eftirspurnin er enn til staðar geri ég það. Hún hefur verið feikinóg og ég hef frekar þurft að hrinda frá mér frekar en hitt.“ Tannheilsa Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Hann þakkar skólakerfinu fyrir að hafa leitt sig inn á þessa braut en hann var síendurtekið rekinn úr skóla sem barn og unglingur. Spurður fyrir hvað segir Sigurður það hafi verið mest fyrir ekki neitt. „Í þá tíð voru skólastjórar alltaf karlkyns og afsöluðu sér allri ábyrgð á að krökkum sem hafði verið vísað úr skóla kæmust að annarstaðar. Í dag er þetta mjög breytt. Það veit ég frá fyrstu hendi því dóttir mín er starfandi kennari,“ segir Sigurður og heldur áfram. Evrópa í molum eftir seinni heimstyrjöldina „Mér voru því um tíma allar dyr lokaðar þangað til að ég sá auglýsingu í blaði þar sem óskað var eftir nema í tannsmíði. Ég ákvað að slá til og komst í læri hjá Bjartmari Péturssyni tannlækni. Þetta var árið 1959. Um það leyti fluttist maður hingað til lands, ungur amerískur fyrrverandi hermaður, Marteinn að nafni. Hann átti íslenska konu sem hafði auðvitað ítök í komu hans hingað til lands. Sigurður þakkar íslenska skólakerfinu fyrir að hafa ratað á braut tannsmíðanna.Vísir/Vilhelm Sjálfur var hann menntaður í tannsmíðum í Flórída en erfitt reyndist að öðlast atvinnuréttindi hér á landi. Hann vann því sem garðyrkjumaður á elliheimilinu Grund. Það var eina vinnan sem hann fékk hér þrátt fyrir að vera þrælmenntaður. Þekking og menntun í tannsmíðum var talsvert lengra komin þar ytra á þessum tíma en hérlendis þar sem Evrópa var í molum eftir seinni heimstyrjöldina. Ameríka stóð mun sterkari fótum og var talsvert lengra á veg komin þegar kom að þessum fræðum.“ Heppin að fá upplýsingar beint í æð frá Bandaríkjunum Þannig bar fundum þeirra Sigurðar og Marteins fyrst saman. „Það var í gegnum Bjartmar tannlækni sem hafði kjark til að berjast fyrir atvinnuleyfi þessa mikla hæfileikamanns á sínu sviði. Hann bar í raun alla ábyrgð á honum.“ Þekking á tannsmíðum var talsvert lengra komin í Bandaríkjunum en í Evrópu á þeim tíma sem Sigurður lagði stund á fagið.Vísir/Vilhelm Spurður um muninn á tannsmíðum og tannlækningum segir Sigurður hann liggja í grunninn á bóklegri og verklegri þekkingu. „Við vorum heppin að fá allar nýjustu upplýsingar þarna beint í æð frá Bandaríkjunum í gegnum Martein bæði hvað varðar vinnubrögð og efnisfræði. Tannlæknar verða að vera fullburða á bókina en við betri þegar kemur að verklegu hliðinni.“ Gífurleg framþróun Tannsmíðaskóli Íslands var stofnaður árið 1963, ári á eftir útskriftartíma Sigurðar sem ákvað þó að framlengja nám sitt um eitt ár og verða því einn af fyrstu nemendunum sem útskrifuðust frá þessum nýstofnaða skóla. „Í dag eru sirka sex nemendur að útskrifast þaðan árlega en þetta er orðið mjög akademískt nám. Allt annað en þegar ég var þarna þegar verkþekkingin var í gjörónýtu ástandi í Evrópu öfugt við Bandaríkin sem sluppu við alla eyðilegginguna sem Evrópa þurfti að þola. Að sama skapi opnuðust þarna tímamót í allar áttir fyrir tannsmíðum á Íslandi. Framþróunin er gífurleg undanfarin ár sem sést best í tölvutækninni. Sigurður ungur að árum við störf sín.aðsend Ég er það fullorðinn að ég tók á sínum tíma meðvitaða ákvörðun um að halda mig bara við gömlu vinnubrögðin því að mínu mati er enn stuðst við þau. Kannski mun það hverfa einhvern tímann en ekki alveg strax. Það er þó sífellt meira fræst og skannað og framfarir unga fólksins gríðarlegar.“ Hugsaði til fallinna félaga Sjálfur var Sigurður heiðraður á dögunum í kjölfar áttræðisafmælis síns og segist í kjölfarið bæði hrærður og stoltur. „Það var afskaplega ánægjulegt að fá þennan heiður en á sama tíma var mér hugsað til margra þeirra sem fallnir eru frá og hefðu átt þennan heiður skilinn. Ekki síst Marteins sem var svo mikill frumkvöðull og kenndi mér svo mikið. Sigurður starfar mest megnis við tannsmíðar heima hjá sér undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Við komu sína til Íslands tók téður Donald L. Martin upp nafnið Marteinn Jónsson en í þá daga var það lögskylda að taka upp íslenskt nafn. Hann var skilgreindur ítalskur Svíi enda ekkert til sem hét Bandaríkjamaður á þessum tíma, þeir voru skilgreindir sem indíánar í þá daga.“ Íslendingar voru sóðar á þessum tíma „Amma reyndist mér gríðarlegur innblástur en hún fór til Bandaríkjanna að læra hjúkrun árið 1915 þegar fyrri heimstyrjöldin stóð sem hæst. Móðurbróðir hennar var skipstjóri og sigldi með hana til Skotlands. Hann borgaði svo farið fyrir hana til New York ásamt fleiru. Hún hafði undirbúið umsóknarferlið talsvert fyrr með bréfasendingum en útskrifaðist árið 1918 sem hjúkrunarfræðingur og flutti í kjölfarið aftur heim til Íslands. Þaðan sprettur þessi heilsurækt að vilja hugsa vel um tannhirðuna. Móðuramma Sigurðar reyndist honum gríðarlega vel. Hér er hún stödd í fermingarveislu Sigurðar.aðsend. Nú er ég orðinn áttræður og enn með allar mínar tennur. Ég þakka því alfarið henni ömmu minni sem var, eins og komið hefur fram, hjúkrunarfræðingur og átti tannbursta sem voru illfáanlegir á þeim tíma hér á landi. Þegar ég fór í sveit átta ára gamall með tannburstann minn vissi fólk almennt ekkert hvað þetta var. Ég var eina barnið í dalnum með tannbursta. Fólk hirti almennt ekkert um tennurnar á þessum tíma og var komið með gervitennur kornungt en þetta hefur auðvitað breyst. Höfuðatriðið í þessu öllu saman er að hugsa frá blautu barnsbeini vel um tennurnar sínar. Halldór Laxness skrifaði margar greinar og hélt erindi fyrir almenning um þetta sama efni rétt eins og amma, það er að segja um hreinlæti í samkomuhúsum. Íslendingar voru bara sóðar á þessum tíma,“ segir Sigurður og hlær. „Amma fer þarna út í miðri heimstyrjöld. Kafbátar allt í kring. Hún var alltaf mín fyrirmynd. Hún ól mig svo að segja upp en við erum sex systkini, fimm enn á lífi.“ Hugrökk og mikil fyrirmynd Amman umrædda , Guðný Jónsdóttir, er móðuramma Sigurðar en hún var kornung, innan við tvítugt, þegar hún lagði í langferð yfir hafið að læra hjúkrun. „Hún var ótrúlega hugrökk og mikil fyrirmynd fyrir mig í gegnum lífið. Hún var lengi vel gift presti og alþingismanni. Þegar hún var þrítug, þá þriggja barna móðir, skildu leiðir hennar og þáverandi eiginmannsins, sem fátítt var á þeim tíma. Presturinn, afi minn, hafði verið sendur í sveit að sinna ekkju sem hafði misst manninn sinn í hafið. Hann huggaði hana svo vel og rækilega að þau amma skildu í kjölfarið. Afi var efnaður maður en í þá tíma áttu mennirnir allt. Konurnar fengu börnin og rúm fyrir þau, í góðu falli borð svo þau gætu matast saman en allt annað fékk maðurinn. Þannig voru lögin.“ Held áfram á meðal eftirspurnin er enn til staðar Spurður hvort hann hafi sjálfur verið heppinn í ástum svarar Sigurður óhikandi. „Sem betur fer á ég konu og hef átt hana óskaplega lengi. Við giftum okkur 1963 og höfum verið saman allar götur síðan. Við áttum stórbrúðkaupsafmæli í febrúar síðastliðnum. Eigum þrjú börn saman og helling af barna- og barnabarnabörnum. Við erum ofsalega rík.“ Sigurður segist ætla að vinna eins lengi og eftirspurnin leyfir.Vísir/Vilhelm En hvað ætlar þú að vinna lengi? „Ég segi oft að á meðal eftirspurnin er enn til staðar geri ég það. Hún hefur verið feikinóg og ég hef frekar þurft að hrinda frá mér frekar en hitt.“
Tannheilsa Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira