Enn eitt bakslagið í viðleitni til afvopnunar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. júní 2023 06:16 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ívar Fannar Rússar hafa formlega sagt sig frá mikilvægasta afvopnunarsamningnum sem tekur á hefðbundnum vopnum. Að mati utanríkisráðuneytisins er ákvörðunin bakslag. Vladímír Pútin Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem afnema aðild Rússlands að Samningnum um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE). Samningurinn var undirritaður árið 1990 á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, sem var undir forystu Sovétríkjanna. Sagði samningurinn til um hversu mikið af hergögnum hvor blokk mætti hafa í Evrópu. Svo sem 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 20 þúsund skriðdreka og 7 þúsund herflugvélar. Eftir að Varsjárbandalagið féll vildu Rússar breytingar á samningnum, sem gerð var á fundi árið 1999 en aldrei fullgild vegna dvalar herliðs Rússa í rússneskumælandi héröðum Georgíu og Moldóvu. Rússar sjálfir hafa ekki framfylgt samningnum síðan árið 2007. Afvopnun verði að vera gagnkvæm Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að CFE sé talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði úrsögn Rússland úr CFE samningnum.Getty „Ríkjandi aðstæður vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hafa nú þegar steypt framkvæmd afvopnunarsamninga í óvissu, sérstaklega þá er varða gereyðingarvopn, sem er verulegt áhyggjuefni,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðlafulltrúa. „Þótt Rússar hafi ekki framfylgt CFE-samningnum fyrir sitt leyti frá 2007 er sú ákvörðun stjórnvalda í Moskvu að segja sig formlega frá honum engu að síður enn eitt bakslagið í alþjóðlegri viðleitni til afvopnunar.“ Aðspurður um viðbrögð Íslands segir Sveinn að afstaða Íslands í afvopnunarmálum sé skýr og byggist á þjóðaröryggisstefnu fyrir Íslands, sem segir meðal annars að Ísland beiti sér fyrir afvopnun á alþjóðavettvangi. „Á hinn bóginn verður afvopnun aldrei raunhæf nema hún sé gagnkvæm og það er og verður áfram grundvallaratriði í afstöðu íslenskra stjórnvalda,“ segir hann. Ekki í takt við raunveruleikann Vísir greindi frá því snemma í maí að líklegt væri að Rússar segðu sig frá CFE samningnum, sem 30 ríki hafa undirritað. Edvard Sjévardnase utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Dímítrí Jasov sovéskur hershöfðingi, Mikaíl Gorbasjov aðalritari Sovétríkjanna og Francois Mitterand Frakklandsforseti við undirritun CFE samningsins í París árið 1990.Getty „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins. Rússland Utanríkismál NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Vladímír Pútin Rússlandsforseti hefur undirritað lög sem afnema aðild Rússlands að Samningnum um hefðbundinn herafla í Evrópu (CFE). Samningurinn var undirritaður árið 1990 á milli aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, sem var undir forystu Sovétríkjanna. Sagði samningurinn til um hversu mikið af hergögnum hvor blokk mætti hafa í Evrópu. Svo sem 20 þúsund stórskotaliðsbyssur, 20 þúsund skriðdreka og 7 þúsund herflugvélar. Eftir að Varsjárbandalagið féll vildu Rússar breytingar á samningnum, sem gerð var á fundi árið 1999 en aldrei fullgild vegna dvalar herliðs Rússa í rússneskumælandi héröðum Georgíu og Moldóvu. Rússar sjálfir hafa ekki framfylgt samningnum síðan árið 2007. Afvopnun verði að vera gagnkvæm Í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að CFE sé talinn mikilvægasti afvopnunarsamningurinn á sviði hefðbundinna vopna. Vladímír Pútín Rússlandsforseti undirritaði úrsögn Rússland úr CFE samningnum.Getty „Ríkjandi aðstæður vegna innrásar Rússlands í Úkraínu hafa nú þegar steypt framkvæmd afvopnunarsamninga í óvissu, sérstaklega þá er varða gereyðingarvopn, sem er verulegt áhyggjuefni,“ segir í svari Sveins H. Guðmarssonar fjölmiðlafulltrúa. „Þótt Rússar hafi ekki framfylgt CFE-samningnum fyrir sitt leyti frá 2007 er sú ákvörðun stjórnvalda í Moskvu að segja sig formlega frá honum engu að síður enn eitt bakslagið í alþjóðlegri viðleitni til afvopnunar.“ Aðspurður um viðbrögð Íslands segir Sveinn að afstaða Íslands í afvopnunarmálum sé skýr og byggist á þjóðaröryggisstefnu fyrir Íslands, sem segir meðal annars að Ísland beiti sér fyrir afvopnun á alþjóðavettvangi. „Á hinn bóginn verður afvopnun aldrei raunhæf nema hún sé gagnkvæm og það er og verður áfram grundvallaratriði í afstöðu íslenskra stjórnvalda,“ segir hann. Ekki í takt við raunveruleikann Vísir greindi frá því snemma í maí að líklegt væri að Rússar segðu sig frá CFE samningnum, sem 30 ríki hafa undirritað. Edvard Sjévardnase utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Dímítrí Jasov sovéskur hershöfðingi, Mikaíl Gorbasjov aðalritari Sovétríkjanna og Francois Mitterand Frakklandsforseti við undirritun CFE samningsins í París árið 1990.Getty „Með því að hafna CFE er Rússland að fjarlægja plagg sem er ekki í takt við raunveruleikann en er ekki að ljúka samtalinu um takmarkanir á hefðbundnum vopnum,“ sagði Konstantín Kosasjov, talsmaður efri deildar rússneska þingsins.
Rússland Utanríkismál NATO Hernaður Tengdar fréttir Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Rússar hyggjast segja sig frá mikilvægum afvopnunarsamningi Samkvæmt rússneskum ríkismiðlum hyggjast stjórnvöld þar í landi segja sig frá afvopnunarsamningi sem tekur á hefðbundnum vopnum í Evrópu. Íslenskt stjórnvöld bregðast ekki við að svo stöddu. 11. maí 2023 21:00