Skynsamlegt fyrir stuðningsmenn hvalveiða að sýna meiri auðmýkt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 12:06 Andrés Jónsson almannatengill. Vísir/Vilhelm Almannatengill telur að hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en áður og segir að fyrir nokkrum áratugum hefði þótt óhugsandi að meirihluti þjóðarinnar væri andvígur hvalveiðum. Ný könnun Maskínu bendir þó einmitt til þess að sú sé raunin. Hann telur að þeir sem stundi og styðji veiðarnar ættu að sýna andstæðingum veiðanna meiri auðmýkt. Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Samkvæmt könnun Maskínu um afstöðu þjóðarinnar til hvalveiða eru 51 prósent andvíg veiðunum, en könnunin var gerð í síðasta mánuði. Í mars 2019 var hlutfall andvígra nokkuð lægra, eða 42 prósent. Svarendur voru þúsund talsins. Andrés Jónsson almannatengill segir ljóst að andstaða við hvalveiðar fari vaxandi, óháð vísindalegum rökum að baki veiðunum. „Ef við horfum aftar en fjögur ár, kannski 20 til 40 ár, þá var það hugmynd sem hefði þótt nánast óhugsandi,“ segir Andrés. Sjá megi á neyslumynstri fólks að viðhorf til landbúnaðar og veiða sé að breytast. Sterkar skoðanir sé þó að finna beggja megin borðsins. „Þetta eru harðir andstæðingar og harðir stuðningsmenn, og svo hefur þetta aðeins verið fólk sem skiptist á milli þess að vera sammála síðasta ræðumanni. En ég held að massinn sé að færast og þessi könnun staðfestir það.“ Stuðningsmenn hvalveiða sýni auðmýkt Hvalveiðar séu að verða pólitískara mál en þær hafi verið hingað til. „Þannig að það megi alveg búast við því að þetta komi til tals í kosningum og einhverjir flokkar muni lofa því að veiða ekki hvali.“ Andrés bendir á að engin auðlindagjöld séu tekin af hvalveiðum, en sjá megi fyrir sér að sú spurning muni vakna hjá andstæðingum hvers vegna svo sé. Slíkt fyrirkomulag myndi þó ekki endilega mýkja hörðustu andstæðingana. „Ég held að það sé allavega skynsamlegt fyrir þá sem styðja eða stunda hvalveiðar að vera örlítið auðmjúkari og reyna að mæta þessum sjónarmiðum. Ég er ekki að segja að harðir andstæðingar hvalveiða séu komnir í algjöran meirihluta, en sympatía þjóðarinnar er að færast,“ segir Andrés. Yngra fólk í Reykjavík líklegast til að vera á móti Mestu andstöðuna við hvalveiðar er að finna í Reykjavík, eða rúm fimmtíu prósent, en minnst á Austurlandi, eða þrjátíu og átta prósent. Þá er yngra fólk almennt andvígara hvalveiðum en það eldra. Niðurstöður könnunarinnar leiða einnig í ljós að 54 prósent telja nú að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi, en það hlutfall stóð í 51 prósenti 2019. Hlutfall þeirra sem telja að hvalveiðar hafi jákvæð áhrif á ferðaþjónustuna stendur hins vegar í stað á tímabilinu, í átta prósentum. Í tengdum skjölum hér að neðan má nálgast niðurstöður könnunarinnar í heild sinni. Tengd skjöl Könnun_MaskínuPDF813KBSækja skjal
Hvalveiðar Skoðanakannanir Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira