Björn: Við þurfum meiri ákafa í boxið Kári Mímisson skrifar 31. maí 2023 22:48 Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Hulda Margrét Björn Sigurbjörnsson var að vonum svekktur eftir tap Selfoss gegn Breiðablik nú í kvöld. Breiðablik var komið yfir eftir innan við þriggja mínútna leik og það var nokkuð ljóst að Selfyssingar væru í vandræðum. Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira
Björn segist þó vera ánægður með hvernig liðið steig upp hér í kvöld en Selfoss liðið var mun öflugra í seinni hálfleik. „Ég er auðvitað bara hundfúll yfir þessum fyrri hálfleik sem við spiluðum hér í kvöld. Á sama tíma er ég mjög ánægður að sjá liðið stíga upp í seinni hálfleiknum og hvernig það tekur þátt í leiknum. Við vorum allt of lengi að tengja okkur inn í þennan leik. Við vorum langt frá þeim í öllum mómentum og það var eins og það væri ótti í liðinu.“ Sagði Björn strax eftir leik. Lið Selfoss virtist ekki vera tilbúið frá fyrstu mínútu og náði ekkert að halda boltanum til að byrja með. Björn segir að liðið hafi verið hrætt. „Fyrsta markið kemur þegar við tengjum okkur frá vörninni og það er spilað milli miðvarðar og bakvarðar. Síðan kemur boltinn inn í teiginn og úr því verður eitthvað hnoð og mark, sá þetta ekki alveg nógu vel. En eins og ég segi þá vorum við hreinlega ekki mættar til leiks. Maður vill ekki þurfa að tala um eftir leiki að liðið sé að mæta hrætt eða illa fókuserað í leiki en það var bara þannig í dag.“ Jimena Fuentes fór meidd út af í kvöld og virtust það vera meiðsli á ökkla. Veist þú eitthvað stöðuna á henni? „Ég veit ekki hver staðan á henni er. Hún er búin að vera meidd frá því í fyrsta leik við ÍBV þar sem hún var tækluð harkalega. Hún var þokkaleg til að spila bæði fyrir norðan og hér í dag en þetta var hægri ökklinn á henni aftur svo þetta gæti verið einhver tími sem hún verður frá.“ Sóknarleikur Selfoss var eins og áður segir mjög tilviljunarkenndur og liðið virtist vera mjög óþolinmótt fram á við. Björn segir að liðið þurfi að vera yfirvegaðra í kringum vítateig andstæðinganna og ná að halda boltanum betur á því svæði. „Við þurfum aðallega að vera meira kúl í kringum box andstæðinganna. Við erum í einhverjum svona streitu mómentum að sparka boltanum frá okkur. Við byggjum okkar sóknarleik í vetur upp á það að vera með framherja sem að við fengum frá Bandaríkjunum. Hún fór svo heim og við það riðlast svolítið leikplanið okkar og við erum bara að reyna að vinna okkur út úr því. Það er búið að taka lengri tíma en ég vonaðist til.“ „ Við þurfum meiri ákafa í boxið og verða hraðari og fljótari að gera hlutina. Mér fannst alveg ýmiss teikn á lofti að við værum að koma okkur í stöðu til að pressa og fá hlaup inn í boxið. Katrín Ágústsdóttir kemur frábærlega inn á og heldur boltanum vel fyrir okkur á móti stórum og sterkum miðvörðum Breiðabliks. Það er það sem að við þurfum, að þora að halda boltanum og þora að koma okkur í kjörstöður.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sjá meira