Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Annar maðurinn þóttist tala táknmál en kunnáttuleysi hans kom í ljós þegar félagarnir gáfu sig á tal við konu sem talar táknmál.
Við nánari athugun lögreglu kom í ljós að mennirnir höfðu betlað undir fölsku yfirskini og ekki fyrir nein samtök.
Mennirnir, sem eru af erlendum uppruna, eru í löglegri dvöl hér á landi en verið er að skoða mögulegar tengingar þeirra við aðra hópa sem stundi fjársvik af þessu tagi með svipuðum hætti.
Lögreglan vekur athygli á að félagasamtök geti fengið leyfi til opinberra safnana. Þá skuli viðkomandi aðilar vera merktir félaginu og getað framvísað leyfi fyrir söfnuninni.