Dreymir um að vinna Meistaradeildina og er ekki á förum frá Bayern Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. maí 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir varð á dögunum þýskur meistari með Bayern München. Mark Wieland/Getty Images „Ég vil bara vinna meistaradeildina“, segir Glódís Perla Viggósdóttir sem fagnaði á dögunum þýska meistaratitlinum með liði sínu Bayern München. Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira
Bayern tryggði sér titilinn í lokaumferð þýsku deildarinnar með ótrúlegum 11-1 sigri gegn Potsdam. Glódís Perla var lykilleikmaður á tímabilinu þar sem hún spilaði í hjarta varnarinnar með alla sína leiðtogahæfileika og fékk þar að blómstra í sínu hlutverki. Hún segir það ótrúlega tilfinningu þegar titillinn var loks í höfn. „Það var bara ótrúlega góða tilfinning. Þetta var mjög skrýtið tímabil að mörgu leyti og ég held að við sjálfar höfum ekkert endilega átt von á því meirihlutann af tímabilinu að þetta væri séns,“ sagði Glódís í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Svo snérist allt við á lokasprettinum og það er bara geggjað að ná að klára þetta á okkar heimavelli með mikið af mörkum og í skemmtilegum leik með okkar stuðningsfólki. Þetta var bara geggjaður dagur.“ Klippa: Ég vil bara vinna meistaradeildina „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina“ Mörg félög í Evrópu hafa áhuga á því að reyna að klófesta Glódísi frá Bayern og má þar nefna Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Glódís segist þó ekki vera á förum frá Bayern. „Ég er bara með samning áfram við Bayern München við erum núna bara að fagna því að hafa unnið,“ sagði Glódís. „Eins og ég segi þá er ég samningsbundin í eitt ár í viðbót og þetta er ekkert sem ég er að skoða akkúrat núna.“ En hvert er næsta skref hjá landsliðsfyrirliðanum með einu stærsta félagsliði heims? „Minn stærsti draumur er að vinna Meistaradeildina eins og líklega hjá öllum sem eru að spila á mínu stigi. Það er svona það sem ég væri rosalega til í klára áður en ég hætti í fótbolta. Hvar er besti möguleikinn á að gera það er ekki hægt að segja, en það er eitthvað sem mun vonandi gerast fyrir mig. Það er algjörlega mitt stærsta markmið,“ sagði Glódís að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður Sjá meira