Bólusetja endur í haust Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:12 80 milljón franskar endur fá sprautu í haust. Getty Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust. Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins. Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins.
Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent