Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 15:12 Notkun á melatóníni hefur aukist hérlendis síðustu ár. 1 millígramm af melatónini hefur verið selt í verslunum hérlendis síðan í fyrra. Vísir/Getty Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“ Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“
Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent