Tvær þjóðir í sama landi Ingólfur Sverrisson skrifar 30. maí 2023 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska krónan Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur Seðlabankinn, með dyggum stuðningi ríkisstjórnarinnar, hækkað vexti þrettán sinnum í röð og segist með því vera að ráðast að verðbólgunni og frelsa þjóðina frá miklu fári. Í fljótu bragði mætti ætla að afleiðing þessara aðgerða komi nokkuð jafnt niður á þegnum þessa lands. En því fer nú víðs fjarri. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem er að stofna heimili og koma sér þaki yfir höfuðið ásamt smærri og millistórum fyrirtækjum þurfa fyrst og fremst að axla þessar þungu birgðar á meðan aðrir hópar sleppa. Okkur, sem erum skuldlaus vegna húsakaupa og þurfum ekki að glíma við gríðarlegar hækkanir á lánum og siglum lygnan sjó fjárhagslega, koma þessar hækkanir nánast ekkert við, láta okkur alveg í friði. Sama er með þau stærri fyrirtæki sem hafa megnið af tekjum sínum í erlendum gjaldmiðli og gera upp í evrum eða dollurum. Talsmenn þeirra fyrirtækja brosa bara góðlátlega þegar þau sjá aðra kollega sína engjast vegna áhrifa hækkandi vaxta á rekstur þeirra enda snerta þær ekki rekstur þeirra sjálfra; þau lifa að þessu leyti í öðrum heimi. Það sem er þó alvarlegra að þessi sömu fyrirtæki beita sér gjarnan innan eigin samtaka til að koma í veg fyrir að ókostir þessa krónuhagkerfis séu ræddir þar. Nei, alls ekki því allt skal vera óbreytt og aðrir eru ekki of góðir til að taka á sig afleiðingar krónuhagkerfisins marglofaða. Þannig lifa tvær þjóðir í þessu landi: Sú sem vaxtaokrið lendir á af fullum þunga og hin sem ýmist er skuldlaus eða rekur fyrirtæki utan krónukerfisins og aðgerðir Seðlabanka og ríkisvaldsins bitna nánast ekkert á. Þær lenda einvörðungu á fyrr nefndu hópunum og það sem er undarlegra að verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda láta eins og þetta sé bara náttúrulögmál og enginn geti breytt því. Spóla svo áfram fram og aftur í sömu leðjunni, lofa þann sveigjanleika sem íslenska krónan skapar en koma ekki auga á ofangreindan mismun og tvískiptingu þjóðarinnar, rétt eins og það komi málinu ekkert við. Allt tal um annan og traustari gjaldmiðil hljómar í eyrum þessa ágæta fólks eins og drottinssvik og aðför að fullveldinu. Því verður ekki annað séð en íslenska krónan verði áfram afar öflugt pyntingartæki á þá hópa samfélagsins sem stjórnvöld vilja refsa fyrir syndir annarra. Höfundur er eftirlaunaþegi.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun