Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. maí 2023 19:18 Þessi unga dama var ekki alveg nógu ánægð með að sundferðin varð ekki að veruleika. Vísir/Steingrímur Dúi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. Þrettán sundlaugar á landsbyggðinni eru lokaðar fram á þriðjudag vegna verkfalla félagsmanna BSRB. Verkfallið er hluti af aðgerðum BSRB en kjaraviðræður félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í algerum hnút þó að formaður BSRB hafi látið hafa eftir sér að deiluaðilar séu að nálgast, þó það gangi allt of hægt að hennar sögn. Auk sundlauga hafa verkföllin haft áhrif á leikskóla, grunnskóla og hafnir. Ef til allsherjarverkfalls kemur þann 5. júní mun það einnig ná til bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna svo eitthvað sé nefnt. Isabella varð steinhissa þegar hún kom að lokuðum dyrum. Grunlausir gestir sem ætluðu í sund í Borgarnesi í dag þurftu því að sætta sig við að fá fá ekki að njóta sólarinnar í heita pottinum eða dýfa sér í laugina. Lokunin kom Isabellu sem ætlaði að skella sér í sund í opna skjöldu. „Það er greinilega lokað og ég vissi ekkert um það. Ég lofaði frænku minni að við færum í sund af því að sólin skín í dag. Sólin hefur jú ekki sýnt sig í hálfan mánuð.“ En mun sú stutta jafna sig? „Hún er mjög vonsvikin. Nú getum við ekki farið í búðir því það var meginmarkmiðið að gleðja hana með sundferð. Dagurinn var frátekinn fyrir það. Nú verður hún sorgmædd.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sundlaugar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þrettán sundlaugar á landsbyggðinni eru lokaðar fram á þriðjudag vegna verkfalla félagsmanna BSRB. Verkfallið er hluti af aðgerðum BSRB en kjaraviðræður félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í algerum hnút þó að formaður BSRB hafi látið hafa eftir sér að deiluaðilar séu að nálgast, þó það gangi allt of hægt að hennar sögn. Auk sundlauga hafa verkföllin haft áhrif á leikskóla, grunnskóla og hafnir. Ef til allsherjarverkfalls kemur þann 5. júní mun það einnig ná til bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna svo eitthvað sé nefnt. Isabella varð steinhissa þegar hún kom að lokuðum dyrum. Grunlausir gestir sem ætluðu í sund í Borgarnesi í dag þurftu því að sætta sig við að fá fá ekki að njóta sólarinnar í heita pottinum eða dýfa sér í laugina. Lokunin kom Isabellu sem ætlaði að skella sér í sund í opna skjöldu. „Það er greinilega lokað og ég vissi ekkert um það. Ég lofaði frænku minni að við færum í sund af því að sólin skín í dag. Sólin hefur jú ekki sýnt sig í hálfan mánuð.“ En mun sú stutta jafna sig? „Hún er mjög vonsvikin. Nú getum við ekki farið í búðir því það var meginmarkmiðið að gleðja hana með sundferð. Dagurinn var frátekinn fyrir það. Nú verður hún sorgmædd.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sundlaugar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira