„Toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 14:16 Strákarnir í Handkastinu ræddu um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. Tæpir hundrað dagar eru liðnir síðan þjálfaraleitin hófst, en nú virðist stefna í að Snorri Steinn Guðjónsson verði kynntur til leiks sem þjálfari liðsins í næstu viku. „Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar. Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
„Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar.
Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira