Tækifæri í gervigreindinni en ávarpa þarf áhætturnar Lilja Alfreðsdóttir skrifar 27. maí 2023 08:00 Hugtakið gervigreind leit fyrst dagsins ljós á ráðstefnu við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum sumarið 1956, þegar fólk frá mismunandi fræðasviðum kom saman til að ræða hugsanlega möguleika tölvuþekkingar. Gervigreind í sinni einföldustu mynd er ein af greinum tölvunarfræðinnar sem sameinar tölvunarfræði og gagnasöfn til að finna mynstur, draga ályktanir og leysa vandamál. Um er ræða tækni sem gerir það að verkum að vélar eru færar um að vinna verkefni sem alla jafna krefjast mannlegrar greindar. Þetta er eins og að kenna tölvum að hugsa og læra á eigin spýtur. Þróun gervigreindarinnar gekk nokkuð hægt fyrir sig fyrstu áratugina eftir Dartmouth-ráðstefnuna. Gervigreindin stal kastljósi heimspressunnar árið 1997, þegar ofurtölvan Djúpblá frá tæknirisanum IBM sigraði Íslandsvininn og heimsmeistarann Garry Kasparov í skákeinvígi. Á tuttugustu öldinni má segja að þróun og framfarir í gervigreind hafi verið í veldisvexti, til að mynda í gervigreind sem byggist á svokölluðum tauganetum, sem eiga að endurspegla hvernig mannsheilinn starfar. Gervigreindin í dag vinnur meðal annars að því að meta greiðslugetu fólks, greina líkur á bilunum í vélum og meta hvaða vörur og þjónusta henta viðskiptavinum út frá hegðun þeirra. Þá þekkja margir orðið þær stöllur Siri hjá Apple og Alexu hjá Google sem við mannfólkið nýtum til þess að fá svör við ýmsum spurningum og óskum sem við beinum til þeirra og hvernig þær vinkonur læra af samtalinu við okkur. Opin gervigreind stígur fram Umræðan um gervigreind náð nýjum hæðum í kjölfar þess að bandaríska tæknifyrirtækið Open AI (e. Opin gervigreind) setti gervigreindar-mállíkanið Chatgpt í loftið í nóvember sl. Um er að ræða mállíkan sem byggt er á gríðarstórum gagnasöfnum sem nýtast til þess að rita vitsmunalegan texta um allt sem hugurinn girnist að spyrja um og vita. Hugbúnaðurinn fékk gríðarlega góðar viðtökur hjá almenningi en um 100 milljónir manns notuðu hann á innan við tveimur mánuðum. Á þeim tíma hafa notendur nýtt líkanið til að láta skrifa fyrir sig ritgerðir og hjónavígsluræður, ljóð og tölvukóða, fjárfestingarráðgjöf sem og að mála málverk svo eitthvað sé nefnt. Þessi miklu þáttaskil hafa hrundið af stað umræðu um þróun gervigreindarinnar og hvert hún stefni á þessum mikla hraða með tilheyrandi áhrifum á samfélagið. Hefur þróunin meðal annars valdið bæði von og ótta. Ótta um að tækninni fleygi svo hratt fram að ekki sé hægt að hafa stjórn á henni. Endurspeglaðist þetta meðal annars nýverið í opnu bréfi frá alþjóðlegu stofnuninni Lífið í framtíðinni (e. Future of Life Institute), þar sem hvatt var til sex mánaða hlés í þróun fullkomnustu gerða gervigreindar. Var bréfið undirritað af ýmsum leiðtogum í tækniheiminum, þar á meðal Elon Musk. Í því var ýmsum siðferðislegum álitaefnum velt upp, þar á meðal hvort við eigum á hættu að missa stjórn á siðmenningu okkar, hvort ókjörnum tæknifrömuðum eigi að vera falin jafnmikil völd og felast í þróun á slíkum gervigreindarlíkunum. Áhrifin á vinnumarkaðurinn Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af þróun tækni eins og gervigreind. Þessi tækni mun nýtast okkur til hægðarauka. Þannig getur gervigreindin greint og unnið úr miklu magni gagna hratt og nákvæmlega, hjálpað okkur að takast á við flókin verkefni eins og þýðingu á milli tungumála. Þessi tækni mun opna ýmsa nýja möguleika á sviði heilbrigðisþjónustu og hafa talsmenn vísindanna fært rök fyrir því að gervigreindin geti leyst stór vandamál með þróun nýrra lyfja, hönnun nýrra efna til að berjast gegn loftslagsbreytingum og fleira. Hins vegar er ljóst að vinnumarkaðurinn mun taka miklum breytingum. Fjárfestingabankinn Goldman Sachs spáir því að hagvöxtur á heimsvísu muni aukast um 7% á 10 ára tímabili vegna aukinnar framleiðni. Að sama skapi munu um 300 milljónir starfa verða sjálfvirknivædd. Óttinn við að vélarnar steli störfum er margra alda gamall. Hingað til hefur ný tækni leitt af sér ný störf í stað þeirra sem hafa verið aflögð. Það rímar meðal annars við orð Sams Altmans, stofnanda fyrrnefnda tæknifyrirtækisins Open AI, sem hann lét falla fyrir bandarískri þingnefnd nýverið. Íslensk stjórnvöld og atvinnulífið þurfa að kortleggja vel hvernig vinnumarkaðurinn muni breytast og bjóða upp á menntun sem styður við þessa þróun. Falsfréttir og mikilvægi fjölmiðla Aukið magn falsfrétta og upplýsingaóreiðu mun hafa neikvæð áhrif á lýðræðislegan framgang þjóðríkja. Gervigreindin mun geta ýtt undir þessa þróun, ef engin umgjörð er í tengslum við hana. Það að ætla sér að fanga alla upplýsingaóreiðu er óvinnandi verk. Þess vegna er afar brýnt að ýta undir gagnrýna hugsun. Hægt er að styðja og efla tvær grunnstoðir samfélagsins okkar, þ.e. annars vegar menntakerfið og hins vegar fjölmiðlar. Menntakerfið okkar þarf að vera einkar öflugt til að mæta þessari áskorun og aldrei fyrr hefur reynt eins mikið á lesskilning og ályktunarhæfni ungs fólks. Aukin áhersla á þessa þætti náms mun vera lykilatriði í því hvernig gervigreindin er nýtt. Í menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem ég kynnti í tíð minni sem menntamálaráðherra er meðal annars lögð áhersla á efla tækninám með það að leiðarljósi að færni þróist í takt við þarfir samfélagsins og áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar ásamt því allir geti beitt rökvísi, ígrundun og hafi hugrekki til að skapa. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa átt í vök að verjast í hinni stafrænu byltingu. Tekjuöflun þeirra hefur tekið miklum stakkaskiptum í kjölfar þróunar stórra efnisveitna og samskiptaveitna á borð við YouTube, Google og Facebook. Auglýsingatekjur hafa verið að streyma til þessara veitna. Heildarauglýsingatekjur á Íslandi eru um 20 milljarðar árið 2021 og tæpur helmingur fer inn á þessar veitur. Í Svíþjóð er hlutfallið rúm 73% og hefur þessi þróun verið mjög hröð. Vegna þessa hefur átt sér stað mikil fækkun hjá ritstýrðum fjölmiðlum. Það er mjög neikvæð þróun, þar sem falsfréttir og upplýsingaóreiða hefur aukist verulega. Mikilvægi ritstýrðra fjölmiðla hefur aldrei verið meira í ljósi þessarar þróunar og því brýnt að fjölmiðlastefna stjórnvalda nái fram að ganga á haustþingi. Umgjörð um gervigreind er næst á dagskrá Gervigreindin var meðal annars eitt af aðalfundarefnum á leiðtogafundi G7-ríkjanna, helstu iðnríkja heims, um síðustu helgi. Þar var ákveðið að skipa sérstakan vinnuhóp til að skapa umgjörð um gervigreind. Meginskilaboðin eru að umgjörðin í kringum gervigreind þurfi að endurspegla þau lýðræðislegu gildi sem Vesturlönd hafa lagt rækt við. Það er mjög mikilvægt að helstu iðnríkin sendi þessi skýru skilaboð. Að sama skapi er brýnt hvernig helstu stjórnendur stóru tæknifyrirtækjanna hafa stigið fram og hvatt til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. Síðast skrifaði forstjóri Google Sundar Pichar um mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu og telur að slíkt verði lykilatriði, ásamt því að hvetja Bandaríkin og Evrópu til góðra verka á þessu sviði. Hvatti hann sérstaklega þau ríki sem deila sameiginlegum gildum að skapa trausta og framsækna umgjörð fyrir nýja tækni. Pichar lagði til að stofnuð yrði alþjóðleg stofnun um gervigreindina líkt og Alþjóðakjarnorkumálastofnunin. Stjórnendur Open AI blönduðu sér í umræðuna í vikunni og fullyrtu að gervigreindin geti skapað eindæma hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna, því ættu leiðandi fyrirtæki að taka höndum saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að lýðræðisleg ákvörðun verði tekin um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Ítreka þeir að ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að gervigreindin er þegar nýtt víða. Stórar fréttir úr heimi gervigreindarinnar bárust einnig í vikunni þegar tæknifyrirtækið Nvidia komst í kastljósið þegar virði þess fór eina trilljón bandaríkjadala í kjölfar góðs uppgjörs. Með því varð það að fimmta verðmætasta fyrirtæki Bandaríkjanna. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiða tölvukubba sem nýtast í grafík miklum tölvuleikjum. Fyrir nokkrum árum hófust tilraunir með að nýta kubbana í gervigreind og nýtast þeir nú til þess að búa til nýtt efni, svo sem texta og myndir, allt eftir því sem notandinn óskar eftir að fá. Ljóst er að gríðarleg eftirspurn er eftir tækni sem þessari sem endurspeglar góða af komu og aukið virði fyrirtækisins. Það er ljóst að ör þróun á sér stað í gervigreind og mikilvægt að fyrir Ísland að taka þátt í þeirri þróun. Á sama tíma og ljóst er að fjölmörg tækifæri fylgja notkun gervigreindar er mikilvægt að huga að þeim áskorunum sem henni fylgja og tryggja að tilheyrandi umgjörð sé til staðar og upplýst umræða eigi sér stað um þessa áhugaverðu tækni. Það er mikilvægt að maðurinn stjórni tækninni en ekki öfugt, og það þarf ávallt að hafa bak við eyrum. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Framsóknarflokkurinn Tækni Gervigreind Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Hugtakið gervigreind leit fyrst dagsins ljós á ráðstefnu við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum sumarið 1956, þegar fólk frá mismunandi fræðasviðum kom saman til að ræða hugsanlega möguleika tölvuþekkingar. Gervigreind í sinni einföldustu mynd er ein af greinum tölvunarfræðinnar sem sameinar tölvunarfræði og gagnasöfn til að finna mynstur, draga ályktanir og leysa vandamál. Um er ræða tækni sem gerir það að verkum að vélar eru færar um að vinna verkefni sem alla jafna krefjast mannlegrar greindar. Þetta er eins og að kenna tölvum að hugsa og læra á eigin spýtur. Þróun gervigreindarinnar gekk nokkuð hægt fyrir sig fyrstu áratugina eftir Dartmouth-ráðstefnuna. Gervigreindin stal kastljósi heimspressunnar árið 1997, þegar ofurtölvan Djúpblá frá tæknirisanum IBM sigraði Íslandsvininn og heimsmeistarann Garry Kasparov í skákeinvígi. Á tuttugustu öldinni má segja að þróun og framfarir í gervigreind hafi verið í veldisvexti, til að mynda í gervigreind sem byggist á svokölluðum tauganetum, sem eiga að endurspegla hvernig mannsheilinn starfar. Gervigreindin í dag vinnur meðal annars að því að meta greiðslugetu fólks, greina líkur á bilunum í vélum og meta hvaða vörur og þjónusta henta viðskiptavinum út frá hegðun þeirra. Þá þekkja margir orðið þær stöllur Siri hjá Apple og Alexu hjá Google sem við mannfólkið nýtum til þess að fá svör við ýmsum spurningum og óskum sem við beinum til þeirra og hvernig þær vinkonur læra af samtalinu við okkur. Opin gervigreind stígur fram Umræðan um gervigreind náð nýjum hæðum í kjölfar þess að bandaríska tæknifyrirtækið Open AI (e. Opin gervigreind) setti gervigreindar-mállíkanið Chatgpt í loftið í nóvember sl. Um er að ræða mállíkan sem byggt er á gríðarstórum gagnasöfnum sem nýtast til þess að rita vitsmunalegan texta um allt sem hugurinn girnist að spyrja um og vita. Hugbúnaðurinn fékk gríðarlega góðar viðtökur hjá almenningi en um 100 milljónir manns notuðu hann á innan við tveimur mánuðum. Á þeim tíma hafa notendur nýtt líkanið til að láta skrifa fyrir sig ritgerðir og hjónavígsluræður, ljóð og tölvukóða, fjárfestingarráðgjöf sem og að mála málverk svo eitthvað sé nefnt. Þessi miklu þáttaskil hafa hrundið af stað umræðu um þróun gervigreindarinnar og hvert hún stefni á þessum mikla hraða með tilheyrandi áhrifum á samfélagið. Hefur þróunin meðal annars valdið bæði von og ótta. Ótta um að tækninni fleygi svo hratt fram að ekki sé hægt að hafa stjórn á henni. Endurspeglaðist þetta meðal annars nýverið í opnu bréfi frá alþjóðlegu stofnuninni Lífið í framtíðinni (e. Future of Life Institute), þar sem hvatt var til sex mánaða hlés í þróun fullkomnustu gerða gervigreindar. Var bréfið undirritað af ýmsum leiðtogum í tækniheiminum, þar á meðal Elon Musk. Í því var ýmsum siðferðislegum álitaefnum velt upp, þar á meðal hvort við eigum á hættu að missa stjórn á siðmenningu okkar, hvort ókjörnum tæknifrömuðum eigi að vera falin jafnmikil völd og felast í þróun á slíkum gervigreindarlíkunum. Áhrifin á vinnumarkaðurinn Það er eðlilegt að hafa áhyggjur af þróun tækni eins og gervigreind. Þessi tækni mun nýtast okkur til hægðarauka. Þannig getur gervigreindin greint og unnið úr miklu magni gagna hratt og nákvæmlega, hjálpað okkur að takast á við flókin verkefni eins og þýðingu á milli tungumála. Þessi tækni mun opna ýmsa nýja möguleika á sviði heilbrigðisþjónustu og hafa talsmenn vísindanna fært rök fyrir því að gervigreindin geti leyst stór vandamál með þróun nýrra lyfja, hönnun nýrra efna til að berjast gegn loftslagsbreytingum og fleira. Hins vegar er ljóst að vinnumarkaðurinn mun taka miklum breytingum. Fjárfestingabankinn Goldman Sachs spáir því að hagvöxtur á heimsvísu muni aukast um 7% á 10 ára tímabili vegna aukinnar framleiðni. Að sama skapi munu um 300 milljónir starfa verða sjálfvirknivædd. Óttinn við að vélarnar steli störfum er margra alda gamall. Hingað til hefur ný tækni leitt af sér ný störf í stað þeirra sem hafa verið aflögð. Það rímar meðal annars við orð Sams Altmans, stofnanda fyrrnefnda tæknifyrirtækisins Open AI, sem hann lét falla fyrir bandarískri þingnefnd nýverið. Íslensk stjórnvöld og atvinnulífið þurfa að kortleggja vel hvernig vinnumarkaðurinn muni breytast og bjóða upp á menntun sem styður við þessa þróun. Falsfréttir og mikilvægi fjölmiðla Aukið magn falsfrétta og upplýsingaóreiðu mun hafa neikvæð áhrif á lýðræðislegan framgang þjóðríkja. Gervigreindin mun geta ýtt undir þessa þróun, ef engin umgjörð er í tengslum við hana. Það að ætla sér að fanga alla upplýsingaóreiðu er óvinnandi verk. Þess vegna er afar brýnt að ýta undir gagnrýna hugsun. Hægt er að styðja og efla tvær grunnstoðir samfélagsins okkar, þ.e. annars vegar menntakerfið og hins vegar fjölmiðlar. Menntakerfið okkar þarf að vera einkar öflugt til að mæta þessari áskorun og aldrei fyrr hefur reynt eins mikið á lesskilning og ályktunarhæfni ungs fólks. Aukin áhersla á þessa þætti náms mun vera lykilatriði í því hvernig gervigreindin er nýtt. Í menntastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem ég kynnti í tíð minni sem menntamálaráðherra er meðal annars lögð áhersla á efla tækninám með það að leiðarljósi að færni þróist í takt við þarfir samfélagsins og áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar ásamt því allir geti beitt rökvísi, ígrundun og hafi hugrekki til að skapa. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa átt í vök að verjast í hinni stafrænu byltingu. Tekjuöflun þeirra hefur tekið miklum stakkaskiptum í kjölfar þróunar stórra efnisveitna og samskiptaveitna á borð við YouTube, Google og Facebook. Auglýsingatekjur hafa verið að streyma til þessara veitna. Heildarauglýsingatekjur á Íslandi eru um 20 milljarðar árið 2021 og tæpur helmingur fer inn á þessar veitur. Í Svíþjóð er hlutfallið rúm 73% og hefur þessi þróun verið mjög hröð. Vegna þessa hefur átt sér stað mikil fækkun hjá ritstýrðum fjölmiðlum. Það er mjög neikvæð þróun, þar sem falsfréttir og upplýsingaóreiða hefur aukist verulega. Mikilvægi ritstýrðra fjölmiðla hefur aldrei verið meira í ljósi þessarar þróunar og því brýnt að fjölmiðlastefna stjórnvalda nái fram að ganga á haustþingi. Umgjörð um gervigreind er næst á dagskrá Gervigreindin var meðal annars eitt af aðalfundarefnum á leiðtogafundi G7-ríkjanna, helstu iðnríkja heims, um síðustu helgi. Þar var ákveðið að skipa sérstakan vinnuhóp til að skapa umgjörð um gervigreind. Meginskilaboðin eru að umgjörðin í kringum gervigreind þurfi að endurspegla þau lýðræðislegu gildi sem Vesturlönd hafa lagt rækt við. Það er mjög mikilvægt að helstu iðnríkin sendi þessi skýru skilaboð. Að sama skapi er brýnt hvernig helstu stjórnendur stóru tæknifyrirtækjanna hafa stigið fram og hvatt til aukinnar alþjóðlegrar samvinnu. Síðast skrifaði forstjóri Google Sundar Pichar um mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu og telur að slíkt verði lykilatriði, ásamt því að hvetja Bandaríkin og Evrópu til góðra verka á þessu sviði. Hvatti hann sérstaklega þau ríki sem deila sameiginlegum gildum að skapa trausta og framsækna umgjörð fyrir nýja tækni. Pichar lagði til að stofnuð yrði alþjóðleg stofnun um gervigreindina líkt og Alþjóðakjarnorkumálastofnunin. Stjórnendur Open AI blönduðu sér í umræðuna í vikunni og fullyrtu að gervigreindin geti skapað eindæma hagsæld en tilvistarleg ógn geri það að verkum að grípa þurfi til forvarna, því ættu leiðandi fyrirtæki að taka höndum saman um samfélagslega aðlögun með öryggi að leiðarljósi. Stjórnendur OpenAI segja því mikilvægt að lýðræðisleg ákvörðun verði tekin um takmörk og umfang gervigreindarforrita. Ítreka þeir að ekki raunhæft að ætla að stöðva þróun gervigreindar, bæði vegna þess hversu jákvæðar breytingar hún muni hafa í för með sér en einnig vegna þess að gervigreindin er þegar nýtt víða. Stórar fréttir úr heimi gervigreindarinnar bárust einnig í vikunni þegar tæknifyrirtækið Nvidia komst í kastljósið þegar virði þess fór eina trilljón bandaríkjadala í kjölfar góðs uppgjörs. Með því varð það að fimmta verðmætasta fyrirtæki Bandaríkjanna. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í framleiða tölvukubba sem nýtast í grafík miklum tölvuleikjum. Fyrir nokkrum árum hófust tilraunir með að nýta kubbana í gervigreind og nýtast þeir nú til þess að búa til nýtt efni, svo sem texta og myndir, allt eftir því sem notandinn óskar eftir að fá. Ljóst er að gríðarleg eftirspurn er eftir tækni sem þessari sem endurspeglar góða af komu og aukið virði fyrirtækisins. Það er ljóst að ör þróun á sér stað í gervigreind og mikilvægt að fyrir Ísland að taka þátt í þeirri þróun. Á sama tíma og ljóst er að fjölmörg tækifæri fylgja notkun gervigreindar er mikilvægt að huga að þeim áskorunum sem henni fylgja og tryggja að tilheyrandi umgjörð sé til staðar og upplýst umræða eigi sér stað um þessa áhugaverðu tækni. Það er mikilvægt að maðurinn stjórni tækninni en ekki öfugt, og það þarf ávallt að hafa bak við eyrum. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun