Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2023 14:31 Lilja ætlar að reyna að koma böndum á umsvif auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins. vísir/arnar Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“ Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Lilja var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu í vikunni og var þar meðal annars spurð um stöðuna á fjölmiðlamarkaði og hvað stjórnvöld ætluðu að gera til að styðja við bakið á frjálsum fjölmiðlum sem nú eiga í vök að verjast. Ætlar RÚV að koma í veg fyrir að fé streymi úr landi „Fjölmiðlum er að fækka og það er þróun sem ég hef stórkostlegar áhyggjur af,“ sagði Lilja. Hún tilkynnti þá Arnþrúði að hvað hún ætlaði að gera til að stemma stigu við þeirri þróun. „Í fyrsta lagi erum við með starfshóp sem hefur verið settur á laggirnar en þarf að skila hratt og örugglega, hefur það hlutverk að draga úr vægi RÚV á auglýsingamarkaðnum. Við erum búin að stúdera það mjög vel. Við teljum að það sé ekki skynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði. Vegna þess að auglýsingatekjurnar eru mjög líklegar að fara í auknum mæli til Facebook, Google og YouTube.“ Þannig virðist ráðherra fjölmiðla meta það svo að hlutverk Ríkisútvarpsins sé meðal annars það að reyna með einhverjum hætti að standa í vegi fyrir því að auglýsingafé sem til skiptanna er hér á landi fari úr landi og í samfélagsmiðlaveiturnar. Ætlar að skera auglýsingadeildina niður „Hugmyndin er, og ég hef tjáð Útvarpsstjóra þetta, að auglýsingarnar verði í svokölluðu pant. Í stað þess að þau í raun og veru fari í svona mikla markaðssetningu á auglýsingunum þá geta fyrirtæki og einstaklingar pantað auglýsingar. Þannig að umfang auglýsingadeildarinnar á að minnka.“ Lilja sagðist aðspurð ekki hafa áhyggjur af því að þessu væri erfitt að framfylgja. Þetta yrði sett inn í þjónustusamning og að þessu væri nú verið að vinna. „Þetta eru miklar kerfisbreytingar,“ sagði Lilja sem hafði ekki svar á reiðum höndum hvað þær kynnu að kosta, hversu mikið það tæki af þeirri sneið sem Ríkisútvarpið tekur til sín á auglýsingamarkaði, sem er vel á 3. milljarð króna. „En það sem mun gerast er að það er ákveðið súrefni sem myndast fyrir aðra fjölmiðla. Og ég ætla að segja það að það er hagur allra fjölmiðla á Íslandi að standa vörð um þennan auglýsingamarkað.“
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira