Sorpa Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 26. maí 2023 08:01 Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Sorpa Kirkjugarðar Kópavogur Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Hugmynd um endurvinnslustöð Sorpu við Kópavogskirkjugarð kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra. Almennt er staðsetning endurvinnslustöðva í miðri íbúabyggð ekki heppileg, einkum vegna mikillar umferðar þungaflutningabíla sem skapast í kringum slíkar stöðvar. Núverandi staðsetning endurvinnslustöðvar Sorpu við Dalveg er því ákaflega óheppileg enda ekki í samræmi við aðalskipulag og stefnu bæjarins. Mikil slysahætta er við Dalveginn vegna starfsemi stöðvarinnar. Íbúar nærliggjandi byggðar hafa ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi enda gerir deiliskipulag svæðisins ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa og aðra vegfarendur í Kópavogsdalnum, eins og kaffi- og veitingastöðum, leiksvæði o.s.frv. Í áratug hefur málið verið rætt í bæjarstjórn, verið í opinberri umræðu og í samskiptum við forsvarsmenn Sorpu án þess að málið þokist eitthvað áfram. Ótækt var að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Nú þegar fyrir liggur að Sorpa flytur af Dalvegi í september 2024 þarf að huga að næstu skrefum. Við ætlum að efla grenndarstöðvar í hverfum Kópavogs og hefst undirbúningur á þeirri vinnu fljótlega. Þá blasir við að gera þarf ítarlega þarfa- og valkostagreiningu á mögulegri endurvinnslustöð sem skilar raunhæfri niðurstöðu. Við sem leiðum bæjarstjórn Kópavogs höfum ávallt staðið fast á því að mikilvægt sé að finna heppilega staðsetningu fyrir endurvinnslustöð sem þjónar hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa er byggðarsamlag í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því. Eitt er þó víst að endurvinnslustöð við Kópavogskirkjugarð var aldrei raunhæfur möguleiki frá upphafi að okkar mati. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun