Borðaklipping og nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. maí 2023 20:04 Skærin klár þegar Bergþóra og Sigurður Ingi klipptu á borðann í morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr kafli var skrifaður í samgöngumál á Suðurlandi í dag þegar nýr vegarkafli á milli Hveragerðis og Selfoss var opnaður með borðaklippingu. Um ellefu þúsund bílar fara um veginn á hverjum sólarhring. Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Það var forstjóri Vegagerðarinnar og innviðaráðherra sem opnuðu þennan vegarkafla formlega með því að klippa á borða. Fornbíll var á staðnum og tvær rútur, ein gömul og ein splunkuný rafmagnsrúta til að leggja áherslu á þær breytingar, sem hafa átt sér stað í vega- og samgöngumálum landsins í gegnum árin. Nýi vegurinn er töluvert á undan áætlun en samkvæmt útboði átti hann að vera klár í september í haust. Fyrir utan breikkun vegarins voru akstursstefnu aðskildar með vegriði. Einnig hefur tengingum fækkað inn á veginn til muna en þær voru yfir tuttugu talsins en nú eru vegamót aðeins tvenn. Skærin á púðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg gríðarleg bót hér á vegamálum,“ segir Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri á Suðurlandi. „Þetta er gleðidagur, ég er alveg himinlifandi með þennan dag. Þessi vegur breytir náttúrulega greiðfærni og allt það en númer 1, 2 og 3 er þetta gríðarleg bót á umferðaröryggi á einum mesta umferðarvegi landsins í ört stækkandi byggðarlagi,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar. En nú eru margir sem velta því fyrir sér af hverju þetta er ekki 2+ 2 vegur? „Þetta er 2+2 vegur en við höfum hins vegar ekki gengið frá yfirborðinu nema 2+1 út af því að við ætluðum að nota þá peninga, sem út af stóðu í önnur mjög áríðandi verkefni,“ segir Bergþóra. Búið að klippa.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessu verki. Það er faglega unnið og flott og fyrir tímann, snyrtilegt og glæsilegt mannvirki auðvitað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra. Það gerði góðan rigningarskúr við borðaklippinguna en fólk lét það ekki slá sig út af laginu. „Og hvenær kemur sumarið? „Ég held að það sé að byrja að glytta í það öðru hvoru en það hverfur alltaf aftur. En það kemur að lokum,“ segir Sigurður Ingi hlægjandi. Guðrún Hafsteinsdóttir, verðandi dómsmálaráðherra og Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri voru kát við athöfn dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ölfus Hveragerði Vegagerð Samgöngur Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent