„Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 13:01 Nikolaj Hansen og Birnir Snær Ingason fagna saman marki í sumar. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson vill alls ekki eigna sér heiðurinn af frammistöðu Loga Tómassonar og Birnis Ingasonar sem hafa spilað mjög vel í upphafi Bestu deildarinnar og eiga mikinn þátt í því að Víkingsliðið er með fullt hús og fimm stiga forskot á toppnum eftir átta umferðir. Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Víkingar geta unnið sinn níunda leik í röð í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar þeir heimsækja KA-menn norður á Akureyri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Vikingsliðsins, var í viðtali í Þungavigtinni þar sem hann ræddi tímabilið og leikinn við KA. Þungavigtarmenn spurðu Arnar út í þá Loga Tómasson og Birni Snæ Ingason og frábæra frammistöðu þeirra í sumar. Það má í raun segja að báðir hafi þeir sprungið út og eru í hópi þeirra leikmanna Bestu deildarinnar sem hafa spilað best í upphafi tímabils. „Logi tók þá ákvörðun fyrir tveimur árum að fara ‚all in' og er að uppskera eftir því. Hann getur spilað margar stöður sem er mikilvægt í nútímafótbolta,“ sagði Arnar. Arnar er fullviss að Logi fari í atvinnumennsku en vonast til þess að Víkingar nái að halda honum út leiktíðina. Víkingar gætu þá selt hann eftir tímabilið líkt og Blikar gerðu við Ísak Snæ Þorvaldsson í fyrra. Kristján Óli Sigurðsson ræddi við Arnar og nefndi það að honum finnist Birnir Snær vera allt annar leikmaður en var í fyrra. „Breytti hann einhverju sjálfur í vetur eða gerðu þið þetta í sameiningu,“ spurði Kristján Óli. „Nei, ég á engan þátt í þessu. Þetta er bara nákvæmlega það sama og með Loga. Á einhverjum tímapunkti sestu niður í sófann þinn og ferð að hugsa um hvað þú ætlar að gera með þitt líf,“ sagði Arnar og hélt áfram: „Viltu vera hluti af einu besta liði á Íslandi og taka þátt í úrslitaleikjum og í Evrópukeppni og þess háttar eða ætlar þú bara að vera 35 ára og vakna upp við vondan draum: Af hverju gerði ég ekki þetta og af hverju gerði ég ekki hitt,“ sagði Arnar. „Með alla þessa hæfileika sem hann hefur þá virðist það vera þannig að hann núllstillti sig og fór bara ‚all in' eins og ég orðaði það skemmtilega með Loga. Það er ekkert sem ég gerði, hann gerði þetta algjörlega sjálfur,“ sagði Arnar en hér fyrir neðan má heyra brot úr viðtalinu. Klippa: Arnar Gunnlaugsson: Nei, ég á engan þátt í þessu Það má finna allt viðtalið við Arnar inn á Þungavigtarsíðunni en þar er einnig rætt við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, fyrir stórleikinn á móti Val í kvöld. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur KA og Víkings hefst klukkan 18.00 og útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 17.50. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19.15 en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 19.00 og strax á eftir verða Bestu tilþrifin. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri. Hvort sem er innanlands eða utan. Skútunni stýrir Rikki G íþróttafréttamaður ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni betur þekktir sem Mike og Höfðinginn.
Besta deild karla Þungavigtin Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti