Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2023 14:30 Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun