Þegar Geiri fer í fríið Sigurjón Þórðarson skrifar 24. maí 2023 14:01 Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Seðlabankinn Flokkur fólksins Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni. Einnig vill Seðlabankastjóri skiljanlega koma úthvíldur til kjaraviðræðna í haust, en ætli mætti á málflutningi hans að hyggist taka að sér forystuhlutverk fyrir hönd SA, í hjáverkum. Til að undirbúa fríið sem best, hefur Seðlabankinn ákveðið að gefa þjóðinni vaxtahækkunarpillu (1.250 milligrömm), þrátt fyrir að meðalið hafi hingað til ekki slegið á verðbólguna. Í öðrum vestrænum ríkjum myndu þessar stórkarlalegu vaxtahækkanir kalla á umræðu um að örvænting og öngþveiti ríkti í efnahagsmálum þjóðar. Í umræðu á Alþingi í vikunni, um skefjalausar vaxtahækkanir var ekki að heyra að formaður Sjálfstæðisflokksins væri almennilega upplýstur um áhrif stýrivaxtahækkana á fólkið í landinu. Það var engu líkara en hagsmunir almennings og minni fyrirtækja sem hafa ekki aðgang að ókeypis peningum lífeyrissjóðanna, skiptu hann engu máli. Það er augljóst að stjórnvöld eru að setja minni fyrirtæki, bændur, einyrkja og fjölskyldur í vandræði og neyða þá kynslóð sem tók óverðtryggð til að skuldbreyta í verðtryggð lán. Auðvitað munu afturhvörf til verðtryggðra lána gera stýrivaxtahækkanir Seðlabankans bitlausari þegar fram líða stundir, en skiptir það einhverju máli? - Seðlabankastjórinn er kominn í frí. Nú er spurningin sú hvort hann sendi þjóðinni tásumynd eftir að haf sýnt henni puttann? Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar