Sjálfsmark Arnórs Ingva gaf Elfsborg sigur gegn Norrköping Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. maí 2023 19:15 Hákon Rafn stóð vaktina í marki Elfsborg þegar liðið vann Norrköping í dag. Twitter@IFElfsborg1904 Arnór Sigurðsson kom Norrköping yfir í Íslendingslag gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Það dugði hins vegar ekki þar sem Elfsborg kom til baka og vann 2-1 sigur þar sem Arnór Ingvi Traustason setti boltann í eigið net. Þá vann Kalmar 1-0 útisigur. Það var fjöldi Íslendinga í eldlínunni í Svíþjóð í dag. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið tók á móti Elfsborg í dag. Hjá gestunum voru Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliðinu. Sveinn Aron fékk gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann braut á Arnóri Sig. Sá síðarnefndi hefndi sín þegar hann braut ísinn á 29. mínútu leiksins. Hann átti þá aukaspyrnu utan af kanti sem flaug yfir alla í vítateignum og endaði í horninu fjær. 1-0 IFK Norrköping mot Elfsborg! Arnór Sigurdsson med ett frisparksmål! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ulRG1aP25t— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik. Heimamenn héldu forystunni en þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jafnaði Elfsborg metin. Skömmu síðar kom Andri Lucas Guðjohnsen inn fyrir Arnór Sigurðsson. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir hornspyrnu. Fyrirgjöfin fór af Arnóri Ingva og í netið sem kom gestunum 2-1 yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Elfsborg vann mikilvægan 2-1 sigur í toppbaráttunni. Repris på 2-1-målet. Bollen ser ut att ta på Arnór Traustason innan den når nät pic.twitter.com/Cx7YzAQh94— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn og fékk gult spjald í 1-0 útisigri Kalmar á Varnamo. Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig að loknum 9 umferðum. Norrköping er í 4. sæti með 17 stig og Kalmar í 6. sæti með 14 stig. Í úrvalsdeild kvenna gerði Rosengård 2-2 jafntefli á útivelli við Hammarby. Guðrún Arnarsdóttir spilaði allan leikinn í vörn Rosengård. Gestirnir brenndu af vítaspyrnu í uppbótartíma. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í 7. sæti með 15 stig að loknum 9 umferðum. Hammarby er í 3. sæti með 19 stig. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Það var fjöldi Íslendinga í eldlínunni í Svíþjóð í dag. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi voru í byrjunarliði Norrköping þegar liðið tók á móti Elfsborg í dag. Hjá gestunum voru Hákon Rafn Valdimarsson og Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliðinu. Sveinn Aron fékk gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks þegar hann braut á Arnóri Sig. Sá síðarnefndi hefndi sín þegar hann braut ísinn á 29. mínútu leiksins. Hann átti þá aukaspyrnu utan af kanti sem flaug yfir alla í vítateignum og endaði í horninu fjær. 1-0 IFK Norrköping mot Elfsborg! Arnór Sigurdsson med ett frisparksmål! Se matchen på https://t.co/ocJJkbIhfX pic.twitter.com/ulRG1aP25t— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Reyndist það eina mark fyrri hálfleik. Heimamenn héldu forystunni en þegar fimmtán mínútur lifðu leiks jafnaði Elfsborg metin. Skömmu síðar kom Andri Lucas Guðjohnsen inn fyrir Arnór Sigurðsson. Þegar sex mínútur voru til leiksloka fengu gestirnir hornspyrnu. Fyrirgjöfin fór af Arnóri Ingva og í netið sem kom gestunum 2-1 yfir. Fleiri urðu mörkin ekki og Elfsborg vann mikilvægan 2-1 sigur í toppbaráttunni. Repris på 2-1-målet. Bollen ser ut att ta på Arnór Traustason innan den når nät pic.twitter.com/Cx7YzAQh94— discovery+ sport (@dplus_sportSE) May 22, 2023 Davíð Kristján Ólafsson spilaði allan leikinn og fékk gult spjald í 1-0 útisigri Kalmar á Varnamo. Elfsborg er í 2. sæti með 22 stig að loknum 9 umferðum. Norrköping er í 4. sæti með 17 stig og Kalmar í 6. sæti með 14 stig. Í úrvalsdeild kvenna gerði Rosengård 2-2 jafntefli á útivelli við Hammarby. Guðrún Arnarsdóttir spilaði allan leikinn í vörn Rosengård. Gestirnir brenndu af vítaspyrnu í uppbótartíma. Rosengård hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í 7. sæti með 15 stig að loknum 9 umferðum. Hammarby er í 3. sæti með 19 stig.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira