Þau Alexandra Briem borgarfulltrúi og Vilhjálmur Árnason alþingismaður ætla fyrst að rökræða áform Reykjavíkurborgar um byggð í Skerjafirði sem Vilhjálmur segir bæði brot á samkomulagi ríkis og borgar og ógna flugöryggi.
Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður ætla að leggja orð í belg um fasteignamarkaðinn sem verið hefur til umræðu undanfarna þætti.
Teitur Björn Einarsson alþingismaður og Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands skiptast á skoðunum um hvalveiðar í kjölfar nýrrar skýrslu MAST. Er nauðsynlegt að skjóta þá var spurt og sú spurning lifir greinilega góðu lífi.
Í lok þáttar ræða þau Logi Einarsson og Bryndís Haraldsdóttir um leiðtogafund Evrópuráðsins og áhrif þeirrar samkomu á heimsmálin auk þess að tæpa á innlendri pólitík að einhverju marki.