Joe Biden Bandaríkjaforseti samþykkti á leiðtogafundi G-7-ríkjanna í gær að landið styddi alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið eftir um langt skeið.
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði „tíðindin söguleg“ en hann mætti óvænt til Japans í morgun, þar sem leiðtogafundur G-7-ríkjanna fer fram. Á fundinum hefur meðal annars verið ákveðið að herða viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum.
Sjá einnig: Selenskí kominn til Japans
„Vesturlönd halda áfram að ýta undir stigmögnunina og taka þar með mikla áhættu. Við munum tvímælalaust taka þetta með í reikninginn. Við höfum alla burði til að mæta – og ná – væntanlegum markmiðum okkar,“ sagði Alexander Grushko við rússneska ríkismiðilinn TASS.
Lönd á borð við Holland, Danmörk og Belgíu hafa öll yfir F-16 herþotum að ráða. AP fréttaveitan og Guardian greindu frá.