„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. maí 2023 22:32 Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar atvikið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni. Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira