Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 15:16 Herþotur af gerðinni F-16. Getty/Ezra Acayan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. Vonast er til þess að þjálfunin geti hafist á næstu vikum og á hún að eiga sér stað í Evrópu, samkvæmt heimildarmanni Politico. Áður höfðu borist fréttir af því að Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að standa í vegi þess að F-16 herþotur yrðu sendar til Úkraínu. Fjögurra mánaða þjálfun Blaðamenn Yahoo News komu nýverið höndum yfir skýrslu frá flugher Bandaríkjanna þar sem fram kemur að það myndi taka eingöngu fjóra mánuði að þjálfa úkraínska hermenn í að fljúga F-16 herþotum. Það er mun minni tími en áður hefur verið talað um. Skýrslunni var deilt með nokkrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, sem nota F-16. Hún byggir á því að tveimur úkraínskum flugmönnum hafi verið boðið til Bandaríkjanna í febrúar og mars, þar sem þeir fengu þjálfun á herþoturnar vestrænu. Annar flugmaðurinn hafði lokið þjálfun á MiG-29 orrustuþotuna og hinn á Su-27 herþotuna en báðar eru frá tímum Sovétríkjanna. Þeir höfðu hvorugur flogið F-16 en fengu stutta kynningu og voru svo settir í flughermi þar sem geta þeirra var könnuð yfir rúmar ellefu klukkustundir. Fjórir kennsluflugmenn, sem hafa flogið F-16 þotum í þúsundir klukkustunda, fylgdust með flugmönnunum úkraínsku. Í áðurnefndri skýrslu segir að úkraínsku mennirnir hafi sýnt tæknilega kunnáttu og getu. Flókinn rafeindabúnaður herþotunnar hafi þó reynst þeim erfiður. Sá búnaður sé þar að auki allur gerður fyrir enskumælandi flugmenn. Í skýrslunni segir að raunhæft sé að það taki um fjóra mánuði að þjálfa úkraínska flugmenn á F-16. Embættismenn í Bandaríkjunum höfðu áður sagt að slík þjálfun gæti tekið allt að átján mánuði. Frá fundi leiðtoga G-7 ríkjanna í Japan í dag. Frá vinstri: Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada,Olaf Scholz, kanslari Þýskalands,Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Charles Michel, forseti Evrópuráðsins.AP/Stefan Rousseau Bretar tilbúnir að þjálfa flugmenn Bretar hafa áður boðist til að þjálfa úkraínska hermenn á F-16 þoturnar. Sjá einnig: Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Yfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa stofnað nokkurs konar vinnuhóp ríkja um það að flytja F-16 herþotur til Úkraínu. Þær eru í notkun víða en margir eigendur þeirra eru að skipta þeim út fyrir nýrri og háþróaðri herþotur af gerðinni F-35. Þeirra á meðal eru Noregur, Danmörk og Holland. Fréttakona Politico segir að ákveði ráðamenn einhvers ríkis að senda Úkraínumönnum herþotur muni það taka nokkurn tíma að gera þær klárar. Nú er útlit fyrir að ef af verður, þá verði úkraínskir flugmenn klárir. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða. Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bretland Joe Biden Tengdar fréttir Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. 19. maí 2023 11:54 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Vonast er til þess að þjálfunin geti hafist á næstu vikum og á hún að eiga sér stað í Evrópu, samkvæmt heimildarmanni Politico. Áður höfðu borist fréttir af því að Bandaríkjamenn ætluðu sér ekki að standa í vegi þess að F-16 herþotur yrðu sendar til Úkraínu. Fjögurra mánaða þjálfun Blaðamenn Yahoo News komu nýverið höndum yfir skýrslu frá flugher Bandaríkjanna þar sem fram kemur að það myndi taka eingöngu fjóra mánuði að þjálfa úkraínska hermenn í að fljúga F-16 herþotum. Það er mun minni tími en áður hefur verið talað um. Skýrslunni var deilt með nokkrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins, sem nota F-16. Hún byggir á því að tveimur úkraínskum flugmönnum hafi verið boðið til Bandaríkjanna í febrúar og mars, þar sem þeir fengu þjálfun á herþoturnar vestrænu. Annar flugmaðurinn hafði lokið þjálfun á MiG-29 orrustuþotuna og hinn á Su-27 herþotuna en báðar eru frá tímum Sovétríkjanna. Þeir höfðu hvorugur flogið F-16 en fengu stutta kynningu og voru svo settir í flughermi þar sem geta þeirra var könnuð yfir rúmar ellefu klukkustundir. Fjórir kennsluflugmenn, sem hafa flogið F-16 þotum í þúsundir klukkustunda, fylgdust með flugmönnunum úkraínsku. Í áðurnefndri skýrslu segir að úkraínsku mennirnir hafi sýnt tæknilega kunnáttu og getu. Flókinn rafeindabúnaður herþotunnar hafi þó reynst þeim erfiður. Sá búnaður sé þar að auki allur gerður fyrir enskumælandi flugmenn. Í skýrslunni segir að raunhæft sé að það taki um fjóra mánuði að þjálfa úkraínska flugmenn á F-16. Embættismenn í Bandaríkjunum höfðu áður sagt að slík þjálfun gæti tekið allt að átján mánuði. Frá fundi leiðtoga G-7 ríkjanna í Japan í dag. Frá vinstri: Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada,Olaf Scholz, kanslari Þýskalands,Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins,Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan, Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, og Charles Michel, forseti Evrópuráðsins.AP/Stefan Rousseau Bretar tilbúnir að þjálfa flugmenn Bretar hafa áður boðist til að þjálfa úkraínska hermenn á F-16 þoturnar. Sjá einnig: Senda Úkraínumönnum einnig langdræga dróna Yfirvöld í Bretlandi og Hollandi hafa stofnað nokkurs konar vinnuhóp ríkja um það að flytja F-16 herþotur til Úkraínu. Þær eru í notkun víða en margir eigendur þeirra eru að skipta þeim út fyrir nýrri og háþróaðri herþotur af gerðinni F-35. Þeirra á meðal eru Noregur, Danmörk og Holland. Fréttakona Politico segir að ákveði ráðamenn einhvers ríkis að senda Úkraínumönnum herþotur muni það taka nokkurn tíma að gera þær klárar. Nú er útlit fyrir að ef af verður, þá verði úkraínskir flugmenn klárir. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða.
Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Bretland Joe Biden Tengdar fréttir Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. 19. maí 2023 11:54 Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Sjá meira
Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. 19. maí 2023 11:54
Leiðtogafundurinn hefði tæplega getað verið tölvupóstur Alþjóðastjórnmálafræðingur segir að tjónaskrá sem samþykkt var að gera á leiðtogafundi Evrópuráðsins muni setja Úkraínumenn í betri stöðu en ella. Fundurinn hafi skipt miklu máli, þó imprað hafi verið á gildum sem telja mætti augljós. 19. maí 2023 08:00
Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent