Sköpum minningar á Degi barnsins Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 21. maí 2023 08:01 Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Börn og uppeldi Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 21. maí fögnum við Degi barnsins. Dagurinn, sem helgaður er börnum, var haldinn háíðlegur í fyrsta sinn þann 25. maí 2008. Eitt helsta markmið dagsins er að hvetja til ánægjulegra samverustunda foreldra og barna. Mikilvægt er að skapa fjölskylduvænt samfélag þar börn finna að á þau sé hlustað, þau tilheyri, upplifi ást og öryggi. Dagurinn er barnsins, setjum það og þarfir þess í fyrsta sæti. Leggjum allt annað til hliðar, slökkvum á snjalltækjum, veitum barninu óskipta athygli og sköpum jákvæðar og ánægjulegar minningar saman. Leyfðu deginum í dag að kalla fram barnið í þér þar sem hlátur, forvitni og barnslegt viðhorf ræður ríkjum. Leyfðu þér að leika, taka þátt og njóta. Leyfðu deginum að fylla hjarta þitt af barnslegri gleði, hamingju og von. Veldu að verja deginum í núvitund og vera fullkomlega til staðar í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Taktu eftir líðandi stundu með fulla athygli og opinn huga. Leyfðu þér að finna friðinn í augnablikinu án þess að festast í fortíð eða framtíð. Leyfðu þér að njóta dags barnsins. Unsplash Gleðiöndun Notaðu djúpa öndun til að hjálpa þér að sleppa takinu, auðvelda þér að leyfa barninu að vera við stjórn og njóta. Gleðiöndun er æfing sem ýtir undir gleði og vellíðan hjá þér og þínu barni. Andaðu djúpt að og ímyndaðu þér að lungun og líkaminn fyllist af gleði. Andaðu frá og leyfðu gleðinni að streyma frá þér. Endurtaktu nokkrum sinnum þar til þú finnur gleðina umvefja þig. Gæðastund fjölskyldunnar Dagurinn í dag er tilvalin gæðastund fjölskyldunnar. Misjafnt er hvað fjölskyldumeðlimir flokka sem gæðastund. Hvettu barnið til að skipuleggja daginn, segðu já við tillögum þess, þó innan skynsamlegra marka. Leyfðu barninu að skapa sinn dag, fullan af athöfnum sem því þykja skemmtilegar eða ánægjulegar. Hér eru nokkrar tillögur: Spila, púsla, baka, elda, dansa Semja saman sögu eða brandara Fara í leiki (bæði inni og úti) Mála, leira, föndra Fara í göngutúr, hjólatúr, fjöruferð Fara í bíó, ísbúð, kaffihús, safn, bæjarferð Horfa á mynd, vera á náttfötunum allan daginn Taktu þátt í degi barnsins og leyfðu því að kalla fram bros með innihaldsríkri samveru án truflana eða áreitis m.a. frá snjalltækjum. Sköpum ánægjulegar minningar á Degi barnsins sem barnið getur leitað í um ókomna tíð. Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun