Leikbönn Íslendinganna standa: Félögunum gert að greiða hálfa milljón Aron Guðmundsson skrifar 19. maí 2023 10:31 Sævar Atli Magnússon, leikmaður Lyngby og Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður FC Kaupmannahafnar Vísir/Samsett mynd Áfrýjun Íslendingaliðanna FC Kaupmannahöfn og Lyngby, á gulu spjaldi sem íslensku leikmenn þeirra Hákon Arnar Haraldsson og Sævar Atli Magnússon fengu á dögunum hefur verið hafnað. Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna. Danski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Báðir hafa þeir því fengið hámark gulra spjalda og þurfa því að taka út leikbann. Þetta þýðir að Sævar Atli, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Lyngby, verður í leikbanni þegar að Íslendingaliðið sem spilar undir stjórn Freys Alexanderssonar og háir nú harða fallbaráttu mætir OB um komandi helgi. Forráðamenn Lyngby töldu sig hafa sterk rök á bak við sig þegar að þeir ákváðu að áfrýja gula spjaldinu sem Sævar Atli fékk í leiknum gegn Silkeborg. Að mati Lyngby var um klára snertingu að ræða mill Sævars og Tobias Salqvist, leikmanns Silkeborg, þegar að Íslendingurinn féll til jarðar og fékk gult spjald fyrir leikaraskap. Þessu er danska knattspyrnusambandið ekki sammála og stendur dómari leiksins fastur á þeirri skoðun sinni að háttsemi Sævars Atla hafi verðskuldað gult spjald. Og það er ekki nóg með að áfrýjun Lyngby hafi verið hafnað heldur mun félagið einnig þurfa að greiða 25 þúsund danskar krónur, því sem jafngildir rúmum 500 þúsund íslenskum krónum, þar sem það hefur ekki aðild að agadómstóli danska knattspyrnusambandsins. Þegar að þrjár umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni situr Lyngby í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum frá öruggu sæti. Þá eru tveir af þeim þremur leikjum sem liðið á eftir gegn liðunum sem eru einnig í fallbaráttunni, Álaborg og Horsens. Sömu sögu að segja með Hákon Arnar Að sama skapi verður gula spjaldið, sem Hákon Arnar fékk fyrir háttsemi sína á varamannabekk FC Kaupmannahafnar gegn Bröndby á dögunum, ekki dregið til baka. Hákon Arnar er sagður hafa hlaupið um 25 metra frá varamannabekk FC Kaupmannahafnar í leiknum til þess að hafa áhrif á gang mála. Sem betur fer fyrir Hákon Arnar varð gula spjaldið hans gegn Bröndy ekki til þess að hann tók út leikbannið í úrslitaleik gærdagsins þegar að FC Kaupmannahöfn varð danskur bikarmeistari með sigri á AaB. Hákon Arnar verður hins vegar í banni þegar að FC Kaupmannahöfn mætir AGF á Parken á sunnudaginn. Þá mun FC Kaupmannahöfn, líkt og Lyngby, þurfa að greiða því sem nemur rúmri hálfri milljón íslenskra króna.
Danski boltinn Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki