Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 07:55 Í tölvupóstunum hrósaði Gísli Odee fyrir gjörninginn, á ensku. Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar. Myndlist Lögreglan Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar.
Myndlist Lögreglan Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira