Víkingar, Blikar og KA-menn áfram í bikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 19:29 Víkingar eru komnir áfram í Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét Víkingar þurftu að hafa fyrir hlutunum gegn Lengjudeildarliði Gróttu í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í knattspyrnu í dag. Breiðablik og KA verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit á morgun. Víkingur og Grótta mættust í Fossvoginum í dag en Víkingur hefur unnið alla leiki sína í Bestu deildinni til þessa á tímabilinu. Grótta leikur í Lengjudeildinni og hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir strax á 12. mínútu í dag en Arnar Þór Helgason jafnaði metin sjö mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 en Logi Tómasson tryggði Víkingum sæti í 8-liða úrslitum þegar hann skoraði sigurmark Víkinga snemma í síðari hálfleik. Í Laugardalnum voru Íslandsmeistarar Blika í heimsókn hjá Þrótturum. Viktor Karl Einarsson kom Blikum í 1-0 snemma leiks og þeir bættu síðan við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Færeyingurinn Klæmin Olsen kom Breiðablik í 2-0 á 57. mínútu og markahrókurinn Stefán Ingi Sigurðarson setti punktinn yfir i-ið í uppbótartíma. Lokatölur 3-0, öruggur sigur Blika staðreynd. Í Kópavogi tók HK á móti KA í slag tveggja Bestu deildar liða. Gestirnir að norðan voru komnir í 2-0 eftir sextán mínútur með mörkum frá Ívari Erni Árnasyni og Hallgrími Mar Steingrímssyni. Bjarni Aðalsteinsson innsiglaði sigurinn á 85. mínútu með þriðja marki KA en lokatölur urðu 3-1 eftir sárabótamark frá Örvari Eggertssyni. Síðasti leikur 16-liða úrslitanna fer fram í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tekur á móti KR. Mjólkurbikar karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Víkingur og Grótta mættust í Fossvoginum í dag en Víkingur hefur unnið alla leiki sína í Bestu deildinni til þessa á tímabilinu. Grótta leikur í Lengjudeildinni og hefur gert jafntefli í báðum leikjum sínum til þessa. Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir strax á 12. mínútu í dag en Arnar Þór Helgason jafnaði metin sjö mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 en Logi Tómasson tryggði Víkingum sæti í 8-liða úrslitum þegar hann skoraði sigurmark Víkinga snemma í síðari hálfleik. Í Laugardalnum voru Íslandsmeistarar Blika í heimsókn hjá Þrótturum. Viktor Karl Einarsson kom Blikum í 1-0 snemma leiks og þeir bættu síðan við tveimur mörkum í síðari hálfleik. Færeyingurinn Klæmin Olsen kom Breiðablik í 2-0 á 57. mínútu og markahrókurinn Stefán Ingi Sigurðarson setti punktinn yfir i-ið í uppbótartíma. Lokatölur 3-0, öruggur sigur Blika staðreynd. Í Kópavogi tók HK á móti KA í slag tveggja Bestu deildar liða. Gestirnir að norðan voru komnir í 2-0 eftir sextán mínútur með mörkum frá Ívari Erni Árnasyni og Hallgrími Mar Steingrímssyni. Bjarni Aðalsteinsson innsiglaði sigurinn á 85. mínútu með þriðja marki KA en lokatölur urðu 3-1 eftir sárabótamark frá Örvari Eggertssyni. Síðasti leikur 16-liða úrslitanna fer fram í Árbænum í kvöld þegar Fylkir tekur á móti KR.
Mjólkurbikar karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira