Grindavík henti Val út úr Mjólkurbikarnum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2023 17:09 Grindvíkingar eru komnir í 8-liða úrslitin. Knattspyrnudeild Grindavíkur/Petra Rós Lengjudeildarlið Grindavíkur gerði sér lítið fyrir í dag og sló Val úr Mjólkurbikarnum í knattspyrnu eftir öruggan sigur á Origo-vellinum. Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun. Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Fyrir leikinn í dag bjuggust eflaust flestir við sigri Valsmanna enda liðið í öðru sæti Bestu deildarinnar og hefur verið að leika feykivel að undanförnu. Grindavík er í Lengjudeildinni og situr í öðru sæti eftir tvo leiki með fjögur stig. Leikurinn í dag fór fram að Hlíðarenda en þar er mikil dagskrá í allan dag sem lýkur með úrslitaleik Vals og Tindastóls um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik í kvöld. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og komust í 1-0 á 32. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði. Gestirnir náðu síðan að bæta við öðru marki fyrir lok fyrri hálfleiks því á 40. mínútu kom Bjarki Aðalsteinsson þeim í 2-0 með skallamarki eftir hornspyrnu. Þvílíkt mark! Óskar Örn Hauksson skoraði frá miðju í sigri Grindavíkur gegn Val @umfg pic.twitter.com/yYAcClOaXl— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 18, 2023 Valsmenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik þegar Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn en Adam Ægir Pálsson hafði komið af bekknum í fyrri hálfleik þegar Guðmundur Andri Tryggvason meiddist. Á 74. mínútu gerðu Grindvíkingar síðan út um leikinn. Reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson, sem Grindavík fékk í vetur frá Stjörnunni, skoraði þá stórkostlegt mark frá miðju. Staðan orðin 3-0 og Valsmenn heillum horfnir. Heimamenn náðu þó að minnka muninn undir lokin þegar Tryggi Hrafn Haraldsson skoraði. Lokatölur 3-1 og veisla Vals að Hlíðarenda í dag byrjar ekki vel. Stjarnan fór létt með Keflavík Stjarnan er sömuleiðis komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir öruggan sigur á Keflavík á Samsung-vellinum í dag. Stjarnan komst í 2-0 í fyrri hálfleik eftir mark frá Adolfi Daða Birgissyni og sjálfsmarki Keflvíkinga. Í síðari hálfleik bættu þeir síðan við tveimur mörkum. Eggert Aron Guðmundsson skoraði þriðja mark liðsins um miðjan síðari hálfleik og markahrókurinn Egill Atlason skoraði fjórða markið á 81. mínútu en hann er að snúa til baka eftir meiðsli. Lokatölur 4-0 og Stjarnan, líkt og Grindavík, verður því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins á morgun.
Mjólkurbikar karla UMF Grindavík Valur Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira