„Líður eins og þú sért einn í heiminum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. maí 2023 07:01 David Raya hefur spilað fyrir Brentford síðan 2019. Alex Davidson/Getty Images David Raya, markvörður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, segir að markmannsstaðan sé sú erfiðasta á knattspyrnuvellinum vegna þess hversu strembin hún er andlega. Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira
Hinn 27 ára gamli Raya hefur átt mjög gott tímabil í liði Brentford en vorið 2020 taldi hann feril sinn hjá félaginu búinn. Raya gerði sig þá sekan um mistök í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Joe Bryan skoraði úr aukaspyrnu utan af kanti og Fulham fór upp í ensku úrvalsdeildina á kostnað Brentford. „Ég veit að ég hefði getað gert betur, var ekki að fylgjast nægilega vel með. Skildi aðra hliðina of opna,“ segir Raya í viðtali við ESPN þar sem farið er yfir markmannsstöðuna. "After the game, it was very a tough situation to deal with; I felt like I'd let everyone down."Brentford goalkeeper @daviidraya1 on how he recovered from the disappointment of the 2020 playoff final pic.twitter.com/YCsS7x3Qna— ESPN UK (@ESPNUK) May 15, 2023 „Ég gat ekki látið það draga mig niður því við vorum í framlengingu í úrslitaleik umspilsins og við hefðum getað jafnað metin,“ svo fór ekki en Ryan skoraði aftur í framlengingunni áður en Brentford minnkaði muninn. „Eftir leik leið mér eins og ég hefði brugðist öllum. Það var mjög slæm lífsreynsla. Ég hafði verið í þessari stöðu margoft yfir tímabilið og komið í veg fyrir fullt af mörkum en hann ákvað að skjóta og boltinn fór inn.“ „Þér líður eins og þú sért einn í heiminum og allar slæmu hugsanirnar skjótast upp í höfuðið á þér. Ef ég hefði gert betur þá hefðum við mögulega komist upp um deild. Hversu stórt þetta var skall á mér nokkrum dögum síðar.“ 'You feel alone, and all the bad thoughts go straight to your head': Why being a goalkeeper is the toughest job in footballMy piece for @espn featuring interviews with @daviidraya1, @AnthonyWhite91 and @TheGKMindset https://t.co/0EbvIT3SHT— Ben Welch (@BenWelch82) May 15, 2023 Raya kom sterkari til baka og hjálpaði Brentford upp í ensku úrvalsdeildina. Nú er hann með betri markvörðum deildarinnar og var valinn hluti af spænska landsliðshópnum sem fór á HM í Katar. „Stundum er maður líka hetjan. Markvörslurnar þínar geta tryggt sigra. En þú verður að muna að á einhverjum tímapunkti muntu gera mistök og allir munu einbeita sér að þér,“ segir Raya að endingu. Með aukinni áherslu á að spila út frá marki og nýta markvörðinn í uppspili er ljóst að markverðir eru líklegri til að gera mistök. Hvort þau brjóti þá eða styrki er undir andlegum styrk markvarðanna komið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Bað kærastann sinn afsökunar Sport Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Sjá meira