Lengst af leit út fyrir að staðan yrði markalaus í hálfleik, en Aron Ingi Magnússon kom heimamönnum frá Akureyri yfir í uppbótartíma og staðan var því 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Ion Perelló Machi tvöfaldaði svo forystuna fyrir heimamenn þegar tæpar 25 mínútur voru til leiksloka áður en Róbert Hauksson minnkaði muninn fyrir Leiknismenn á 74. mínútu.
Ingimar Arnar Kristjánsson endurheimti þó tveggja marka forskot Þórsara á 82. mínútu og þar við sat. Niðurstaðan því 3-1 sigur Þórs og liðið er á leið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins, en Leiknismenn sitja eftir með sárt ennið.
Upplýsingar um markaskorara og atvik fengust á Fótbolti.net.