Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Knattspyrnusambands Íslands en um er að ræða leik sem er liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Þjóðadeild UEFA sem hefst í september. Fjórum dögum fyrir leikinn við Austurríki mætir Ísland liði Finnlands á Laugardalsvelli, einnig í vináttulandsleik.
Íslenska kvennalandsliðið verður í riðli með Þýskalandi, Danmörku og Wales í haust í A-deild á fyrstu leiktíðinni í Þjóðadeildinni.
Keppnin er með svipuðu sniði og Þjóðadeild karla sem hófst fyrir fimm árum, og hún hefst með leikjum 20.-26. september.
Kvennalandslið Íslands og Austurríkis í knattspyrnu hafa aðeins einu sinni mæst áður. Það var á Evrópumótinu í knattspyrnu árið 2017.
Þann leik vann Austurríki með þremur mörkum gegn engu.