„Ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 16. maí 2023 12:06 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði og var á meðal þeirra sem upplifði svefnlitla nótt vegna umfangsmikilla árása Rússa á borgina. Stöð 2 Borgarbúar í Kænugarði vöknuðu upp með andfælum í nótt við einstaklega umfangsmikla eldflaugaárás Rússa en loftvarnakerfi Úkraínumanna skaut niður sex ofurhljóðfráar flaugar. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari segir það hafa verið ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum sig. Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Árás Rússa á Kænugarð í nótt var meðal þeirra allra umfangsmestu. Átján flaugum var skotið að höfuðborginni en á meðal þeirra voru sex svokallaðar ofurhljóðfráar flaugar en það eru flaugar sem ferðast á margföldum hljóðhraða og Rússar hafa stært sig af því að þær komist framhjá loftvarnakerfum. Úkraínumenn segjast þó hafa náð að skjóta þær niður í nótt, allar með tölu, en þótt loftvarnakerfið hafi náð þeim áður en þær lentu á jörðu niðri þá mynduðust engu að síður heljarinnar sprengingar í lofti með tilheyrandi drunum. Hætta skapaðist á jörðu niðri þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Tonight, russia again attacked Ukraine.- 6 Kinzhal aeroballistic missiles - 9 Kalibr missiles - 3 ground-launched missiles - drones ALL TARGETS SHOT DOWN.— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) May 16, 2023 Vitaliy Klitschko, borgarstjóri Kænugarðs, segir að fjöldi fólks hafi leitað skjóls í sprengjubyrgjum og að hann viti ekki til þess að neinn hafi látist í árásunum. Minnst þrír meiddust þó þegar brak úr flaugunum féll til jarðar. Viðmælandi BBC segir sjónarspilið í nótt hafa verið eins og sena úr Star Wars en Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari, sem býr í Kænugarði er einn af þeim sem vaknaði skelfingu lostinn. „Maður sér ljós á himninum og eldflaugar fara frá jörðinni og upp að reyna að skjóta eitthvað niður og maður veit í rauninni ekkert hvað er að gerast þegar þetta gengur allt yfir.“ Óskar er þakklátur fyrir loftvarnakerfið sem hafi enn einu sinni sannað gildi sitt eftir svefnlitla nótt. „Við vöknum um klukkan þrjú við flauturnar, þær byrja þá, en síðan hálftíma, fjörutíu mínútum seinna þá heyri ég fyrstu sprengingarnar og síðan stuttu eftir það, þá fer allt af stað. Ég hef aldrei, allavega ekki í stríðinu, orðið fyrir eins miklum [áhrifum] af sprengingum. Alveg svakaleg, tugir sprengja sem gerðust þarna á tveggja klukkutíma bili. Það var mjög ógnvekjandi að finna sprengjuhvellina fara í gegnum mann.“ Segir Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari í Kænugarði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32 Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30 Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Ein umfangsmesta árásin á Kænugarð hingað til Rússar gerðu í gærkvöldi og í nótt eina hörðustu loftárásina á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, til þessa. Þetta er í áttunda sinn í þessum mánuði sem flaugum er skotið á borgina og drónum beitt en yfirmaður hersins í Kænugarði, Serhiy Popko, segir að í þetta sinn hafi árásin verið afar hörð. 16. maí 2023 06:32
Konur berjast við Rússa á öllum vígstöðvum í Úkraínu Þingkona frá Úkraínu segir konur ekki vera fórnarlömb innrásar Rússa í Úkraínu fremur en karla og börn því þær taki þátt í að verja landið á öllum vígstöðvum. Mikilvægast af öllu væri að frelsa fólk á herteknum svæðum og draga Rússa til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi þeirra. 12. maí 2023 19:30
Úkraínumenn sagðir hafa sótt fram yfir varnarlínur við Bakhmut Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur séð sig tilneytt til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að það sé ekkert til í fregnum um að Úkraínumönnum hafi tekist að rjúfa varnarlínur Rússa umhverfis Bakhmut. 12. maí 2023 07:12