Leita að vopnum og biðja farþega að mæta tímanlega Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. maí 2023 20:46 Aldrei áður hefur verið leitað að vopnum í innanlandsflugi hér á landi. Vísir/Vilhelm Isavia biðlar til farþega í innanlandsflugi að mæta tímanlega næstu tvo daga þar sem vopnaleit mun fara fram í fyrsta sinn hér á landi, tímabundið á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur. Icelandair biðlar til fólks að mæta níutíu mínútum fyrir brottför. „Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn sem vopnaleit fer fram í innanlandsflugi á Íslandi og mun hún standa yfir frá klukkan 14:00 á morgun og til klukkan 17:00 á miðvikudag,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia í samtali við Vísi. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins en BB.is greindi fyrstur miðla frá málinu í dag og sagði farþegum á Ísafirði hafa verið tilkynnt um mögulegar tafir vegna vopnaleitarinnar. Handleit Sigrún segir að Ísland sé allajafna með undanþágu þegar kemur að vopnaleit í innanlandsflugi en yfirvöld hafi metið sem svo að á meðan leiðtogafundi stendur sé það nauðsynlegt. „Við biðlum til fólks um að mæta tímanlega í flug. Ekki síst vegna umferðartakmarkana sem verða í kringum Reykjavíkurflugvöll og tafir sem munu fylgja því en líka vegna þessara auknu öryggisráðstafanna.“ Aðspurð segir Sigrún að ekki hafi verið komið upp nýjum búnaði á Reykjavíkurflugvelli vegna leitarinnar. „Það er vopnaleitarbúnaður til staðar á alþjóðaflugvellinum en annars staðar er um að ræða handleit.“ Farþegar mæti vel tímanlega Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið í góðu samstarfi við Isavia vegna leitarinnar. Hann segir hana að öðru leyti ekki hafa áhrif á starfsemina. „En við viljum beina því til farþega líkt og Isavia að mæta vel tímanlega fyrir flug. Við erum að tala um níutíu mínútur þessa tvo daga,“ segir Guðni Sigurðsson í samtali við Vísi.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Reykjavík Samgöngur Öryggis- og varnarmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent