Hegðun áhorfanda á borði HSÍ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 08:00 Það sauð upp úr við hliðarlínuna í Mosó þar sem Afturelding og Haukar mætast svo aftur í oddaleik annað kvöld. vísir/Diego Stuðningsmaður Hauka sem fór yfir strikið á leiknum við Aftureldingu í Mosfellsbæ síðastliðið fimmtudagskvöld gæti átt yfir höfði sér refsingu. Liðin mætast á sama stað í oddaleik í kvöld. Upp úr sauð í lok venjulegs leiktíma í leiknum eftir brot Ihors Kopyshynskyi, fyrrverandi leikmanns Hauka en núverandi leikmanns Aftureldingar, á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Ihor fékk að líta rauða spjaldið og vítakast var dæmt, en dómarar leiksins sáu að sér eftir leik og drógu rauða spjaldið til baka. Dómararnir skoðuðu brot Ihors á myndbandi á meðan á leik stóð en máttu reglum samkvæmt ekki nýta myndbandsdómgæslu til að refsa Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, sem sjá mátti að greip harkalega í treyju Ihors í hamagangnum eftir brotið. Stefán skoraði úr vítinu sem dæmt var og Haukar unnu í framlengingu. Í þessum hamagangi í lok venjulegs leiktíma, sem var alveg við áhorfendapallana, blönduðu nokkrir áhorfendur sér sömuleiðis í málið og í meðfylgjandi myndskeiði má meðal annars sjá hvernig einn stuðningsmaður Hauka virðist hrinda Ihor. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Þetta mál er nú á borði Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, en það staðfesti hann við Vísi. Haft hefur verið samband við bæði félög og kvaðst Róbert í gær vera að íhuga næstu skref og í hvaða farveg málið færi en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Einvígi Aftureldingar og Hauka hefur verið æsispennandi og ræðst í oddaleik í Mosfellsbæ í kvöld. Þar vann Afturelding fyrsta leik en Haukar svöruðu með tveimur sigrum áður en Afturelding vann á sunnudag. Leikur Aftureldingar og Hauka í kvöld hefst klukkan 20:15. Bein útsending hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira
Upp úr sauð í lok venjulegs leiktíma í leiknum eftir brot Ihors Kopyshynskyi, fyrrverandi leikmanns Hauka en núverandi leikmanns Aftureldingar, á Ólafi Ægi Ólafssyni úti við hliðarlínu. Ihor fékk að líta rauða spjaldið og vítakast var dæmt, en dómarar leiksins sáu að sér eftir leik og drógu rauða spjaldið til baka. Dómararnir skoðuðu brot Ihors á myndbandi á meðan á leik stóð en máttu reglum samkvæmt ekki nýta myndbandsdómgæslu til að refsa Stefáni Rafni Sigurmannssyni, leikmanni Hauka, sem sjá mátti að greip harkalega í treyju Ihors í hamagangnum eftir brotið. Stefán skoraði úr vítinu sem dæmt var og Haukar unnu í framlengingu. Í þessum hamagangi í lok venjulegs leiktíma, sem var alveg við áhorfendapallana, blönduðu nokkrir áhorfendur sér sömuleiðis í málið og í meðfylgjandi myndskeiði má meðal annars sjá hvernig einn stuðningsmaður Hauka virðist hrinda Ihor. Klippa: Umræðan um rauða spjaldið á Ihor Kopyshynskyi Þetta mál er nú á borði Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ, en það staðfesti hann við Vísi. Haft hefur verið samband við bæði félög og kvaðst Róbert í gær vera að íhuga næstu skref og í hvaða farveg málið færi en vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Einvígi Aftureldingar og Hauka hefur verið æsispennandi og ræðst í oddaleik í Mosfellsbæ í kvöld. Þar vann Afturelding fyrsta leik en Haukar svöruðu með tveimur sigrum áður en Afturelding vann á sunnudag. Leikur Aftureldingar og Hauka í kvöld hefst klukkan 20:15. Bein útsending hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Haukar Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Sjá meira