Upphitun fyrir Bestu kvenna: Vinkonurnar mætast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2023 13:00 Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH þekkjast vel frá tíma sínum saman í Breiðabliki. S2 Sport Fjórða umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum en umferðin klárast svo með þremur leikjum á morgun. Að vanda hitar Helena Ólafsdóttir upp fyrir umferðina. FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
FH og Keflavík mætast í Kaplakrikanum á morgun og gestir Helenu voru þær Mikaela Nótt Pétursdóttir hjá Keflavík og Margrét Brynja Kristinsdóttir hjá FH. „Ég er með frábæra gesti og þær eru reyndar vinkonur. Ég hafði ekki hugmynd um það en það eru þær Mikaela Nótt úr Keflavík og Margrét Brynja sem kemur frá FH eins og staðan er núna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. „Upprunalega þá þekkist þið að sjálfsögðu frá Breiðabliki. Urðu þið þá bara svona svakalega góðar vinkonur þar,“ spurði Helena. „Við kynntumst bara þarna í Breiðabliki og þekkjumst ekkert fyrir utan Breiðablik,“ sagði Mikaela Nótt Pétursdóttir. Nú eru þær að fara mætast í fjórðu umferðinni og verður þá eitthvað spjallað saman. „Já fyrir leiki og eftir leik. Hún fær eitt knús fyrir leik,“ sagði Margrét Brynja Kristinsdóttir hlæjandi. Það verður hins vegar ekkert skipst á innherja upplýsingum og þjálfararnir geta því andað rólega. Mikaela Nótt er uppalin í Haukum og ræddi aðeins af hverju það eru að koma svona margar efnilegar fótboltastelpur upp í Haukum. Margrét Brynja er uppalin í Kópavoginum og er búin að spila bæði með Breiðabliki og Augnabliki en félögin hafa unnið saman með því að gefa ungum efnilegum Blikum spilatíma í meistaraflokki. Þær voru báðar saman í Breiðabliki á undirbúningstímabilinu en voru síðan lánaðar til Keflavíkur og FH. Það var alltaf ljóst að Mikaela væri að fara á láni í sumar ef að það hitti þannig á en Margrét Brynja var aftur á móti með Blikum í fyrsta leiknum. „Ég var með í fyrsta leiknum, Breiðablik-Valur, en tíu mínútum eftir þann leik þá fékk ég að vita að ég fengi að velja hvort ég vildi fara á láni í FH eða vera hjá Breiðabliki,“ sagði Margrét Brynja. Báðar eru þær að velja það að fá stærra hlutverk hjá núverandi liðum sínum. Hér fyrir neðan má sjá viðtal Helenu við stelpurnar sem spá líka í leikina í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Í kvöld mætast Þór/KA-Breiðablik á Akureyri og ÍBV-Þróttur R. í Vestmannaeyjum en þeir hefjast klukkan 18.00. Annað kvöld verða þrír leikir klukkan 19.15 en það eru Stjarnan-Valur, Selfoss-Tindastóll og FH-Keflavík. Klippa: Bestu mörkin: Upphitun fyrir fjórðu umferð Bestu deildar kvenna
Besta deild kvenna FH Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira