Skíðagöngufólkið er fundið Árni Sæberg skrifar 13. maí 2023 23:24 Frá björgunarstörfum á Vatnajökli í nótt. Landsbjörg Hópur skíðagöngufólks, sem leitað hafði verið frá því um klukkan 15 í dag, er fundinn. Í kvöld náðist samband við fólkið en langan tíma tók að fá staðsetningu þeirra staðfesta. Ástand fólksins er gott miðað við aðstæður, það var komið í tjöld og enginn kennir sér meins nema konan sem fékk sleða í höfuðið í dag. Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þegar björgunarsveitarfólk kom að þeim stað, þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi sent viðbragðsaðilum hnit úr staðsetningartæki. Hins vegar virðist svo vera að tæki hópsins noti annað kerfi en Landsbjörg og því tók lengri tíma en ella að staðsetja hópinn. Hann segir að björgunarsveitir víða að af landinum hafi verið kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekki neitt. Hann segir þó að vel hafi farið um fólkið inni í tjaldi og að ekki hafi væst um það uppi á jöklinum. Þó sé veðurspá mjög slæm fyrir nóttina og því hafi mikið púður verið sett í leitina, sem skilaði loks árangri um klukkan 23:45 í kvöld. Björgunarsveitarmenn á snjósleðum tóku þátt í leitinni.Landsbjörg Þiggja líklega far niður af jöklinum Jón Þór segir að nú sé verið að koma slösuðu konunni fyrir í bíl og búa hana til flutnings niður af jöklinum. Hann býr ekki yfir upplýsingum um hvaða leið verður farin niður af jöklinum og veit þar af leiðandi ekki hvar konan endar. Líklegast sé þó að henni verði ekið á Landspítalann. Þá kveðst Jón Þór ekki vita hvað samferðamenn konunnar, sem allir eru spænskumælandi, ætla að gera í framhaldinu. Hann telur þó líklegast að þeir muni þiggja far með björgunarsveitarmönnum niður af jöklinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Síðdegis í dag óskaði hópur gönguskíðafólks á Vatnajökli eftir aðstoð viðbragðsaðila eftir að kona úr hópnum datt og fékk sleða, sem hún var með í eftirdragi, í höfuðið. Þegar björgunarsveitarfólk kom að þeim stað, þar sem talið var að fólkið væri, bólaði ekkert á hópnum. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir í samtali við Vísi að fólkið hafi sent viðbragðsaðilum hnit úr staðsetningartæki. Hins vegar virðist svo vera að tæki hópsins noti annað kerfi en Landsbjörg og því tók lengri tíma en ella að staðsetja hópinn. Hann segir að björgunarsveitir víða að af landinum hafi verið kallaðar til enda var óttast að leitin gæti teygt sig inn í nóttina og jafnvel lengur. Leitarskilyrði voru með versta móti og skyggni nánast ekki neitt. Hann segir þó að vel hafi farið um fólkið inni í tjaldi og að ekki hafi væst um það uppi á jöklinum. Þó sé veðurspá mjög slæm fyrir nóttina og því hafi mikið púður verið sett í leitina, sem skilaði loks árangri um klukkan 23:45 í kvöld. Björgunarsveitarmenn á snjósleðum tóku þátt í leitinni.Landsbjörg Þiggja líklega far niður af jöklinum Jón Þór segir að nú sé verið að koma slösuðu konunni fyrir í bíl og búa hana til flutnings niður af jöklinum. Hann býr ekki yfir upplýsingum um hvaða leið verður farin niður af jöklinum og veit þar af leiðandi ekki hvar konan endar. Líklegast sé þó að henni verði ekið á Landspítalann. Þá kveðst Jón Þór ekki vita hvað samferðamenn konunnar, sem allir eru spænskumælandi, ætla að gera í framhaldinu. Hann telur þó líklegast að þeir muni þiggja far með björgunarsveitarmönnum niður af jöklinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Þyrlusveitin reynir að sækja slasaða skíðakonu Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar nú síðdegis vegna skíðaslyss á Grímsfjalli í Vatnajökli. Þyrlusveit gæslunnar er á leið á vettvang en óvíst er hvort hún komist að slysstað vegna veðurs. 13. maí 2023 17:37