Samkomulag um aðkomu ríkis í fjármögnun fimm nýrra skipa Máni Snær Þorláksson skrifar 13. maí 2023 16:15 Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar lauk í dag. Landsbjörg Samkomulag um aðkomu ríkisins í fjármögnun á fimm nýjum björgunarskipum var undirritað á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þegar hafði verið samið um smíði þriggja nýrra skipa, tvö þeirra hafa verið afhent og von er á þriðja í haust. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“ Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, undirrituðu samkomulagið í dag. „Þessi samningur er afar mikilvægur því verkefni að endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörg um samninginn. Þá kemur fram að samningurinn tryggi fjármögnun ríkisins á um helming kaupverðs næstu fimm skipa. Einnig voru samþykktar tvær ályktanir á landsþinginu. Í annarri þeirra eru stjórnvöld hvött til þess að tryggja að á öllum stundum séu tiltæk sérhæfð loftför til leitar og björgunar hér á landi. „Öryggi í rekstri og björgunargetu Landhelgisgæslunnar er lykilatriði í þéttu neti viðbragðsaðila þar sem hver treystir á annann. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem og landsmenn allir, verða að geta treyst því að ávallt séu tiltækar öflugar björgunarþyrlur, flugvélar eða önnur sambærileg björgunartæki sem einungis er á færi hins opinbera að halda úti. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu hvetja stjórnvöld til þess að tryggja að Landhelgisgæslan hafi nægt fjármagn til þess að halda úti öflugum björgunartækjum og sinna sínum lögbundnu hlutverkum varðandi leit og björgun.“ Hin ályktunin sem var samþykkt fjallaði um öryggi ferðamannastaða. Skorað er á stjórnvöld og fyrirtæki í ferðaþjónustu að taka höndum saman um aðgerðir til að bæta öryggi á ferðamannastöðum til muna. „Undanfarin ár hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi. Sú þróun hefur valdið mikilli aukningu á óhöppum og alvarlegum slysum á ferðamannastöðum um allt land. Með hröðum vexti hafa öryggismálin víða setið á hakanum. Örugga göngustíga vantar og upplýsingagjöf til ferðamanna er brýnt að bæta til að forða slysum. Ljóst er að hægt er að gera mun betur með samhentu átaki. Vill Slysavarnafélagið Landsbjörg með þessu skora á stjórnvöld og ferðaþjónustuna að tryggja betur öryggi þeirra sem ferðast um landið með það að markmiði að fækka slysum.“
Björgunarsveitir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira