Meira en 200 milljón króna sekt fyrir stórfelld skattsvik Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2023 14:56 Valdimar þarf að greiða rúmlega 222 milljóna króna sekt eða sitja inni í 360 daga. Vísir/Vilhelm Eigandi félags sem átti veitingastaðinn Primo í Reykjavík var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða meira en 220 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot í vikunni. Félagið Harrow House, í eigu Valdimars Jónssonar, rak ítalska veitingastaðinn Primo á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis frá 2015 eftir að þeir Jón Ragnarsson, faðir hans, vísuðu eigendum veitingastaðarins Caruso úr húsnæðinu með nokkrum látum árið áður. Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2020. Rannsókn á stórfelldum skattalagabrotum Valdimars í tengslum við reksturinn hófst eftir að skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til héraðssaksóknara árið 2021. Valdimar var ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu á réttum tíma í fyrra. Dómur féll í máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Auk skilorðsbundins fangelsisdómsins þarf hann að greiða rúmar 222 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sæta fangelsi í 360 daga. Hélt því fram að staðurinn greiddi fyrir sérleyfi Valdimar var meðal annars sakfelldur fyrir að skila efnislega röngu skattframtali fyrir hönd félagsins fyrir árin 2016 og 2017. Það gerði hann með því að offramtelja rekstrargjöld félagsins um tæpar 83,5 milljónir króna. Hann hélt því fram að hann ætti sérleyfi fyrir veitingastaðinn sem annað félag í hans eigu sæi um. Eignarhaldsfélag veitingastaðarins greiddi fyrir sérleyfið. Valdimar sagði fyrir dómi að samningur um sérleyfið væri til en að hann hefði ekki tök á að leggja hann fram. Skýringar hans voru taldar ótrúverðugar og þeim hafnað. Ekki væri annað séð af gögnum sem lágu fyrir að Valdirmar hefði hagnast persónulega á gjörningunum og að með þeim hefði hann fært fjármuni frá félaginu til sín persónulega. Ekkert studdi að hann hefði greitt reikninga fyrir félagið Þá var hann sakfelldur fyrir rangfæra bókhald Harrow House með því að offramtelja rekstrargjöld í bókhaldi og skattskilum um samtals 134,2 milljónir króna með gjaldfærslu sölureikninga sem áttu ekki við rök að styðjast annars vegar og hins vegar með því að lækka eigin skuld samkvæmt viðskiptamannareikningi hans í bókhaldi félagsins án þess að fyrir því væri tilefni. Sölureikningarnir voru vegna tveggja sérleyfisgreiðslna, þeirrar sem Valdimar var sakfelldur fyrir að offramtelja sem rekstrargjöld félagsins og 50,7 milljóna króna reiknings sem var færður í bókhaldið. Valdimar sagði bókhaldsstofu sem sá um bókhald félagsins að hann hefði greitt reikningana og voru þeir skuldajafnaðir við skulda hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu. Ekkert var þó talið hafa komið fram sem benti til þess að hann hefði greitt reikninga Harrow House við félagið sem átti að halda utan um sérleyfið. Með því var hann talinn hafa rangfært bókhald félagsins og lækkað skuld sína við félagið sem því nam. Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á hvers vegna það var gert. Úttektir fyrir tannlæknakostnaði og veitingahúsaferðir Einnig var Valdirmar sakfelldur fyrir að skila efnislega röngum skattframtölum frá 2016 til 2019 með því að telja ekki fram úttektir upp á tæpar 139 milljónir króna hjá Harrow House. Þannig hafi hann komist undan því að greiða skatt af fénu. Hann bar því við að hann hefði skilað inn skattframtölum fyrir sjálfan sig í erlendu ríki þar sem hann hefði búið frá 2003. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi verið lagt fram í málinu sem styddi það. Saksóknari taldi úttektirnar skuld Valdimars samkvæmt viðskiðptamannareikningi hans hjá félaginu. Skuldin hafi verið gefin upp í framtölum félagsins en ekki í persónulegum framtölum Valdimars. Í mörgum tilvikum voru úttektir Valdimars á fé félagsins millifærslur til hans sjálfs eða tengdra einstaklinga og úttektir úr hraðbönkum. Sumar færslurnar hafi augljóslega verið persónuleg útgjöld hans, til dæmis greiðsla til tannlæknastofa og til annarra veitingastaða og bara. Dómsmál Skattar og tollar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Félagið Harrow House, í eigu Valdimars Jónssonar, rak ítalska veitingastaðinn Primo á horni Þingholtsstrætis og Bankastrætis frá 2015 eftir að þeir Jón Ragnarsson, faðir hans, vísuðu eigendum veitingastaðarins Caruso úr húsnæðinu með nokkrum látum árið áður. Harrow House var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2020. Rannsókn á stórfelldum skattalagabrotum Valdimars í tengslum við reksturinn hófst eftir að skattrannsóknarstjóri ríkisins vísaði málinu til héraðssaksóknara árið 2021. Valdimar var ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum og að standa ekki skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu á réttum tíma í fyrra. Dómur féll í máli hans í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Auk skilorðsbundins fangelsisdómsins þarf hann að greiða rúmar 222 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs eða sæta fangelsi í 360 daga. Hélt því fram að staðurinn greiddi fyrir sérleyfi Valdimar var meðal annars sakfelldur fyrir að skila efnislega röngu skattframtali fyrir hönd félagsins fyrir árin 2016 og 2017. Það gerði hann með því að offramtelja rekstrargjöld félagsins um tæpar 83,5 milljónir króna. Hann hélt því fram að hann ætti sérleyfi fyrir veitingastaðinn sem annað félag í hans eigu sæi um. Eignarhaldsfélag veitingastaðarins greiddi fyrir sérleyfið. Valdimar sagði fyrir dómi að samningur um sérleyfið væri til en að hann hefði ekki tök á að leggja hann fram. Skýringar hans voru taldar ótrúverðugar og þeim hafnað. Ekki væri annað séð af gögnum sem lágu fyrir að Valdirmar hefði hagnast persónulega á gjörningunum og að með þeim hefði hann fært fjármuni frá félaginu til sín persónulega. Ekkert studdi að hann hefði greitt reikninga fyrir félagið Þá var hann sakfelldur fyrir rangfæra bókhald Harrow House með því að offramtelja rekstrargjöld í bókhaldi og skattskilum um samtals 134,2 milljónir króna með gjaldfærslu sölureikninga sem áttu ekki við rök að styðjast annars vegar og hins vegar með því að lækka eigin skuld samkvæmt viðskiptamannareikningi hans í bókhaldi félagsins án þess að fyrir því væri tilefni. Sölureikningarnir voru vegna tveggja sérleyfisgreiðslna, þeirrar sem Valdimar var sakfelldur fyrir að offramtelja sem rekstrargjöld félagsins og 50,7 milljóna króna reiknings sem var færður í bókhaldið. Valdimar sagði bókhaldsstofu sem sá um bókhald félagsins að hann hefði greitt reikningana og voru þeir skuldajafnaðir við skulda hans á viðskiptamannareikningi hjá félaginu. Ekkert var þó talið hafa komið fram sem benti til þess að hann hefði greitt reikninga Harrow House við félagið sem átti að halda utan um sérleyfið. Með því var hann talinn hafa rangfært bókhald félagsins og lækkað skuld sína við félagið sem því nam. Hann hafi ekki gefið trúverðugar skýringar á hvers vegna það var gert. Úttektir fyrir tannlæknakostnaði og veitingahúsaferðir Einnig var Valdirmar sakfelldur fyrir að skila efnislega röngum skattframtölum frá 2016 til 2019 með því að telja ekki fram úttektir upp á tæpar 139 milljónir króna hjá Harrow House. Þannig hafi hann komist undan því að greiða skatt af fénu. Hann bar því við að hann hefði skilað inn skattframtölum fyrir sjálfan sig í erlendu ríki þar sem hann hefði búið frá 2003. Í dómnum kemur fram að ekkert hafi verið lagt fram í málinu sem styddi það. Saksóknari taldi úttektirnar skuld Valdimars samkvæmt viðskiðptamannareikningi hans hjá félaginu. Skuldin hafi verið gefin upp í framtölum félagsins en ekki í persónulegum framtölum Valdimars. Í mörgum tilvikum voru úttektir Valdimars á fé félagsins millifærslur til hans sjálfs eða tengdra einstaklinga og úttektir úr hraðbönkum. Sumar færslurnar hafi augljóslega verið persónuleg útgjöld hans, til dæmis greiðsla til tannlæknastofa og til annarra veitingastaða og bara.
Dómsmál Skattar og tollar Veitingastaðir Efnahagsbrot Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira