Það var Lea Schuller sem kom heimakonum yfir á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Klara Buhl, en þrátt fyrir mikla yfirburði Bayern tóks liðinu ekki að bæta við mörkum og því urðu lokatölur 1-0.
Eins og áður segir lék Glódís Perla allan leikinn fyrir Bayern í kvöld, en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var ónotaður varamaður.
Íslendingaliðið er nú með 55 stig á toppi þýsku deildarinnar eftir 20 leiki, fjórum stigum meira en Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg sem sitja í öðru sæti og eiga einn leik til góða.